19. júní


19. júní - 19.06.1952, Side 37

19. júní - 19.06.1952, Side 37
— í fyrsta skipti? Það er nú orðið aeði langt síð- an. Þá var ég kornung telpa, aðeins 9 ára að aldri. í Goodtemplarahúsinu í Reykjavík liéldu Vestur- Islendinoar skemmtisamkomu. Móðir mín var o heðin um að láta mig leika nokkur lög fólkinu til skemmtunar. Það þótti góð og nýstárleg skemmt- un, að sjá litla telpu-hnyðru koma inn á leiksvið- ið, sýna sig og spreyta sig á ldjóðfærinu. Þetta tókst stórslysalaust. Ég lék nokkur létt lög, sem virtust falla fólki vel í geð. Fyrstu sjálfstæðu hljómleikana hér heima, hélt ég árið 1936. — Og verkefnið? — Mig minnir, að það hafi ekki verið valið af verri endanum. Mér eru minn- isstæðir þessir tónleikar yðar, frú Margrét. Wald- steinssónata Beehovens, og Myndir á sýningu eft- ir Mussorgskij, gera miklar kröfur til þess, sem leikur. Ég man, að þér túlkuðuð þessi verk með listrænni prýði, myndugleik og næmum skiln- ingi. Það var auðheyrt á jresstun fyrstu tónleikum yðar; að þér höfðuð stundað námið af kappi og skilningi — og verið heppnar með kennara. — Éleiri konsertar hér? — Erlendis? — í Reykjavík hef ég haldið fjóra sjálfstæða hljómleika. Einnig hef ég leikið á ísafirði, Siglu- firði og svo hér á Akureyri. Meðan ég stundaði nám í Lundúnum, spilaði ég tvisvar fyrir nem- endur í Cambridge. Einnig spilaði ég nokkrum sinnum fyrir ýmsa aðra skóla. Við það fékk ég töluverða þjálfun í að koma fram. Eiginlega var það einn liðurinn í kennslunni, að gefa okkur Éost á að konta fram opinberlega. Ég sóttist frek- ar eftir því en hitt, því að ég fann, að það var mér vinningur. Með tímanum varð ég öruggari í ná- vtst hlustenda. Einstaka sinnum var ég heppin á hljómleikapallinum. Síðla vetrar árið 1939 hélt Éondon Musical Festivel Beetiioven-keppni. Ég spilaði sónötu í d-moll, op. 31, no. 2. Þátttakend- Ur voru 150. Heppnin var með mér, því að ég vann fyrstu verðlaun, og áskotnaðist ljómandi fallegur silfurbikar. Einnig kom það fyrir, að Éamingjan var mér hliðholl í sambandi við styrk- veitingar. Mér var veittur styrkur, er ég stundaði Oam á Royal College of Music. Einnig þegar ég Var við nám á Konungalega músikk-Academíinu 1 Lundúnum. Þetta voru ekki háar upphæðir, en Éomu sér Jró ákaflega vel, því oft var mjög erfitt lueð peninga og yfirfærslu, en námið afar dýrt. Sannarlega varð að halda spart á. Fyrir kom, að ekki var til eyrir fyrir sporvagns-fari. En alltaf rættist einhvern veginn úr erfiðleikunum. J9. JÚNÍ — Og svo kom að því, að Akureyri freistaði yðar? Þér haíið verið kennari og skólastjóri Tón- listarskólans þar? Um áramótin 1945—’46 fór ég til Akureyrar. Ég stundaði kennslustörf, og var skólastjóri Tón- listarskólans í 3—4 ár. Ég hef alltaf haft mjög mik- inn áhuga á kennslustörfum. En nú er svo komið fyrir mér, að ýms önnur störf vérða að sitja í fyr- irrúmi. Ég á heimili og ung börn, sem ég verð að helga alla krafta mína — að minnsta kosti í bili. En sannarlega er tónlistaráhugi minn alltaf sam- ur. Ég hef ekki algjörlega lagt tónlistarkennslu á liilluna, — en þó að mestu leyti. — Vonandi, að þjóð okkar megi í framfíðinni njóta hælileika yðar og Jrekkingar — þótt hlé verði um nokkurt skeið. Okkur er nauðsynlegt, að afburða listamenn og konur miðli okkur af kunnáttu sinni og listsköpun. Þeim ber að færa okkur nær töfraheimi klassísku meistaranna, flytja okkur boðskap fegurðar og tignar hinna dásamlegu tónverka Jjeirra. Ég kveð frú Margréti Eiríksdóttur. Mikið starf bíður hennar á vettvangi heimilisins. Hún er liúsfreyja á stærsta menntasetri Norðurlands. Traust og sterk stendur hún við hlið bónda síns, Þórarins Björnssonar skólameistara. Bjarnveig Bjarnadóttir. Vigdís Kristjdnsdóttir málari Frú Vigdís Kristjánsdóttir málari og gobelin- vefari hafði um páskaleytið í vor sýningu á verk- um sínum í Reykjavík. Er Jrað í fyrsta sinn, sem gobelinvefnaður, unninn af íslenzkri konu, er sýndur hér á landi. ' Gobelinvefnaður er nijög seinuninn, og Jjví er Jrað venja að málarar búa til fyrirmyndirnar, sem svo aðrir vefa eftir, en frú Vigdís málar sjálf fyrir- myndir sínar. Hefur lienni tekizt að móta Jrær svo Jrjóðlegum æfintýrablæ, að engum dylst að þar hefur íslendingur verið að verki. Ritstjórn 19. júní fannst Jrví vel til fallið að leita fregna hjá frú Vigdísi um námsferil hennar og fyrirætlanir. — Hvað heldurðu að þú hafir verið gömul, þegar Jrér skildist að Jrú yrðir að læra að mála? — Því er ekki auðvelt að svara. Ég man ekki fyrr eftir sjálfri mér en hrifni minni og sælli gleði yfir hreinleika, tign og anðgi íslenzkrar náttúru, 23

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.