19. júní - 19.06.1970, Page 36
Á liðnu ári hafa 7 félagskonur K.R.F.Í. ládzt hér í
Reykjavík. Allra þeirra góðu félaga vill 19. júní, blað
félagsins minnast með söknuði og þakklæti fyrir sam-
starf og samheldni í félaginu á liðnum árum.
Þjóðbjörg Þórðardóttir var fædd á Nýlendugötu 21
t Reykjavík, 26. okt. 1889. Foreldrar hennar voru Guð-
rún Jónhannsdóttir og Þórður Narfason, smiður frá
Stíflisdal í Þingvallasveil. Þjóðbjörg stundaði nám í
Kvennaskóla Reykjavíkur og seinna lauk hún kennara-
prófi í Kennaraskóla og kenndi í 8 ár við Miðbæjar-
barnaskólann. Flún giftist Jörundi Brynjólfssyni alþing-
ismanni og bjuggu þau saman 19 ár í Skálholti í Bisk-
upstungum. Þau eignuðust saman 5 börn sem upp kom-
ust og eru öll á lífi, þau eru: Haukur, skólastjóri á Hól-
um, Guðrún og Guðleif, tvíburasystur, báðar húsmæður,
Þórður, kennari, og Auður, húsmóðir. Þjóðbjörg og
Jörundur slitu samvistum.
Þjóðbjörg starfaði mikið í Kvenfélagi Framsóknar-
flokksins, sat oft á Landsfundum Kvenréttindafélags Is-
lands og var fulltrúi á fundum Bandalags kvenna í
Reykjavík og lét jafnan að sér kveða. Hún var ein af
stofnendum Kvenfélags Biskupstungna og var ritari i
stjórn þess. Þjóðbjörg var orðlögð gáfukona og víðles-
in. Hún lézt 4. júní 1969, tæpra 80 ára að aldri.
Sigurveig Vigjúsdóttir fæddist að Völlum í Svarfaðar-
dal 26. apríl 1881. Hún var dóttir hjónanna Vigfúsar
Hjörleifssonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Ung að ár-
um fluttist hún með foreldrum sínum að Ferjubakka í
Axarfirði og ólst upp á bakka Jökulsár á Fjöllum. Árið
1901 giftist Sigurveig Guðna Þorsteinssyni, múrara-
meistara, og eignaðist með honum tvö börn: Björgu,
söngkonu, sem gifl er Eiríki Pálssyni, lögfræðingi, for-
stjóra Sólvangs og Guttorm, kvæntan Emilíu Sigurðar-
dóttur
Sigurveig var í Kvenrétlindafélaginu frá fyrstu tíð og
starfaði þá af áhuga með Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, hún
var og mikil bindindiskona, þjóðholl í skoðunum, söng-
elsk og fróðleiksfús.
Hún lézt 3. nóv. 1969.
Svava Jónsdóttir jrá Haukagili var fædd 30. okt. 1902.
Foreldrar hennar voru Guðný Jónsdóttir og Jón Sig-
urðsson, alþingismaður Mýrasýslu ,bóndi á Haukagili
í Hvítársíðu. Svava lét jafnan til sín taka réttinda- og
mannúðarmál, ekki sízt þau er snertu mæður og börn.
Brostnir hlekkir
Hún var um skeið í ritstjórn Mæðrablaðsins, sem gefið
var út á vegum Mæðrastyrksnefndar, meðan Laufey
Valdimarsdóttir var ritstjóri þess.
Svava giftist aðeins tvítug að aldri, Halldóri Guðjóns-
syni, skólastjóra í Vestmannaeyjum. Sonur þeirra er
Sigurður Halldórsson, rafmagnsverkfræðingur. Svava
og Halldór samvistum, og eftir það gegndi hún ýmsum
um skrifstofustörfum, vann lengi hjá Alþýðusambandi
íslands, en lengst starfaði hún á skrifstofu borgarlækn-
isembættisins eða óslitið meðan kraftar entust, en hún
lézt eftir stutta legu hinn 6. des. 1969.
Svava Jónsdóttir var fluggáfuð, skemmtilega ritfær,
víðlesin og prýðilega að sér í tungumálum, sem hún
iagði líka sérstaka rækt við. Hún hafði mikið yndi af
ljóðum og átti sérstætt safn Ijóðabóka. Innan við tví-
tugt lauk Svava verzlunarskólaprófi, en hélt svo áfram
tungumálanámi og var sífellt að læra. Hún var líka ágæt-
lega námfús. Svava var hógvær í framkomu, og í návist
hennar ríkti óstúð og mildi. Á sl. hausti var hún kosin
í ritstjórn 19. júní, blaðs K.R.F.I., en starfskrafta henn-
ar naut of skammt, hennar, sem alltaf lagði góðum mál-
efnum lið með hyggindum, hugkvæmni og raunsæi.
Viktoría Jónsdóttir Kaldalóns var fædd 1. júlí 1914,
dóttir hjónanna Jónínu Jónasdóttur og Jóns Sigurðsson-
ar, skipstjóra hér í Reykjavík. Hún lauk prófi frá
Kvennaskóla Reykjavíkur og var síðan eitt ár við verzl-
unarskólanám í Englandi, eftir það starfaði hún um
fjölda ára í Landsbanka Islands.
Viktoría giftist fyrir hálfu þriðja ári Snæbirni Kalda-
lóns, fulltrúa. Hún lézt hinn 29. des. 1969.
34
19. JÚNÍ