19. júní


19. júní - 19.06.1952, Page 17

19. júní - 19.06.1952, Page 17
Konur í opinberri þjónustu „19. júní“ birtir hér viðtöl við þrjár konur, sera allar gegna þýðingarmiklum embættum. Standa þær allar með ágætum í stöðu sinni og er óhætt að fullyrða, að embættisferill þeirra allra sannar, að konur eru engu siður en karlar hæfar til þess að gegna ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins, þótt svo virðist á stundum sem karlar telji þær varla hlutgengar til slíkra starfa, sbr. að konur eiu örsjaldan skipaðar í opinberar nefndir. Má t. d. benda á, að ekki þótti taka því að hafa konu í milliþinga- nefnd þeirri i skattamálum, er skipuð var eigi alls fyrir löngu. Þær þrjár konur, sem blaðið átti viðræður við, eru þær Ásta Magnúsdóttir ríkisféhirðir, Ingibjörg Ögmundsdóttir símstöðv- arstjóri í Hafnarfirði og Theresía Guðmundsson, veðurstofu- stjóri. Asta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir Að því er ég bezt veit, er aðeins ein kona, sem gegnir störfum ríkisféhirðis á Norðurlöndum. Marga fýsir því ugglaust að kynnast nánar þessari merku konu, sem er fröken Ásta Magnúsdóttir. Hefur hún verið svo elskuleg að vilja svara nokkr- um spurningum varðandi embætti sitt. Ég skrepp því á björtu vorkvöldi vestur í bæ- inn og nýt gestrisni fröken Ástu í ríkum mæli á fallegu heimili hennar í nýbyggðu húsi niður við sjó. Sólarlagið, fuglarnir í fjörunni, angan af unaðsilm sjávarins, kyrrðin og róin setja sinn svip á umhverfið og ævintýrablæ á heimili konunnar, sem, þrátt fyrir langan og erilsaman embættis- feriþ hefur aldrei eitt augnablik glatað yndis- þokka sínum. Mér verður á að hugsa, að forsjón- in sjálf iiafi ætlað fröken Ástu þetta mikla starf í þjóðfélaginu. Hún hefur allt til að bera, sem slík kona þarf: fágaða og prúða framkomu, svo að af ber, samvizkusemi og fullan skilning á starfi sínu. f’að þarf vakandi áhuga til að gegna stórri stöðu, stjórna mörgu fólki og vera sífellt á verði. Nú gef ég ríkisféhirði orðið. „Hve lengi hafið þér haft á hendi embætti ' ríkisféhirðis?" spyr ég. „Ég var skipuð ríkisféhirðir 1. okt. 1933. Ég hef 19. JÚNÍ því haft embættið á hendi í 19 ár, en alls hef ég starfað í 42 ár við ríkisfjárhirzluna. Ég réðst sem skrifari til herra Valgarðs Claessen, sem þá var landsféhirðir, 2. ág. 1910. Var ég eini aðstoðar- maður hans í rúm 5 ár. Voru byrjunarlaun mín 35 kr. á mánuði, en vinnutími 8 stundir daglega. Þóttu þetta ekki slænr kjör í þá daga. Eftir 2 ár hækkaði ég upp í 50 kr. á mánuði, en upp frá því fóru launin smám saman liækkandi, þó voru þau ekki orðin hærri en kr. 333.33 á mánuði eftir 10 ára þjónustu.“ „Er ekki ríkisléhirðisembættið umfangs- og á- byrgðarmikið starf?“ „Embættinu fylgir mjög mikil ábyrgð, þar sem margar milljónir króna í peningum, tékkum og verðbréfum fara gegnum ríkisfjárhirzluna dag- lega. Allar tekjur ríkissjóðs eru greiddar inn til okkar, og hjá okkur fara launagreiðslur starfs- manna ríkisins fram, auk afborgana og vaxta- greiðslna af lánum ríkissjóðs. Þá fara greiðslur eftirlauna fram í ríkisfjárhirzlunni svo og útborg- un fjár til verklegra framkvæmda, menningar- mála og alls þess, sem fjárlögin ákveða á hverju Ásta Magnúsdóltir 3

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.