19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 36
Margt smátt
gcrir eilt stórt
Annar liluii
eftir Önnii .Sifíiii*it;iriló((iir
Ávarpstitlar kvenna
Frúartitilinn rekur Snorri Sturluson til Freyju. I
Gylfaginningu segir hann: „ . . . af hennar nafni
er það tignamafn, er rikiskonur em kallaðar fróvur.“
Og í Heimskringlu segir hann: „ . . . að með hennar
nafni skyldi kalla allar konur tignar, svo sem nú
heita frúvur. Svo hét og hver freyja yfir sinni eigu,
en sú húsfreyja, er bú á.“ Ekki verður af orðum
Snorra ráðið, að frúartitillinn eigi við giftar konur
einar. Af Maríu mey er sennilega komið ungfrúar-
heitið, jungfrú eða jómfrú, eins og það var á fyrri
tíð. Þó vom abbadísir í nunnuklaustrum ekki kallað-
ar jungfrúr, heldur ævinlega frúr. Espólín kemst
svo að orði: „ . . . engir menn vom þá herrar kallaðir
eða frúr sem fyrr hafði verið, nema biskupar, áhótar
og abbadisir.“ Erlendis vom þó auk þeirra drottning-
ar og aðalskonur kallaðar frúr, ef þær þá ekki vom
kallaðar herra. Ríkar borgarafrúr, sem ekki máttu
vera frúr, fengu seinna titilinn madama, hæði hér
á landi og erlendis, og var sá siður við liði um nokkurt
skeið, uns þær sættu sig ekki við mismuninn og vildu
vera frúr líka. Þær, sem stærst litu á sig, börðust
fyrir rétti sínum. Espólin segir svo frá (um 1820):
„ . . . lítið var samþykki með þeim konum sýslu-
manna, var sú sök til, að Anna Sigriður (kona Páls
Melsteds sýslumanns N-Múl.) vildi eigi síður heita
frú, fjnrir ættar sakir (hún var amtmannsdóttir, Stef-
áns konferensráðs Þórarinssonar), en sú kona er
Twede átti, þó hann hefði nafnbót.“ Guðrún Borg-
fjörð segir i Minningum sínum (bls. 18) frá konum
á Akureyri um 1860: „Þær voru ekki margar, kon-
urnar, sem náðu því að vera kallaðar frúr, bara
kona sýslumanns og læknis, og að sjálfsögðu kona
amtmannsins. Hinar vom bara madömur.“ „Það
er ég sem á frúartitilinn hér í firðinum“, var sagt
að kona ein á Austfjörðum hafi sagt, er önnur fékk
bréf áritað Frú NN. Ekki héldu konur frúartitlinum
eftir lát eiginmanns. Þær hétu þá ekkjufmr, en
hinar fengu bréf með utanáskriftinni: Ekkja N. N.
Engin dæmi þekki ég um, að ekklar hafi fengið
bréf með utanáskriftinni: Ekkilherra N. N., Ekkju-
maðurinn N. N. eða Ekkillinn N. N.
Eru konur ekki menn eða hvað?
T sjónvarpinu heyrðist: Níu menn voru drepnir og
þrjár konur. — Algengt er að sjá í blöðum setningu
líka þessari: Þar var fjöldi manna og kvenna, eða
f jöldi æskumanna og kvenna, eða f jöldi iþróttamanna
og kvenna. Ætli menn kynnu við hliðstætt orðalag:
Á Hóli var fjöldi hunda og tika, og einnig margir
hestar og hryssur? Dýr eða skepnur em orðin, sem
eðli sínu samkvæmt ættu að koma á eftir orðunum
menn og . . . — Ritarar Islendingasagna láta sig
aldrei henda þess konar afkáraskap, heldur skrifa
þeir ef þeir telja ástæðu til: Þar var fjöldi manna,
karla og kvenna. Þeir voru ekki í neinum vafa um að
konur væru menn. — 1 Ljósvetningasögu segir um
Friðgerði, að hún, „þótti vera kona sæmileg og all-
mikill gle'ðimdÖur, og samdi sig mjög í hátt með ung-
um mönnum; hún var verkmaður mikill og umsfslu-
maður. (Ljósv. 22. kap.) — T Egilssögu segir á ein-
um stað: Þá spurði Skalla-Grímur, hvað fleira væri
þeirra manna á skipi, er virfiiiigarmenn væm. Bjöm
sagði, að þar var Þóra Hróaldsdóltir, systir Þóris hers-
is.“ (E. 33. kap.) —„Það var allra manna mál, að
34
19. JÚNÍ