Fréttablaðið - 28.02.2011, Side 18
Handverkhúsið er bæði verslun og þjónustufyrirtæki sem býður
meðal annars upp á fjölbreytt vornámskeið í málm- og trévinnslu. Nám-
skeiðin eru allt frá einu kvöldi upp í heilar helgar. Allar nánari upplýsingar
er að finna á heimasíðu þess, handverkshusid.is.
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Byggingarefni skiptast í tvo flokka:
náttúruleg og tilbúin. Náttúruleg
efni eru þau sem hafa ekki verið
unnin í iðnaði, eða þau sem hafa
verið dálítið unnin, eins og timbur
eða gler. Tilbúin efni eru framleidd
með iðnvæddum aðferðum og
hafa verið unnin af mönnum eða
vélum, eins og plast eða málning
byggð á jarðolíu. Gagnleg eru bæði
náttúruleg og tilbúin efni.
wikipedia.org
„Húsið hefur ekki verið snert
að utan síðan árið 1933 og það
þarfnast mikilla endurbóta eins
og gefur að skilja. Það er klætt
skeljasandi en það eru miklar
sprungur í útveggjum, svo húsið
lekur og alle græjer,“ segir kvik-
myndaleikstjórinn Friðrik Þór
Friðriksson, sem býr í gömlu
húsi í miðbænum, sem hefur ekki
verið gert við síðan það var byggt
árið 1933 og þarfnast endurbóta.
Knud Zimsen, fyrrum borgar-
stjóri í Reykjavík, byggði húsið á
sínum tíma og bjó í því til dauða-
dags árið 1953. „Þá eignaðist
Háskóli Íslands húsið og ein-
hvern tímann hýsti það sendi-
ráð Sovétríkjanna,“ telur Frið-
rik upp, sem festi sjálfur kaup á
þessu steinsteypta tveggja hæða
draumahúsi 2002. „Ég gerði
það þá upp að innan. Missti það
reyndar árið 2005 en keypti það
aftur rétt fyrir hrun.“
Friðrik Þór hefur mikinn
áhuga á að gera húsið upp en það
er aðeins eitt sem vantar upp á.
„Ég á enga peninga,“ segir hann
og hlær. „Ég er með gengistryggt
lán á húsinu sem á enn eftir að
endurreikna og á meðan geri ég
ekki neitt. Ég held að margir í
miðbænum séu í svipaðri stöðu
og á meðan liggja menningar-
verðmæti undir skemmdum,“
segir hann og bætir við að Besti
flokkurinn hljóti hins vegar að
gera húsið sitt að safni fyrr en
seinna.
Er þá erfiðara að fá lán til við-
gerða á húsinu en styrki til kvik-
myndagerðar? „Ég held að það sé
jafn erfitt í dag,“ svarar hann þá.
- uhj
Liggur undir skemmdum
Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmarður býr í gömlu húsi í miðbænum sem þarfnast viðgerða.
Leikstjórinn getur hins vegar ekki fjármagnað verkið og á meðan liggur húsnæðið undir skemmdum.
Friðriki Þór finnst sárt að horfa upp á húsið drabbast niður en hefur ekki fjármagn til að gera það upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Knud Zimsen byggði húsið 1933 sem var um tíma í eigu Háskóla Íslands.
Viðhald