19. júní


19. júní - 19.06.1970, Side 24

19. júní - 19.06.1970, Side 24
Sigurlín Gunnars- dóttir, jorstöðukona fíorgarspítalans. Skipulag og umhyggja 1 hverju jelsl starj þitt? I stultu máli er það aðallega stjórnunar- og skipulags- störf, og í samráði við deildarhjúkrunarkonu er ég ábyrg fyrir verkstjórn og hagræðingu á deildinni. Enn- fremur, að nægjanleg hjálpar- og hjúkrunargögn séu fyrir hendi, til þess að unnt sé að veita góða þjónustu. 1 minn verkahring fellur eflirlil með störfum og kennslu hjúkrunarnema, sem dveljast á spítalanum hluta úr sínu námi. Skipulegg ég einnig námskeið í sjúkra- hjálp, sem eru haldin árlega. Annast ráðningar til hjúkr- unarstarfa og fleiri þjónustustarfa. Mjög náið samstarf er á milli mín cg hjúkrunarliðs, en samband mitt við sjúklingana er minna, og sakna ég þess, en það hlutverk fel ég að mestu leyti aðstoðarforstöðukonu. Mikill hluti af tíma mínum fer í viðtöl, og þá hef ég fundi með starfsliði og sil einnig fundi með Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkurborgar, en hún ræður forstöðukonu, og ber ég ábyrgð gagnvart henni og framkvæmdastjóra hennar. Viltu segja okkur eitthvað um undirbúning að opnun Borgarspítalans? Þegar byggja þarf frá grunni, er undirbúningsstarfið mjög þýðingarmikið. Margar spurningar vakna, viðvíkj- andi fyrirkomulagi, búnaði öllum og vinnuhagræð- ingu; margt að athuga, ákvarðanir teknar og áætlanir gerðar og síðar unnið eftir þeim. Allt þetta krefst ná- kvæmni og mikillar vinnu. Deildirnar eru ólikar inn- byrðis, og hver hefur sínu hlutverki að gegna. Það voru ótrúlega margir aðilar, sem unnu að undir- búningsstarfinu, sem krefst mikillar samvinnu og gagn- kvæms skilnings. Hvar hejur þú hlotið jnna hjúkrunarmenntun? Ég brautskráðist frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1951 og hef alltaf unnið við hjúkrunarstörf síðan, bæði heima og erlendis. Árið 1960 fór ég í náms- og kynnisför til Englands varðandi sjúkrahússtjórn og dvaldist þar í sex mánuði, og árið 1963 fékk ég stvrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (World Heallh Organisation) lil þess að stunda fram- haldsnám í spítalastjórn í Danmörku í eitt ár. Áður en ég tók við starfi minu hér, fór ég í 3ja mánaða kynnis- för til Norðurlandanna, sem mjög var lærdómsrík, og fékk ég styrk til þeirrar ferðar frá Evrópuráði. Fara hjúkrunarkonur rnikið til framhaldsnáms? Því miður eru þær miklu færri en æskilegt væri, því að þörfin er mikil fyrir hjúkrunarkonur með framhalds- menntun, á ég þá einkum við í hjúkrunarkennslu, spít- alastjórn og heilsuvernd: En nokkrar hjúkrunarkonur eru á hverju ári við margs konar sérhæfingu i hinum ýmsu greinum innan hjúkrunar. Er ekki hægt að stunda jramhaldsnám hér heima? Það er hægt að sérhæfa sig í tveim greinum, skurð- stofuhjúkrun og röntgenhjúkrun, en stærsti þátturinn i þessu hvoru tveggja er starfsþjálfunin. Á Landsspítal- anum slendur núna yfir skipulögð kennsla í svæfingum fyrir hjúkrunarkonur. Hvað er gert aj hálju stofnunarinnar til að viðhalda og auka j)ekkingu hjúkrunarkvenna? A Borgarspítalanum hafa undanfarin 3 ár verið skipu- lagðir fyrirlestraflokkar fyrir hjúkrunarkonur spítalans, og einnig er þeim oft boðið að hlusta á fyrirlestra, sem fræðslunefnd lækna Borgarspítalans annast. Handbækur fyrir hjúkrunarkonur eru á öllum deild- um, sem gerir þeim kleifl að lesa sér til, og hér er sérstakl bókasafn fyrir starfslið, og er verið að byggja upp góðan bóka- og tímaritakost fyrir hjúkrunarkonur. Er skipulögð endurhœfing fyrir lijúkrunarkonur? Fyrsta endurhæfingarnúmskeiðið fyrir hjúkrunarkon- ur hér á landi var haldið í Borgarspítalanum á s.l. ári, og var það miðað við störf á handlækninga- og lyflækn- ingadeildum. Það stóð í 4 vikur og sótlu það 9 hjúkr- unarkonur, en við áttum von á almennari áhuga meðal hj úkrunarkvenna. Kennslan var bæði verkleg og í fyrirlestraformi. Hver var árangurinn? Hjúkrunarkcnurnar voru mjög ánægðar með nám- skeiðið og flestar eru nú við hjúkrunarstörf. Ég tel þvi þetta námskeið hafa borið góðan árangur. Framhald á hls. 25 19. J ú n í 22

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.