19. júní


19. júní - 19.06.1952, Síða 28

19. júní - 19.06.1952, Síða 28
þegar hann sá, hve honum var alltaf gert hærra undir höfði en systur hans. Þegar prófessorinn renndi í síðasta siiin augum yfir álieyrendurna, þeir voru farnir að rísa úr sæt- um, atliugaði hann, hvort liann kæmi ekki auga á Gerði. Þegar hann hafði verið nýbyrjaður að tala var gengið um aftari dyr salarins, þó að hann sæi konuna sem inn kom að vísu ekki rétt vel, þá gat hann þó ekki betur séð en það væri Gerð- ur, hún settist aftarlega og hvarf honum bak við aðra áheyrendur. Þegar hann kom fram í ganginn, sem lá að for- sal hússins, var hann umkringdur af allmörgum frúm, sem kepptust um að taka í hönd honum og þakka honum þennan stórfróðlega fyrirlestur, og ein þeirra sagðist nú bara hreint ekki skilja, hvernig nokkrum manni gæti enzt ævin til að komast að svo stórmerkilegum niðurstöðum, livað þá heldur vita þetta allt á svo ungum aldri. Pró- fessornum þótti lofið gott og kunni því hið bezta að vera talinn upphafsmaður að þeim aðfengna vísdómi, sem hann hafði hampað í erindi sínu. Það kitlaði einnig hégómagirnd lians, að þessar frúr, sem umkringdu hann, voru giftar ýmsum háttsettum borgurum, þær voru klæddar vönduð- um tízkuklæðum með Ijómandi hringa og eyrna- djásn, snyrtar af kunnáttu og sendu frá sér angan af dýrum ilmvötnum. Sá maður, sem er um- kringdur slíku kvenfólki, þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur um það, að hann hefur komizt áfram í heiminum. Hann hamlaði gegn því að berast með straumn- um, lét frúrnar síga af stað á undan sér, það var eins og hann ætti eitthvað ógert, eða væri að bíða eftir einhverju eða einliverjum. Honum varð aft- ur hugsað til Gerðar, hann hafði ekki séð hana fara fram ganginn, hann leit inn eftir ganginum, þarna stóð hún við innsta gluggann og horfði út. Hún var svo sem ekki að hafa fyrir því að koma til hans og þakka honum fyrir fyrirlesturinn, ef hann rangminnti ekki, þá hafði hún áður fyrr haft áhuga fyrir sálarfræði. Hann leit snöggvast til dyranna fram í forsalinn, síðustu konurnar voru að fara þar út, nú voru þau tvö ein eftir, systkinin. Þegar hann nálgaðist Gerði leit hún við, en sýndi ekki á sér neinn fagnaðarvott. — Komdu sæl, Gerður! sagði hann og rétti henni hönd sína. Hún endurgalt kveðju hans, handtakið var þétt eins og í fyrri daga, en höndin gróf, hann kunni því illa og Iiugsaði til þess með vandlætingu, hve mörgum konum, sem vinna heimilisstörf, er gjarnt til að vanrækja hendur sínar. Þegar hann gaf systur sinni nánari gaum linykkti honum við, svo mikill munur var á út- liti hennar og frúnna, sem rétt áður höfðu flykkst að honum og vottað honum hylli sína og hrifn- ingu. Andlit Gerðar virtist honuin óviðkunnan- lega nakið, því að enginn farði mýkti drætti sárr- ar reynslu og þreytu né gaf hörundinu lífgandi litblæ. Hatturinn, sem að mestu huldi sléttgreitt ltár hennar, var áreiðanlega fivorki frá þessu ári né næstu árum á undan og með öllu óskreyttur, kápan liennar var snjáð, í hæsta lagi var liægt að segja um Gerði, að hún væri þokkalega til fara. Hann undraðist, að hún skyldi ekki hafa vandað betur til búnaðar síns fyrst hún kom til að hlýða á fyrirlestur hjá honum, hún mátti þó vita, að áheyrendurnir yrðu ekki neinir larfar. Einu sinni var Gerður með honum í skóla, henni gekk vel og þótti álitleg stúlka, sem spáð var glæsilegri framtíð, en. það hafði lagzt lítið fyr- ir liana, það sá hann bezt nú, þegar liann stóð andspænis þessari fátæklegu og þunnleitu konu með þreytudrætti í andlitinu og vinnulnjúfar hendur. — Það er orðið langt síðan við höfum sést, Gerður, sagði liann. Þau höfðu áreiðanlega ekki sézt síðan við jarðarför mannsins liennar og síðan var meira en ár liðið. Hvernig hafði þessi tími eiginlega liðið? Jú, Iiann hafði haft mikið að gera síðastliðið vor og verið utanlands mest allt sumarið. Um jólin höfðu þau hjónin boðið Gerði og börnum hennar til jólaveizlu, bréflega, hún hafði líka svarað með bréfi, afþakkað og sagt, að þau kysu heldur að vera heima hjá sér. Hann hafði ekkert grennslazt eftir því, hvort hún hefði nokkra sérstaka ástæðu til að þiggja ekki boð eina nákomna skyldmenn- isins, sem hún átti í bænum, né heldur hvernig högum hennar væri háttað, hann lagði heldur ekki hugann að því nú. — Börnin frísk? spurði hann til þess að segja eitthvað. — Yfirleitt, svaraði hún. — Og þú sjálf? — Ég hef hestaheilsu, sagði hún og brosti við, henni kom ekki til hugar að hafa orð á því, að hún væri oft svo þreytt að það stappaði nærri sjúkleika. Hún hafði farið á fætur klukkan fimm þennan morgun til þess að vera búin að ræsta 19. J Ú N í 14

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.