19. júní


19. júní - 19.06.1952, Síða 27

19. júní - 19.06.1952, Síða 27
unnar, en á liinn bóginn tróðu á réttindum hennar á sammannlegan mælikvarða. -------Þegar Gerður var knúin til að hætta skólagöngu og í’ara að vinna fyrir sér, leit hún ekki á það sem endanleg úrslit, heldur illa og óviðráðanlega töf á menntabraut sinni. Hún var staðráðin í að halda áfram námi, þó að hún liefði engrar hjálpar að vænta. Hún ákvað að nota hverja frístund til náms og halda svo spart á laun- um sínum, að hún yrði sem minnst og lielzt ekk- ert upp á móður sína komin, þegar hún hæfi skólanám að nýju, eftir að hafa lesið utan skóla einn vetur. En hún komst bráðlega að raun um, hve torvelt væri að fylgja slíkri áætlun, Jiegar beinlínis væri unnið gegn lienni á lieimili lienn- ar. Móðir hennar leit þessa fyrirætlun hennar ó- blíðum augum og hafði ótal ráð til að koma í veg fyrir, að hún kæmist í framkvæmd, ekkert var hæ gara'en trufla næði hennar með kröfum um hjálp við heimilisverkin og stuðla heldur að því, að hún drægist út í innihaldslítið skemmtanalíf, en hefði aðstöðu til námsiðkana. Auk þess varð henni ekki eins mikið úr launum sínum og hún hafði vænzt, það sem eftir varð, þegar hún hafði greitt móður sinni fyrir fæði og lnisnæði um hver niánaðamót, gerði sjaldan betur en hrökkva henni fyrir fatnaði og öðrum óhjákvæmilegum útgjöld- um. Hún sá fljótlega að torfærurnar á mennta- brautinni voru lienni óyfirstíganlegar stuðnings- laust og þegar hún sá sér ekki lengur fært að ná því marki, sem hún hafði upphaflega sett sér, dróst hún meira og meira frá fræðibókum sínum og barst stefnulítið með starfsfélögum sínum út í skemmtanir venjulegs æskufólks. Það varð Jró stuttur kafli af ævi hennar, rúmlega tvítug lofað- ist hún ungum verzlunarmanni, sem henni þótti vænst um af öllum piltum, sem hún hafði kynnzt, en samt var hún ekki í vafa um það, að hefði hún þá stundað Jrað nám, sem henni liafði svo mjög leikið liugur á, liefði lnin dregið giftinguna á langinn og lokið námi sínu fyrst, en eins og sakir stóðu fannst lienni ekkert ávinnast við að bíða. Ungu hjónin settu saman heimili af vanefnum °g ætluðu sér að vinna samhent að framgangi þess, en börn voru hið helzta, sem þeim bættist í búið, þrír glókollar, tveir drengir og ein telpa. Gerður reyndi að skyggnast djúpt inn í þessar barnssálir, hún hugsaði mikið um framtíð barn- anna sinna og hvaða veg Jrau mundu velja sér í nfinu, dagdraumar hennar flugu langt fram í 19. JÚNÍ tímann á vængjum ímyndunaraflsins, og einkum var Jrað dóttirin, sem henni var gjarnt til að brjóta heilann um. Stúlku er vandara að velja og standa við val sitt, Iiugsaði hún, fleira glepur þær og hindrar, en hún skal að minnsta kosti ekki þurfa að eiga í höggi við það, sem mér varð mest- ur þrándur í götu — skilningsleysið. ÖII börn mín og hvert þeirra um sig skal finna, að ég er jafnmikil móðir jreirra allra, lmgsaði hún. Meðan börnin voru enn á unga aldri, missti hún mann sinn og Jiá varð hún einnig að ganga þeim í föðurstað, tvöföld starfsbyrði hlóðst á hana, lienni bar að annast heimili sitt sem hverri annarri konu, en hún varð einnig að ganga út til að vinna, svo að börn hennar skorti hvorki brauð né klæði. Þá fékk hún að kynnast þeim bitra veruleika, hve örðugt er fyrir snauða og vegalitla ekkju að hafa upp á starfi, sem henni lientar. Hversu margfalt betur hefði hún verið á vegi stödd, ef hún hefði hlotið Jrá menntun í æsku, sem hugur hennar stóð til, Jrað starf, sem hún Jrá hefði búið sig undir, hefði orðið henni varasjóð- ur, og auk J:>ess hefði hún aldrei slitnað að fullu úr tengslum við slíkt starf Jrrátt fyrir hjúskap sinn og barneignir. -K Prófessorinn hafði lokið erindi sínu um sálar- líf kvenna og hneigði sig brosandi til að þakka lófatakið, sem glumdi í salnum. Eitt stærsta kven- félagið í bænum hafði fengið hann til að halda þennan fyrirlestur, sem hann hafði soðið saman úr bókarkafla, útvarpsfyrirlestri og tímaritsgrein, en á bak við þau skrif lágu erlend vísindarit, sem hann sótti fyrirhafnarlítið í niðurstöður sínar um sálvísindi. Þrátt fyrir sálfræðilega menntun sína og þær vísindalegu sannanir, sem fram komu í erindi hans um hlutfallslega líka hæfileika karla og kverina, átti þó prófessorinn í rauninni heima í þeim hópi manna, sem skipuðu konunni til óæðra bekks, hvað andlegt atgervi snerti. Hann hafði grun um, að með konunni byggi kraftur til and- legrar vakningar og sjálfstæðrar baráttu við hlið karlmannsins, en hann kærði sig ekki um, að hún vaknaði til meðvitundar um mátt sinn. Sennilega hafði hann drnkkið í sig með móðurmjólkinni yfirráðavilja sinn yfir konunni, og á uppvaxtarár- um hans hafði Jietta viðhorf færzt í fastara form, 13

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.