Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 12

Fréttablaðið - 28.02.2011, Page 12
12 28. febrúar 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Alþingi samþykkti nýlega frumvarp til laga sem veitir Samkeppniseftir- litinu heimild til að skipta upp fyrir- tækjum ef eftirlitið getur sannað að skipulag eða uppbygging fyrirtækisins komi í veg fyrir, takmarki eða hafi skað- leg áhrif á samkeppni. Við þetta mat liggja hagsmunir neytenda til grundvall- ar. Það þýðir að viðkomandi fyrirtæki verður ekki skipt upp ef það er til hags- bóta fyrir neytendur að fyrirtækið sé stórt og njóti stærðarhagkvæmni í inn- kaupum eða rekstri. Þannig getur eftir- litið ekki nýtt heimildina ef fyrirtækið nýtir hagkvæmni stærðar neytandanum til hagsbóta. Komi til uppskiptingar mun fyrir- tæki selja frá sér hluta fyrirtækis og fá endurgjald fyrir. Frumvarpið er almenn takmörkun á eignarrétti í þágu almannahagsmuna og verður einungis beitt að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um og ef kröfu um meðalhóf er mætt. Andstæðingar frumvarpsins á Alþingi fullyrða að stór hluti íslenskra fyrir- tækja þurfi að óttast frumvarpið. Það er einkennilegt stöðumat. Ef það er rétt mat, þá er stór hluti íslenskra fyrir- tækja að njóta hagnaðar í krafti einok- unar á kostnað neytenda og á kostnað virkrar samkeppni. Ég er ekki sam- mála því mati, þótt ég telji að víða geti leynst fyrirtæki sem vegna stöðu sinnar hindra virka samkeppni. Sé þetta mat viðkomandi þingmanna hins vegar rétt og stór hluti íslenskra fyrirtækja sé að innbyrða hagnað á kostnað virkrar sam- keppni, þá hefur eftirlitið nú tæki til að bregðast við þeirri stöðu. Því má segja að röksemdir viðkomandi gegn frum- varpinu séu bestu hugsanlegu röksemd- ir með frumvarpinu. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Frumvarpið er almenn takmörkun á eignarrétti í þágu almannahagsmuna og verður einungis beitt að ákveðn- um skilyrðum uppfylltum og ef kröfu um meðalhóf er mætt. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA Þ að er kannski lýsandi fyrir það hvað pólitíkin á Íslandi er orðin undarleg, að út úr starfi starfshópsins, sem átti að bregðast við ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna, kom engin tillaga um þá leið sem liggur beinast við; að kjósa upp á nýtt. Meirihluti allra þingflokka nema Sjálfstæðisflokksins leggur til að þeir 25, sem urðu hlutskarpastir í kosningunni, verði skipaðir af Alþingi í svokallað stjórnlagaráð, sem á síðan að gegna sama hlutverki og stjórnlagaþinginu var ætlað. Minnihluti sjálfstæðismanna vill hins vegar hætta við allt saman og setja endurskoðun stjórnarskrárinnar á ný í hendur Alþingis. Í áliti meirihlutans er fjall- að um þann möguleika að kjósa upp á nýtt og sagt að það sé eðlilegasta leiðin út frá lagalegu sjónarmiði. Bent er á að þetta sé einföld leið, taki skamman tíma og sá möguleiki sé fyrir hendi að kjósa samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave til að spara peninga. Meirihlutinn færir í raun engin rök fram gegn þessum kosti – en leggur engu að síður til aðra leið og mun síðri. Í minnihlutaáliti Sjálfstæðisflokksins segir að Alþingi megi ekki víkja sér undan því að endurskoða stjórnarskrána „enda ekki ástæða til“. Sú ástæða er reyndar til – getuleysi þingsins í 65 ár að ráðast í þá endurskoðun, sem stefnt var að strax eftir lýðveldis- stofnun. Málið hefur alltaf lent ofan í skotgröfum flokks- og kjör- dæmishagsmuna og þess vegna var brýnt að halda stjórnlagaþing til að taka af skarið í ýmsum álitamálum. Leið uppkosningar er nærtækust, hvað sem líður tillögum starfshópsins. Skipan stjórnlagaráðs er ótæk af ýmsum ástæðum. Með henni er gengið gegn niðurstöðu Hæstaréttar. Við myndum reka upp stór augu ef þær fréttir bærust frá einhverju ná grannaríkinu að æðsti dómstóll landsins hefði úrskurðað kosningar ógildar, en þjóðþingið sett lög um að úrslit þeirra skyldu engu að síður standa. Við myndum halda að eitthvað væri bogið við lýðræðið í því landi. Umboð fulltrúanna sem sitja eiga í stjórnlagaráðinu var þegar veikt vegna lítillar kjörsóknar. Það verður enn þá veikara með því að Alþingi stytti sér leið framhjá niðurstöðu Hæstaréttar. Um leið eykst hættan á að þessi tilraun til að endurskoða stjórnarskrána renni út í sandinn eins og allar hinar. Síðast en ekki sízt er uppkosning eina leiðin sem hægt er að fara til að standa vörð um heiður og orðstír Íslands sem lýðræðis- og réttarríkis. Hún er sú leið, sem yrði farin í hvaða öðru lýðræðis- ríki sem er – og sú leið sem farin hefur verið áður þegar kosningar hafa verið úrskurðaðar ógildar í sveitarstjórnum hér á landi. Þau rök sem heyrzt hafa, að það sé svo flókið að kjósa til stjórnlagaþings að almenningi sé ekki treystandi til að gera það samhliða atkvæðagreiðslu um Icesave, eru léttvæg. Ef þjóðinni er treystandi til að mynda sér skoðun á vaxtakjörum, líkum á endurheimtum í búi Landsbankans, gengisþróun á næstu árum og ýmsum lögfræðilegum atriðum í EES-samningnum til að geta tekið afstöðu til Icesave-samningsins, er henni treystandi til að setja númer fyrir framan nöfn eins til 25 manna. Uppkosning til stjórnlagaþings liggur beinast við. Stjórnlagaóráð Samkeppni Magnús Orri Schram þingmaður samfylkingarinnar Virk samkeppni á Íslandi Þjóðin ekki skuldbundin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra, segir á Facebook-síðu sinni að því sé ranglega haldið fram að Alþingi í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haarde hafi skuldbundið þjóðina til að greiða Icesave-peningana. Ingibjörg segir aðeins hafa verið samþykkt að ganga til viðræðna um Icesave á tilteknum grundvelli. Þingsályktunartillaga um þetta hafi því bara skuldbundið þáverandi stjórnvöld til samning- anna, en ekki þjóðina. Ruglingslegt ferli Tillagan sem um ræðir var samþykkt í desember 2008. Skyldi þó engan undra að ruglingur verði á þessum málum, því eins og Ingibjörgu var bent á á síðu sinni höfðu tilkynningar fram að þessari tillögu vissulega hljómað sem skuldbinding. Þannig sagði í tilkynningu forsætisráðherra frá því um miðjan nóvember sama ár að samkomulag hefði náðst, sem fæli í sér að „íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis.“ Svo voru auð vitað fleiri yfirlýsingar sem ekki stóðust gefnar út um samkomulag um Icesave bæði fyrr og síðar. Skýrt val í atkvæðagreiðslu Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, upplýsti í gærmorg- un að hún hygðist greiða atkvæði með Icesave-lögunum í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún útskýrði framhald málsins svo að hún teldi að þrír kostir væru í stöðunni fyrir komandi atkvæðagreiðslu; já, nei, og að mæta ekki á kjörstað. Fyrir utan þá kosti að ógilda atkvæði eða skila auðu var þetta greinargóð útskýring á kostunum í stöðunni. thorunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.