19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 29

19. júní - 19.06.1970, Page 29
Þegar Hagsmunasamtök einstæðra íoreldra voru stofnuð á sl. liausti, gerðum við okkur, sem að stofnun- inni áttum nokkurn hlut, það ljóst, að framundan væri mikið og erilsamt starf, iðulega vanþakklált. Það hefur á hinn bóginn frá fyrstu stundu orðið samtökunum ótrú- legur styrkur, hversu einhuga félagsmenn hafa slaðið saman, áliugi á fundum almennur og ótvíræður skilning- ur á því, að engin kraftaverk gerðust í einni svipan, lieldur yrði að reyna að þoka málunum hægt og bítandi áleiðis, ef við ættum að gera okkur vonir um að þau næðu fram að ganga. Því að vissulega er mikilla og margra leiðréttinga þörf. Vandamálin eru af öllum toga, félagsleg ekki síður en fjárhagsleg. Þó svo að við leljum okkur víðsýna og yfirmáta skilningsríka þjóð, íslendingar, umburðalynda og sérlega gáfaða, koma þær gáfur og sú víðsýni ekki alltaf fram í viðhorfi til einstæðra foreldra og barna þeirra. Þar á ég bæði við opinbera aðila og einstakl- inga. Þrátt fyrir allt frjálslyndishjal er það vansæmd á Is- landi að eiga barn, án þess að vera í hjónabandi. En þjóðfélagið bannar fólki ekki að eiga börn utan hjóna- bands - heldur refsar þeim bara dálítið á eftir. Þó svo að mér þyki nú persónulega félagsleg vandamál ein- stæðra foreldra miklum mun áhugaverðari og marg- slungnari en fjárhagshliðarnar, þá er mér ljóst að þessi mál grípa svo hvort inn í annað, að erfitt er að ætla sér að aðgreina þau í nokkurri alvöru né heldur unnt að gera þeim skil í stutlu máli. Eg vendi því mínu kvæði í kross og ætla að gera stutta grein fyrir þeim baráttu- málum helzlum, sem samtökin hafa unnið að síðan þau voru stcfnuð. í fyrsta lagi eru þau mál sem að tryggingum lúta og eru óskir okkar í því efni þessar helztar: að barnalífeyrir verði hækkaður þannig að hann nái Jóhanna Kristjónsdóttir: Hagsmimasamtök einstæðra foreldra fullum helmingi af eðlilegum framfærslukostnaði barns. að barnalífeyrir verði greiddur, ef barn hefur misst móður sína eða ef hún er öryrki, á sama hátt og lífeyrir er nú greiddur með barni látins föður, eða föður sem er öryrki. að barnalífeyrir verði greiddur til átján ára aldurs í stað sextán nú. að heimilt verði að greiða uppból á mæðralaun, ef sýnl er að einstæð móðir kemst ekki af án þess. Einnig verði heimilað að veita einstæðum föður, sem heldur heimili fyrir börn sín, sambærilega aðstoð, ef tekjur hans hrökkva ekki til heimilishalds. að greiðsla vegna barnsfararkostnaðar, skv. 80. grein Iryggingarlaganna verði hækkuð. að fráskilinni konu, sem hefur fengið úrskurð um greiðslu á lífeyri frá fyrrverandi eiginmanni, verði heimilað að fela Tryggingarstofnuninni að hafa milli- göngu um innheimtu þessa lífeyris í eitt ár, ef hún hefur börn á framfæri og verði þar um sömu upphæðir að ræða og ekkju eru greiddar, skv. 19. grein tryggingar- laganna. Rétlur skv. þessari grein ætti einnig að ná til ekkjumanna. Um öll þessi atriði finnst mér lítið þurfa að orð- lengja, þar sem flestum réttsýnum mönnum ætti að vera Ijóst að öll eru þau á sanngirni og rökum reist. í öðru lagi eru skattamálin, og er ranglætið þar ekki síður hróplegt. Það liggur í augum uppi að misræmi er í því að gift kona sem hefur fyrirvinnu, fái helming tekna sinna frádreginn til skatts, en komi að því að hún missi þessa fyrirvinnu, er hún allt í einu skattlögð eins og einhleypingur. Mjög takmarkað tillit er tekið til Framhald á bls. 30. 19. JÚNÍ 27

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.