19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 12

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 12
rétti til framlengingar ráðningarsamnings mn eitt ár. Ekki er annað vitað en Islendingarnir hafi reynzt vel í störfum þar syðra, og má hyggja gott til þess í framtíðinni, að Islendingar eignist þannig hóp manna, sem náin kynni hafa af þróunarlöndunum og málefnum þeirra. Starf Aðstoðar Islands við þróunarlöndin hefir hingað til verið svo smátt í sniðum, að varla er hægt að tala um meira en vísi að auknum samskiptum við þriðja heiminn. Þessi samskipti þurfa að aukast ekki sízt með tilliti til vaxandi áhrifa þriðja 'heimsins á alþjóðavettvangi. Takmarkaður skilningur fjár- veitingarvaldsins á mikilvægi verkefnisins veldur mestu um það, að ekki hefir náðst meiri árangur en raun ber vitni um. A þessu ræðst varla bót, fyrr en stjórnvöld verða vör meiri áhuga almennings fyr- ir þessum málefnum en hingað til hefir komið í ljós. Miklu máli skiptir þar, að hin margvíslegu frjálsu félagssamtök almennings, svo sem ekki sízt kvenna- samtökin, veiti þessum málum athygli. Ef þessi stutta grein mætti verða til þess að vekja athygli kvenna og annarra lesenda kvennablaðsins á þeim miklu vandamálum, sem við er að etja, og því, hve langt við Islendingar stöndum að baki frændþjóðum okkar, hvað framlag til þessara málefna snertir, væri til- gangi hennar náð. m Mi imi Iilii t alió pa r SjóiiKkeriir og blindir Elínltorgu Lárusilóllur. lilindraróðgjafa Augnlæknum er ekki skylt með lögum að skrásetja sjónskert og blint fólk. Afleiðing þessa er sú, að tala blindra og sjónskertra er ekki vituð og erfitt er að ná til þeirra, til að veita þeim þá félagslegu þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það að missa sjón er alltaf einstaklingsbundið vandamál. Það fer svo eftir félagslegum aðstæðum einstaklingsins, hversu mikill missirinn er, og því sem undan var gengið áður en tjónið varð. Það eru aðallega þrjár skýrgreiningar á sjónskerðingu: Blindir: Teljast þeir sem hafa alls enga sjón eða bara Ijósnæmi. Sjónskertir eða félagslega blindir: Teljast þeir sem hafa göngusjón, þ. e. a. s. geta áttað sig á umhverfi sínu með hjálp sjónar, en geta ekki lesið venjulegt letur, bæði að stærð og gerð. Sjóndaprir: Teljast þeir sem hafa göngusjón og að vissu marki lessjón, en verða fyrir verulegum erfið- leikum vegna sjóndeprunnar. Sjónskerðing hefur aðallega í för með sér erfið- leika við göngu eða umferli, í sambandi við lestur og skrift og að vissu leyti í félagslegum samskiptum. Félagslegar aðstæður sjónskertra og blindra mót- ast af sömu skilyrðum og allra annarra borgara og þeim tækifærum sem þjóðfélagið veitir þegnum sín- um varðandi endurhæfingu, nám og starf. Það sem þeir þurfa umfram aðra þjóðfélagsborgara er rétt aðstoð á réttum tíma, sem hæfir hverjum einstökum i hans sérstaka tilfelli eftir því hvort sjónskerðingin á sér stað á unga- eða gamalsaldri. Blind böm nota blindraletur við nám, bæði við lestur og skrift, en eldri blindir verða að læra allt að nýju, gangast undir endurhæfingu og er það bæði andlega og líkamlega erfitt. I stjómarskrá lands vors er gert ráð fyrir jöfnum rétti allra landsmanna til menntunar, a. m. k. á skyldustigi. En blind og sjónskert böm og unglingar njóta ekki þessa réttar, þar sem Blindraskólinn er í 10 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.