19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 36

19. júní - 19.06.1970, Qupperneq 36
Á liðnu ári hafa 7 félagskonur K.R.F.Í. ládzt hér í Reykjavík. Allra þeirra góðu félaga vill 19. júní, blað félagsins minnast með söknuði og þakklæti fyrir sam- starf og samheldni í félaginu á liðnum árum. Þjóðbjörg Þórðardóttir var fædd á Nýlendugötu 21 t Reykjavík, 26. okt. 1889. Foreldrar hennar voru Guð- rún Jónhannsdóttir og Þórður Narfason, smiður frá Stíflisdal í Þingvallasveil. Þjóðbjörg stundaði nám í Kvennaskóla Reykjavíkur og seinna lauk hún kennara- prófi í Kennaraskóla og kenndi í 8 ár við Miðbæjar- barnaskólann. Flún giftist Jörundi Brynjólfssyni alþing- ismanni og bjuggu þau saman 19 ár í Skálholti í Bisk- upstungum. Þau eignuðust saman 5 börn sem upp kom- ust og eru öll á lífi, þau eru: Haukur, skólastjóri á Hól- um, Guðrún og Guðleif, tvíburasystur, báðar húsmæður, Þórður, kennari, og Auður, húsmóðir. Þjóðbjörg og Jörundur slitu samvistum. Þjóðbjörg starfaði mikið í Kvenfélagi Framsóknar- flokksins, sat oft á Landsfundum Kvenréttindafélags Is- lands og var fulltrúi á fundum Bandalags kvenna í Reykjavík og lét jafnan að sér kveða. Hún var ein af stofnendum Kvenfélags Biskupstungna og var ritari i stjórn þess. Þjóðbjörg var orðlögð gáfukona og víðles- in. Hún lézt 4. júní 1969, tæpra 80 ára að aldri. Sigurveig Vigjúsdóttir fæddist að Völlum í Svarfaðar- dal 26. apríl 1881. Hún var dóttir hjónanna Vigfúsar Hjörleifssonar og Sigríðar Halldórsdóttur. Ung að ár- um fluttist hún með foreldrum sínum að Ferjubakka í Axarfirði og ólst upp á bakka Jökulsár á Fjöllum. Árið 1901 giftist Sigurveig Guðna Þorsteinssyni, múrara- meistara, og eignaðist með honum tvö börn: Björgu, söngkonu, sem gifl er Eiríki Pálssyni, lögfræðingi, for- stjóra Sólvangs og Guttorm, kvæntan Emilíu Sigurðar- dóttur Sigurveig var í Kvenrétlindafélaginu frá fyrstu tíð og starfaði þá af áhuga með Bríetu Bjarnhéðinsdóttur, hún var og mikil bindindiskona, þjóðholl í skoðunum, söng- elsk og fróðleiksfús. Hún lézt 3. nóv. 1969. Svava Jónsdóttir jrá Haukagili var fædd 30. okt. 1902. Foreldrar hennar voru Guðný Jónsdóttir og Jón Sig- urðsson, alþingismaður Mýrasýslu ,bóndi á Haukagili í Hvítársíðu. Svava lét jafnan til sín taka réttinda- og mannúðarmál, ekki sízt þau er snertu mæður og börn. Brostnir hlekkir Hún var um skeið í ritstjórn Mæðrablaðsins, sem gefið var út á vegum Mæðrastyrksnefndar, meðan Laufey Valdimarsdóttir var ritstjóri þess. Svava giftist aðeins tvítug að aldri, Halldóri Guðjóns- syni, skólastjóra í Vestmannaeyjum. Sonur þeirra er Sigurður Halldórsson, rafmagnsverkfræðingur. Svava og Halldór samvistum, og eftir það gegndi hún ýmsum um skrifstofustörfum, vann lengi hjá Alþýðusambandi íslands, en lengst starfaði hún á skrifstofu borgarlækn- isembættisins eða óslitið meðan kraftar entust, en hún lézt eftir stutta legu hinn 6. des. 1969. Svava Jónsdóttir var fluggáfuð, skemmtilega ritfær, víðlesin og prýðilega að sér í tungumálum, sem hún iagði líka sérstaka rækt við. Hún hafði mikið yndi af ljóðum og átti sérstætt safn Ijóðabóka. Innan við tví- tugt lauk Svava verzlunarskólaprófi, en hélt svo áfram tungumálanámi og var sífellt að læra. Hún var líka ágæt- lega námfús. Svava var hógvær í framkomu, og í návist hennar ríkti óstúð og mildi. Á sl. hausti var hún kosin í ritstjórn 19. júní, blaðs K.R.F.I., en starfskrafta henn- ar naut of skammt, hennar, sem alltaf lagði góðum mál- efnum lið með hyggindum, hugkvæmni og raunsæi. Viktoría Jónsdóttir Kaldalóns var fædd 1. júlí 1914, dóttir hjónanna Jónínu Jónasdóttur og Jóns Sigurðsson- ar, skipstjóra hér í Reykjavík. Hún lauk prófi frá Kvennaskóla Reykjavíkur og var síðan eitt ár við verzl- unarskólanám í Englandi, eftir það starfaði hún um fjölda ára í Landsbanka Islands. Viktoría giftist fyrir hálfu þriðja ári Snæbirni Kalda- lóns, fulltrúa. Hún lézt hinn 29. des. 1969. 34 19. JÚNÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.