19. júní


19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.1952, Blaðsíða 42
SVAVA JÓNSDÓTTIR Fáein orð um fátækt og auðæfi I Lengi hefur skipt í tvö liorn unr skoðun manna á auðæfum eða fátækt landsins okkar. Við, sem nú erurn roskin, lukum upp augun- uin við sönginn um fátæktina, lærðum ,,fáir, fá- tækir, smáir“ litlu síðar en signinguna. Enda var þá erfitt að bera á móti sannleiksgildi þeirra: Fáir voru íslendingar, lítið fleiri en íbúar meðal- þorjrs í nágrannalöndunum, smáir verða þeir ævinlega sem einangrun, örbirgð og kúgun leggja á sínar afskræmandi hendur og sannarlega voru þeir fátœkir, því að segja má að allt vantaði, skip- in, húsin, vegina, verkfærin, vélarnar, en fátæk- astir voru þeir þó í rótgróinni vantrú á landið og — þjóðina. En þetta hefur breytzt eins og allt annað. Haf og land geymdu í skauti sínu meiri auðæfi og guldu erfiðið ríkulegri gjöfum en nokkur hafði þorað að vona. Annar tónn kveður nú við. Nú tölum við um auðæfi landsins: gjafmildi moldarinnar, gnægtir hafsins, afl fossanna, hita hveranna, að ógleymdum draumunum um skóg- rækt og námugröft. Já, að ógleymdum öllum ó- Ijósum draumum um auðæfi og framfarir, sem alltaf þurfa að fara á undan liverri kynslóð, svo henni takist að fíreyta í framkvæmdir jrví sem áður var fjarstæða að klæða í orð. II En ein eru þau auðæfi landsins, sem okkur verður ekki svo tíðrætt um (enda sýnist það bögglast fyrir brjóstinu á okkur að viðurkenna þau sem dýrmætustu auðæfin og þau sem mestu skipta) — fólkið í landinu, við öll sem þetta land erfðum og eigum. Jafnvel gjöfulustu fiskimið láta aðeins gull sitt falt fyrir þrotlaust erfiði og — því miður — þung- bærar fórnir. Mannshöndin verður að „rista með reku og plóg sínar uppskerubænir ;í yfirborð jarðar" áður 28 Svava Jónsdóttt) en henni hlotnast bænheyrsla uppskerunnar. Ef við liugsum okkur um, eru það þá ekki fá af gæð- um lífsins senr við njótum nema fyrir vinnu, ef ekki okkar eigin, þá fyrir vinnu óteljandi annarra manna, Jafnvel þeir sem svo eru settir að þeim má lýsa með orðum Kiplings: „Þeir synir Maríu sitja í náðum, Jreim sæla hlutskiptið féll í skaut,“ verða að njóta sona Mörtu, en „þeir skulu stjórna hverju hjóli, þeir hlaða skulu vagn og knör“. Hvernig sem því er velt og snúið fyrir sér, þá verður alltal’ vinnan ntóðir auðæfanna, vinna ein- hvers, einhvers staðar. En hví er fjölyrt Iiér um þessar hversdagslegu staðreyndir, sem allir viður- kenna? Já viðurkenna í orði, en í verki? Er virð- ing okkar fyrir vinnunni sérstaklega rótgróin og fyrirferðarmikil í daglegu lífi? Er nytsamt, lieið- arlegt starf unnið af árvekni og yfirlætisleysi, lík- legast til veraldlegs frama og farsældar? Er Jrað liönd eljumannsins, sem stjórnar veröldinni í dag? Og hvernig er svo afstaða okkar til með- bræðranna? Gleymum við því aldrei að það er maðurinn sjálfur — mannsbarnið — hversu hrjáð, 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.