19. júní - 19.06.1952, Page 41
heima í Vonarstræti 12 í Reykjavík. Við unnum
saman í stjórn Lestrarfélags kvenna Reykjavíkur,
og var hún ein af stofnendum þess félagsskapar.
Theódóra gerðist brátt lífið og sálin í félaginu og
voru þær frændsystur hennar, Ólína og Herdís
Andrésdætur, oft gestir á fundum okkar. Við
höfðum stolnað mánaðarrit innanfélags, og var
þar mörg frásögnin skemmtileg og fróðleg og
ferskeytlur, hringhendur og þulur vel kveðnar.
Var stundum kveðist á á fundum félagsins, og
kvað frú Theódóra okkur að jafnaði í „kútinn“
— þó oft værum við margar á rnóti henni. — Við
sögðum lienni, að þetta væri enginn vandi fyrir
hana, því að vantaði liana vísu, þá kvæði hún
bara samstundis eina! Margar af greinum Mán-
aðarritsins voru birtar í blöðum og tímaritum —
og margir munu minnast þess, að þulurnar henn-
ar Theódóru komu út í sérstakri bók árið 1916,
prýddar teikningum eftir Guðmund Thorsteins-
son listmálara, systurson lrú Theodóru. Önnur
ótgáfa kom út árið 1938, og sú Jniðja árið 1950.
Ennfremur birtust á prenti árið 1920 nokkrar af
smásögum Theódóru undir nafninu „Eins og
gengur". Voru flestar þessar sögur skrifaðar fvrst
fyrir Mánaðarritið eða Jrá lesnar upp á félags-
fundum. Hefur frú Theódóra oft sagt við mig:
oÞessar ritsmíðar mínar hefðu að líkindum aldrei
orðið til, hefði ég ekki verið í Lestrarfélaginu og
íofað að skrifa eitthvað í blaðið okkar. Ég vildi
ekki svíkja Jrað.“ Þessi síðustu orð lýsa Theódóru
Veh Hún vildi ekki bregðast trausti neins! Smá-
sagan „Skuldin", sem var í 1. árg. Mánaðarritsins
arið 1912 vakti nrikla eftirtekt og nokkrar ritdeil-
Ur innan félagsins.. Sú saga var alllöngu síðar
Prentuð í Helgafelli. í Skírni skrifaði frú Theó-
óóra allmargar greinar. Má Jrar nefna „Þulur“,
arið 1913 og „Ofan úr sveitum". Ennfremur
»E)raumljóð“, árið 1916. í þulugreininni lýsir
hún gildi smásagnanna og þululjóðanna fyrir
oppeldisstarfið. — Hún Jrekkti þann sígilda sann-
^eika, að þulur, ljóð og sögur eru ágætt uppeldis-
meðal. Með Jreim er oft hægt að kaupa sér frið og
r° meðal unga fólksins, sem ella fengist ekki,
rienia ef vera skyldi að handavinna eða eitthvert
föndur eða fítl gæti tekið hug barnanna. Ég man
sv° glöggt glampann í augum frú Theódóru, er
luin eitt sinn sýndi mér krosssaumsdúka og smá-
Pjotlur, er börnin liennar höfðu saumað og prýtt
°o það drengirnir engu síður en telpurnar. —
f g' heimsótti skáldkonuna nú l'yrir skömmu á
JÚNÍ
heiinili Sigurðar verkfræðings, sonar hennar. Þar
sat hún hjá myndunum sínum og steinasafninu
og saumaði gleraugnalaust í sessu lianda einu
barariabarninu sínu. Öll vilja Jrau eignast grip, er
nnna héfur búið til. Það er alltaf einhver sérstak-
ur blær yfir vinnunni hennar Theodóru. Hið list-
ræna hefur verið og er enn þrátt fyrir rnörgu ár-
in, sterkur Jráttur í lífi og starfi hennar og hefur
haft sín álirif í uppeldi unga fólksins í kringum
hana.
Þegar Stephan G. Stephansson heimsótti ís-
land, árið 1917, var hann til heimilis í Vonar-
stræti 12. Þar orti hann kvæði fyrir Landsspítala-
sjóðsdaginn — daginn, sem á Jieim dögurn var oft
nefndur „Kvennadagurinn". — Var kvæði Jtetta
sungið 19. júní, er skemmtanir fóru fram til
ágóða fyrir byggingu Landsspítalans. Eitt af er-
indum kvæðisins hefur skáldið skrifað í minnis-
bók frú Tlieódóru. F.r Jrað svo hljóðandi:
„En fremst eru þær af freyjum lands
og fegurst Jreirra minni,
sem góðum ástum göfugs manns
ei glötuðu neinu sinni.
Þó hárið yrði hvítagull
og héla á kinnum rjóðum,
með frjálsan hug og hjörtu full
af lilýjum vögguljóðum."
Og nú er hárið Jritt sem hvítagull, kæra vin-
kona, „og héla á kinnum rjóðum“, en hugurinn
frjáls og hjartað fullt af hlýjum og sterkum minn-
ingum fyrri daga. — Njóttu Jreirra lengi!
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Skrifstofa K.R.r.í. er opin þrisvar í vikn sem hér segir:
A þriðjudögmn kl. 4—6 síðd., formaður félagsins til viðtals.
Á fimmtudögum kl. 4—6 síðd., afgreiðsla fvrir Menningar-
og minningarsjóð kvenna.
Á föstudögum kl. 4—6, gjaldkeri K.R.F.Í. til viðtals.
*
Konur, utan Reykjavfkur, sem kynnu að vilja scnda „19.
júní" greinar til birtingar á næsta ári geta sent þær til skrif-
stofu K.R.F.Í., Skálholtsstíg 7, hvenær sem er á árinu, þó eigi
sfðar en svo, að þær séu komnar til skrifstofunnar fyrir marz-
mánaðarlok 1953.
*
ATHUGIÐ: Nokkur eintök af hlaðinu frá fyrra ári (1951)
cru cnn fáanlcg á afgtciðslu blaðsins.
27