19. júní


19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 27

19. júní - 19.06.1955, Blaðsíða 27
Jakobína Sigurðardóttir: DIMMUBORGIR Sæl og heit af sumargöngu sólin býst til nœturhvíldar dokar við og dýrum gróðri dals og heiða sendir kossa. Allir litir Ijóss ogskugga leika sér i dansi um vatnið rautt og bldtt og gnent og gullið grdu ogsvörtu faðminn bjóða. Fram á austurloftið líður löngum skrefum bleikur máni stórum augum undrast þessa unaðsbirtu júlíkveldsins. En að baki byggða ogstranda biður stœrsta œvintýrið Dimmuborgir. Dimmuborgir draga tilsín augu mín. Milt i sœlli kvöldsins kyrrð lit ég átök lifs og dauða, langa skugga vetrarnátta, heitar óskir hvitra brjósta, hungurgöngur manna og dýra, bjartan draum ivögguvoðum verjast nöktum kjúkum feigðar. Berurjóður blómum þakið brosir við og laðar augun, en i hnakkann grdðugt gusta grimmar sjónir bleikrar vofu, lifsins dýrð og dauðagrímur Dimmuborgir fyrst og hinzt. 19. JÚNÍ Hér er enginn áttavilltur, enginn stígur hinum fremri Allar leiðir laða og hrinda, Ijós og dul i hverju spori Og með heitri eftirvænting dfram brýzt sú töfrum numinn Við hvert leiti opnast augum undur nýrra kynjaheima, likt og glettnir guðir hafi gengið hér að œskuleikjum, dtt það markmið 'eitt aðskapa allt, sem mennskan huga grunar milli svefns og sólan<öku, seiði vors og nornagaldri slöngvað saman og þau undur öll. i steinsins drdpu sungið Dagsins birta — draumsins leyndir Dimmuborgir fyrst og hinzt. Eleil og sccl á sumarnóttu, systir kœr i Dimmuborgum, fjötruð sandsins feigð að hdlfu faðminn teygir þií mót himni. Ilmsins Ijóð Qg litatöfra leggur þú i foldarkvœðið, beinum stofni stolt og tigin storkar foksins auðnarmœtti Fagurlaufguð lifsins dóttir limi grœnu hlœr við dauða. Veit i frjóvi vaxtarmáttinn vonum trúan,sigri borinn „Kirkjan" i Dhnmuborgum Stofninn þinn égþögul kyssi þjóðar minnar dttaviti. Dóttir lifsvið dáuðann teflir Dimmuborgir fyrst og hinzt. Dimmuborgir. — Di mmuborgir. Dul og kynngi nafnið felur Veit ég þar d vetrarkvöldum vofuleiki d stirndum sköflum. En i nótt að seiði sitja sigurreifar lifsins vættir meðan dans d bjarkablöðum blóðbergstó og lyngi stiga dlfar Ijóss og léttir skuggar lcika sér við hvamm og dranga Imist í skútum gjóta glyrnum gamlir draugar vetrarhúmsins gretta sigvið galdri hvitum gamna sér við snjó i sprungu. Og i sumaróðinn blandast angurtónar, fró og grdtur dauðageigur, draumur lifsins Dimmuborgir fyrst og hinzt. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.