19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 17

19. júní - 19.06.1952, Qupperneq 17
Konur í opinberri þjónustu „19. júní“ birtir hér viðtöl við þrjár konur, sera allar gegna þýðingarmiklum embættum. Standa þær allar með ágætum í stöðu sinni og er óhætt að fullyrða, að embættisferill þeirra allra sannar, að konur eru engu siður en karlar hæfar til þess að gegna ábyrgðarstöðum þjóðfélagsins, þótt svo virðist á stundum sem karlar telji þær varla hlutgengar til slíkra starfa, sbr. að konur eiu örsjaldan skipaðar í opinberar nefndir. Má t. d. benda á, að ekki þótti taka því að hafa konu í milliþinga- nefnd þeirri i skattamálum, er skipuð var eigi alls fyrir löngu. Þær þrjár konur, sem blaðið átti viðræður við, eru þær Ásta Magnúsdóttir ríkisféhirðir, Ingibjörg Ögmundsdóttir símstöðv- arstjóri í Hafnarfirði og Theresía Guðmundsson, veðurstofu- stjóri. Asta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir Að því er ég bezt veit, er aðeins ein kona, sem gegnir störfum ríkisféhirðis á Norðurlöndum. Marga fýsir því ugglaust að kynnast nánar þessari merku konu, sem er fröken Ásta Magnúsdóttir. Hefur hún verið svo elskuleg að vilja svara nokkr- um spurningum varðandi embætti sitt. Ég skrepp því á björtu vorkvöldi vestur í bæ- inn og nýt gestrisni fröken Ástu í ríkum mæli á fallegu heimili hennar í nýbyggðu húsi niður við sjó. Sólarlagið, fuglarnir í fjörunni, angan af unaðsilm sjávarins, kyrrðin og róin setja sinn svip á umhverfið og ævintýrablæ á heimili konunnar, sem, þrátt fyrir langan og erilsaman embættis- feriþ hefur aldrei eitt augnablik glatað yndis- þokka sínum. Mér verður á að hugsa, að forsjón- in sjálf iiafi ætlað fröken Ástu þetta mikla starf í þjóðfélaginu. Hún hefur allt til að bera, sem slík kona þarf: fágaða og prúða framkomu, svo að af ber, samvizkusemi og fullan skilning á starfi sínu. f’að þarf vakandi áhuga til að gegna stórri stöðu, stjórna mörgu fólki og vera sífellt á verði. Nú gef ég ríkisféhirði orðið. „Hve lengi hafið þér haft á hendi embætti ' ríkisféhirðis?" spyr ég. „Ég var skipuð ríkisféhirðir 1. okt. 1933. Ég hef 19. JÚNÍ því haft embættið á hendi í 19 ár, en alls hef ég starfað í 42 ár við ríkisfjárhirzluna. Ég réðst sem skrifari til herra Valgarðs Claessen, sem þá var landsféhirðir, 2. ág. 1910. Var ég eini aðstoðar- maður hans í rúm 5 ár. Voru byrjunarlaun mín 35 kr. á mánuði, en vinnutími 8 stundir daglega. Þóttu þetta ekki slænr kjör í þá daga. Eftir 2 ár hækkaði ég upp í 50 kr. á mánuði, en upp frá því fóru launin smám saman liækkandi, þó voru þau ekki orðin hærri en kr. 333.33 á mánuði eftir 10 ára þjónustu.“ „Er ekki ríkisléhirðisembættið umfangs- og á- byrgðarmikið starf?“ „Embættinu fylgir mjög mikil ábyrgð, þar sem margar milljónir króna í peningum, tékkum og verðbréfum fara gegnum ríkisfjárhirzluna dag- lega. Allar tekjur ríkissjóðs eru greiddar inn til okkar, og hjá okkur fara launagreiðslur starfs- manna ríkisins fram, auk afborgana og vaxta- greiðslna af lánum ríkissjóðs. Þá fara greiðslur eftirlauna fram í ríkisfjárhirzlunni svo og útborg- un fjár til verklegra framkvæmda, menningar- mála og alls þess, sem fjárlögin ákveða á hverju Ásta Magnúsdóltir 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.