19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 23

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 23
Ur hókasaíní i meniiíngar* miðstöð eftir Klfii Iljörk önmuirsdóttiir bókasafnsfræding Almenningsbókasöfn hafa tekið miklum breytingum síðasta áratug. Starfsvið þeirra hefur víkkað, húsa- kynni stórbatnað og verkefnum fjölgað. Menntuð- um bókasafnsfræðingum hefur fjölgað og sú mann- gerð, sem velur sér starf í bókasafnsheiminum er í mörgum tilvikum önnur en áður var. Þar á ég við, að nú hefur þetta fólk meiri þjónustuvilja. Nú er ekki lengur einungis um bókageymslu að ræða, þar sem fólk valdi sér rólegt og kyrrlátt starf og þar sem mjög lítið þurfti að sinna lánþegunum. Söfnin hafa teygt starfsemi sína yfir fleiri svið en áður var. Þar má nefna kvöldvökur í safninu, bók- menntakynningar, tónlist á böndum og plötum, sýn- ingar, sem settar eru upp í húsakyimum bókasafna tíma og tíma, útíán á myndum (artotek), sögustundir fyrir böm o. fl. Þá má nefna þá hlið starfsins, sem við eigum ekki ennþá neitt samheiti yfir á íslensku. Hana kalla Sviar Uppsökande biblioteksverksanihet og Danir Opsogende biblioteksarbejde. Þar koma sjúkrahúsin, heimili fyrir aldraða, vinnustaðir, fang- elsi og ýmis vistheimili inn í myndina. Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur, að þetta starf sé rólegt og létt og jafnvel hentugt fyrir þá, sem þreyst hafa á öðru. Starfið er erfitt, þungt á hönd- um og oft mikið að gera, en það er að dómi flestra, sem við það fást, skemmtilegt og það kemur víða við. Nú á tímum, þegar fleiri eiga kost á menntun og menn geta hafið nám í ýmsum greinum á hvaða aldri sem er, eykst þörfin fyrir góða fyrirgreiðslu í söfn- unum. Þegar þessi bylgja af lífi og nýjungum flæddi yfir bókasöfnin, kom í ljós, að margir þeirra, sem hvað mest þörfnuðust bóka, gátu ekki komið og sótt þær. Þá var tekið það ráð að opna dyr safnanna og senda starfsfólkið út. Inn á sjúkrahúsin, inn á elliheimilin og aðra þá staði, þar sem fólk af einhverjum ástæð- um var fastbundið innan fjögurra veggja. Skilningur og áhugi á þörfum lánþega með sér- þarfir jókst einnig: En þar er um að ræða menn, sem þurfa einhvers konar hjálpartæki til að geta lesið, s. s. lesgrindur, blaðflettara eða Prismagler- augu, sem mikið eru notuð á sjúkrahúsum. Blindir og sjónskertir þurfa að fá bækumar lesnar inn á segulbönd. Það kom fljótt í ljós, að þörfin fyrir þetta var mjög mikil. Það er viðurkennd staðreynd í hve nánum tengsl- um hugur og líkami eru hver við annan og hve mátt- ur hugsunarinnar er mikill. Þess vegna er ákaflega nauðsynlegt að bægja huganum frá erfiðleikum og ótta og inn á vonir og bjartsýni. Ekki sist, ef menn eru einangraðir og/eða veikir. Ég mun fara hér nokkrum orðum um þjónustu bókasafnsins við þá, sem vegna langvarandi van- heilsu eða fötlunar geta ekki komið sjálfir í safnið. Ein gi’ein þeirrar þjónustu er talbókaþjónustan við blinda og sjóndapra. Tala aldraðs og fatíaðs fólks eykst. Þjóðfélagið hefur breyst. Fjölskyldurnar hafa minnkað og halda ekki saman eins og áður var. Þörfin er því meiri nú en áður fyrir alls kyns þjónustu við aldraða og fatlaða, sem búa heima, enda bendir margt til þess, að menn vilji búa eins lengi og þeir geta á heimilum sínum. T þjóðfélaginu eins og það er uppbyggt nú, er maðurinn meira einn og þörf hans meiri fyrir tómstundasýslu. Það verður að berjast gegn einangruninni og ein- mannaleikanum. 19. JÚNÍ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.