19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 41

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 41
Árið 1954 var slcipuð af rikisstjórninni nefnd til að athuga skólalöggjöfina. Engin kona var í nefndinni. Stjórn KRFl kvartaði um þetta og fékk þvi til leiðar komið að konu var baitt i nefndina. Eftir erindi Magnúsar Gíslasonar, sem fyrr er getið var skipuð nefnd innan KRFl til að gera tillögur og ályktanir um fræðslu- og skólamál. Eftirfarandi var samþykkt á fundi í október 1963: I. Um almenna skólafræðslu o. fl. a) að enda þótt lenging árlcgs skólatima hér á landi kunni að vera óhjákvæmileg, þó sé eigi að siður nauðsynlegt að lengja daglega skólaveru nemenda með það fyrir augum að létta lestur og aðra heimavinnu nemenda til undirbúnings kennslustunda næsta dags. b) að í sambandi við jafnrétti karla og kvenna beri að kenna telpum og drengjum hið sama í verklegum greinum, c) að nauðsynlegt sé, að námsskránni sé betur framfylgt í ýmsum atriðum en nú á sér stað, t. d. að námskeið í hjálp í viðlögum, sem námsskráin gerir ráð fyrir, séu skilyrðis- laust haldin, d) að öll barna- og unglingafræðsla þurfi meira en áður að miðast við hvern einstakling og leitast sé við, að hann nái þeim þroska, sem hann hefur möguleika til, svo að persónu- legir hæfileikar hvers og eins fái notið sín, e) að allt skyldunám barna- og unglingastigsins fari fram und- it- sömu skólastjórn og sé bekkjarkennsla sem mest i hönd- um eins manns, meðan skyldunám varir. Kennslan sé öll í höndum uppeldisfróðra manna, f) að kennsla í kristnum fræðum fari fram bæði ár unglinga- stigsins, enda sé sérstök áherzla lögð á þá námsgrein alla skólagöngu barnsins sem undirstöðu siðgæðisuppeldis, g) að undanþágur fró unglingaprófi fyrir heilbrigð böm eigi ekki að eiga sér stað, lt) að til séu skólar, sem taki við börnum frá 6 óra aldri til náms og leikja ókveðinn stundafjölda á dag. II. Um fratðslu afbrigðilegra barna. Að því sé unnið að koma upp svo fljótt, sem verða má: a) deildum fyrir 7 ára börn, sem samkvæmt skólaþroskaprófi reynast ekki hafa skólaþroska, b) hjálparbekkjum fyrir tornatm börn 8 ára og eldri, c) lestrarhjólp (klinik) fyrir greind börn með sérstaka lestrar- örðuleika (dyslexi), d) upptökuheimili eða lækningastöð fyrir mjög taugaveikluð börn, e) sérskóla eða deildum fyrir börn með hegðunarvandkvæði, f) vanvitraskóla, — og ennfremur: g) að fyrir ]tví verði séð, að óhugasamir kennarar um þessa sérstöku grein kennslu eigi kost sérmenntunar á því sviði við Kennaraháskóla Islands, h) að sálfræðideild skóla sé falið að rannsaka og úrskurða þau börn til sérkennslunnar, sem kennarar og skólastjórar við- komandi barna telja að þurfi hennar, i) að samin verði sérstök námsskrá fyrir hjálpardeildirnar, k) að samdar verði sérstakar kennslubækur og útbúin sérhæfð kennslutæki fyrir afbrigðileg börn. Allar þessar tillögur voru sendar sambandsfélögunum út um land. Margt af þvi, sem þar er fjallað um, er þegar komið í fram- kvæmd eins og t. d. 6 ára deildir, geðdeildin við Dalbraut, hjálpardeildir o. fl., en annað er í uppsiglingu, einkum hér á þéttbýli ssvæðinu. Aðalmál fulltníaróðsfundar KRFÍ árið 1966 var: Réttinda- mál barnsins. Nokkur framsöguerindi voru flutt og ýmsar ólyktanir gerðar þar að lútandi. T. d. var talið æskilegt að leikvellir væru við öll fjölbýlishús, öll börn undir skólaskyldu- aldri ættu rétt til að vera ó gæzluvöllum, leikskólum eða dag- heimilum, dagvistunarheimili ættu að vera við alla barnaskóla og margt, margt fleira kom fram i tillögum, sem samþykktar voru ó þessum fulltrúaráðsfundi. Nú vitum við að leikvellir eru komnir við flest fjölbýlishús, alltaf er verið að fjölga gæzlu- völlum og leikskólum. Dagvistunarheimilum hefur þegar verið komið á stofn á nokkrum stöðum i Reykjavik, og ennfremur eru svokölluð skólaathvörf ó þrem stöðum, i Austurbæjar- barnaskóla, í Fellaskóla og við Hagamel. Samt vantar mikið enn]iá til að þörfinni sé fullnægt, en þetta er þó í áttina. Á landsfundi KRFl 1972 var m. a. rætt um uppeldismál. Umræðuhópur ræddi mólið og gerði eftirfarandi lillögur, sem samþykktar voru: 1. Viðhorf til uppeldismála þarf að breytast á þann hátt, að talið verði nauðsynlegt, að allir foreldrar og forráðamenn barna hljóti fræðslu, sem stuðli að meiri óbyrgðarkennd sem uppalendur. 2. a) Uppeldisfræðsla verði á skyldunáms og gagnfræðastigi. b) Að i hverju sveitarfélagi verði slík fræðsla á boðstólum, og foreldrar séu hvattir til að sækja fræðslufundi um upp- eldismál. c) Að fjölmiðlar og þá einkum sjónvarpið séu hagnýttir í þessu skvni meira en vei ið hefur. 3. Samfélagslegar úrbætur: a) Vegna breyttra fjölskyldu- og ])jóðfélagshátta telur fundurinn að stórauka þurfi samfélagslegar úrbætur á sviði uppeldismála. b) Fjölga þarf dagheimilum, leikskólum, skóladagheimilum, lómstundaheimilum, gæzlu- og starfsvöllum, Skulu öll börn, sé þess óskað, eiga kost á að sækja þessar stofnanir. c) Þörf er ó að auka virðingu fyrir verknámi og verkleg kennsla sé aukin i skólum og drengjum og telpum gef- ínn kostur á sama verkefnavali. ó) Ik)gð er áherzla á að stefna beri markvisst að auknum tengslum milli foreldra og allra þeirra stofnana, sem að framan eru nefndar og benda má á, að æskilegt væri, að foreldrar væru með í ráðum varðandi uppbyggingu, skipulagningu og starfrækslu allra þessara stofnana. e) Ennfremur verði stofnað foreldrafélag í hverju skóla- hverfi við barna- og unglingaskólana, tómstundastarf skipulagt í hinum ýmsu bæjarhverfum og bæjarfélögum. Er skorað á skólayfirvöld að beita sér fyrir virku sam- starfi i milli skóla og heimila. f) Fundurinn hvetur eindregið foreldra til að láta i ljósi skoðanii- sinar á þessum mólum á opinberum vettvangi. Að lokum skal þess getið, að allar þær tillögur, sem nefndar hafa verið, voru á sínum tíma sendar stjórnvöldum og fjöl- miðlum, eins og alltaf með tillögur, sem félagið samþykkir. Timans vegna hef ég farið mjög fljótt yfir sögu og aðeins stiklað á stóru, en það hefði verið liægt að nefna margt fleira, sem félagið hefur gert í þessum málum. 19. JÚNÍ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.