19. júní


19. júní - 19.06.1955, Síða 27

19. júní - 19.06.1955, Síða 27
Jakobína Sigurðardóttir: DIMMUBORGIR Sæl og heit af sumargöngu sólin býst til nœturhvíldar dokar við og dýrum gróðri dals og heiða sendir kossa. Allir litir Ijóss ogskugga leika sér i dansi um vatnið rautt og bldtt og gnent og gullið grdu ogsvörtu faðminn bjóða. Fram á austurloftið líður löngum skrefum bleikur máni stórum augum undrast þessa unaðsbirtu júlíkveldsins. En að baki byggða ogstranda biður stœrsta œvintýrið Dimmuborgir. Dimmuborgir draga tilsín augu mín. Milt i sœlli kvöldsins kyrrð lit ég átök lifs og dauða, langa skugga vetrarnátta, heitar óskir hvitra brjósta, hungurgöngur manna og dýra, bjartan draum ivögguvoðum verjast nöktum kjúkum feigðar. Berurjóður blómum þakið brosir við og laðar augun, en i hnakkann grdðugt gusta grimmar sjónir bleikrar vofu, lifsins dýrð og dauðagrímur Dimmuborgir fyrst og hinzt. 19. JÚNÍ Hér er enginn áttavilltur, enginn stígur hinum fremri Allar leiðir laða og hrinda, Ijós og dul i hverju spori Og með heitri eftirvænting dfram brýzt sú töfrum numinn Við hvert leiti opnast augum undur nýrra kynjaheima, likt og glettnir guðir hafi gengið hér að œskuleikjum, dtt það markmið 'eitt aðskapa allt, sem mennskan huga grunar milli svefns og sólan<öku, seiði vors og nornagaldri slöngvað saman og þau undur öll. i steinsins drdpu sungið Dagsins birta — draumsins leyndir Dimmuborgir fyrst og hinzt. Eleil og sccl á sumarnóttu, systir kœr i Dimmuborgum, fjötruð sandsins feigð að hdlfu faðminn teygir þií mót himni. Ilmsins Ijóð Qg litatöfra leggur þú i foldarkvœðið, beinum stofni stolt og tigin storkar foksins auðnarmœtti Fagurlaufguð lifsins dóttir limi grœnu hlœr við dauða. Veit i frjóvi vaxtarmáttinn vonum trúan,sigri borinn „Kirkjan" i Dhnmuborgum Stofninn þinn égþögul kyssi þjóðar minnar dttaviti. Dóttir lifsvið dáuðann teflir Dimmuborgir fyrst og hinzt. Dimmuborgir. — Di mmuborgir. Dul og kynngi nafnið felur Veit ég þar d vetrarkvöldum vofuleiki d stirndum sköflum. En i nótt að seiði sitja sigurreifar lifsins vættir meðan dans d bjarkablöðum blóðbergstó og lyngi stiga dlfar Ijóss og léttir skuggar lcika sér við hvamm og dranga Imist í skútum gjóta glyrnum gamlir draugar vetrarhúmsins gretta sigvið galdri hvitum gamna sér við snjó i sprungu. Og i sumaróðinn blandast angurtónar, fró og grdtur dauðageigur, draumur lifsins Dimmuborgir fyrst og hinzt. 13

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.