Fréttablaðið - 24.02.2011, Page 37

Fréttablaðið - 24.02.2011, Page 37
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011 Fermingarbörnin eru þegar farin að huga að skóbúnaðinum sem þau munu klæðast í fermingarveislunni. Elísabet Weisshappel Vilhjálmsdóttir, verslunarstjóri hjá Kaupfélaginu og Skór. is í Smáralind, veit hvað krökkunum þykir heitast í dag. „Í raun er skótískan í ár mjög fjölbreytt. Stelpurnar velja mikið fyllta hæla, háa og lága pinnahæla en líka skó með breiðari hælum sem eru að verða meira áberandi núna,“ segir Elísabet og telur krakkana í dag hugsa töluvert út í notagildi fermingarskónna. „Þau vilja geta notað skóna áfram eftir fermingardaginn og því er minna um að stelpurnar séu að kaupa fín- lega bandaskó. Þær kaupa fremur grófari skó og þá oft með fylltum hæl. Þá skó geta þær notað síðar hvunndags og jafnvel í skólann,“ útskýrir hún. Hvíti liturinn hefur oft verið áberandi í fermingartískunni. Er það þannig með fermingarskóna í ár? „Nei, það er nú minnst af hvítu núna. Svart er áberandi að venju en einnig er eitthvað úrval af litum. Til dæmis er húðlitur að koma sterkur inn hjá okkur í ár.“ Elísabet segir fermingarbörn- in þegar farin að huga að skófatn- aðinum fyrir daginn stóra. „Þau hafa flest sterkar skoðanir á því í hverju þau vilja vera,“ segir hún. Oftast er mamma með í för en sum koma þó ein í leit að hinu full- komna pari. Mikið úrval er af kvenskóm í Kaupfélaginu og Skór.is. Þar má þó einnig finna ýmislegt fyrir strákana. „Margir velja svarta strigaskó en þó er einhver fjöldi stráka sem eru orðnir djarfari í litavali,“ segir Elísabet. Hún segir mjög algengt að strákar séu hagsýnir og velji skó sem þeir geti notað áfram eftir ferm- inguna. „En svo eru aðrir sem vilja vera mjög fínir og velja sér spariskó,“ segir hún. Kaupfélagið og Skór.is reka sam- eiginlega verslun í Smáralindinni. Mis- jöfn merki fylgja hverri verslun. Elísa- bet segir Vagabond vinsælasta merkið hjá Kaupfélag- inu en Six mix hjá Skór.is. „Þessi merki eru vinsæl bæði hjá ungu fólki og eldra,“ segir hún og bætir við að Bullbox- er sé einnig vinsælt merki í versluninni. Meðfylgjandi er hluti af því úr- vali sem finna má í versluninni en einnig má skoða Facebook-síðu verslananna undir Kaupfélagið kringlunni/ Smáralind. Krakkarnir vita alveg hvað þeir vilja „Skótískan í ár er mjög fjölbreytt,“ segir Elísabet Weisshappel verslunarstjóri hjá Kaupfélaginu og Skór.is í Smáralind. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kr inglan | Smáralind kr. 10.995 95kr. 10.9 5kr. 19.99 5kr. 16.99 95kr. 17.9 995kr. 17. 8.995kr. 1 kr. 9.995Stærðir 41 - 46Litir Svart og grátt Stærðir 36 - 41 Litir Svart Stærðir 36 - 41 Litir nnSvart, leður + rúski Stærðir 36 - 41 Litir Svart og beige Stærðir 36 - 41 Litur Svart Stærðir 36 - 41 Litur Svart Stærðir 41 36 - Litir Svart Stærðir 41 - 46 Litir Svart, blátt og dökk grátt FERMINGARFÖT | KYNNING

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.