19. júní


19. júní - 19.06.1970, Page 40

19. júní - 19.06.1970, Page 40
 Ljósm. Mats Wibe Lund jr. s -- ' ' 1 tÖT* iiYj.* ' Vegleg umgjörð um hinn fagra og velunna lieimilisiðnað Á s. 1. sumri opnaði Heimilisiðnaðarfélag íslands aðra verzlun sína á tveim hæðum í Hafnarstræti 1-3. Þessi nýja verzlun, sem Gerður Hjörleifsdóttir veitir forstöðu, er sérlega smekkleg og er því vegleg umgjörð um hinn fagra og vel unna íslenzka heimilisiðnað, sem þarna er á boðstólum. Áhugi fólks fyrir þessum fallegu og nytsömu íslenzku hlutum fer sívaxandi, ekki síður hjá okkur íslendingum en erlendu ferðafólki. Islendingar eru á ný að átta sig á, að ullin okkar skýlir okkur hezt í vetrarkuldunum, en verzlunin selur mikið af ullarvörum. A efra lofti verzlunarinnar er sýnd tóvinna og vefn- aður. Skólafólki gefst koslur á að koma þangað í heim- sókn í fylgd með kennara. Frú Hulda Stefánsdóttir fyrrv. skólastjóri hefur kynnl ullina cg sýnt tóvinnu. Þetta framtak hefur vakið áhuga og verðskuldaða at- hygli. Með opnun þessarar nýju verzlunar hefur heimilis- iðnaðarfélagið fengið rýmra húsnæði fyrir starfsemi sína, sem eykst með ári hverju, og hefur jafnframt möguleika til að halda þar námskeið og hafa litlar sýn- ingar. Teikningar af verzluninni gerðu arkitektarnir Guð- rún Jónsdóttir, Knul Jeppesen og Stefán Jónsson, en tré- smíði annaðist Tréver h.f. EG.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.