19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 44
og félagsmálaáætlana til að bæta stöðu kvenna sem afmarkaðs hóps innan eigin þjóðfélaga eins og í Indónesíu. Þriðja flokkinn fylla konur, sem ekki voru hafðar í haldi vegna eigin starfa, heldur vegna þess, að lögreglan leitar eiginmanna þeirra eða ná- inna ættingja, margar þessara kvenna eru í Chile. Þessum konum er oft haldið sem gíslum til að fá ættingja þeirra af hinu kyninu til að gefast upp sjálfviljuga. Af málum, sem eru á þessari skrá, fæst lýsing á, hvernig pólitískum fangelsum er háttað í hinum ýmsu löndum. I Indónesíu, Paraguay eða Haiti hafa fangamir hvorki verið ákærðir né réttarhöld farið fram í málum þeirra, en verið í haldi langtimum saman án þess, að um mál þeirra væri fjallað. Frá Brasilíu, Chile, Spáni, Umguay, Indónesíu og Viet Nam hafa komið fram alvarlegar staðhæfingar um, að pyntingar eigi sér stað i þessum löndum. Málin tuttugu og fimm frá Þýzka Alþýðulýðveldinu fjalla öll um konur, sem dæmdar hafa verið í fangelsi fyrir það afbrot að reyna að flytjast ólöglega úr landi. Mál fanganna frá Sovétríkjunum og Spáni lýsa mis- munandi umhverfi andófs. Konurnar frá Sovétríkj- unum eru í Baptistakirkjunni, Ukrainubúar, leik- kona, málari, skáld og aðrir menntamenn, tvær þeirra em í haldi á geðspítala. Á Spáni em fangamir verka- lýðsfélagar, félagar ólöglegra stjómmálaflokka, fylgj- endur þjóðemisstefnu Baska og menntamenn. I Suð- ur-Afríku eru andstæðingar aðskilnaðarstefnunnar einangraðir og faldir þögninni með hinni viðbjóðs- legu aðferð „að banna“ öll samskipti þeirra og ein- hvers hóps áheyrenda. (Hver maður, sem settur er í sjálfgæzlu, má aðeins umgangast tvo menn í einu.) Það er ekki ætlun Amnsety Intemational með birtingu þessarar skrár að halda því fram, að lagðar séu hömlur á fangana, sem nafngreindir em i henni, af því að þeir em konur. Samt sem áður er það reynd- in með Nasreen Mohamed Hussein, sem er í stofu- fangelsi, vegna þess að hún var þvinguð til að giftast manni úr Byltingarráði Zanzihar, en gifting hennar er leikur á borði stjórnmálanna gegn persneska hér- aðinu, sem hún er upprunnin í. Amnesty Intemational vill ekki heldur halda þvi fram, að þjáning fanga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, hljóti óhjákvæmilega að vera þyngri, þar sem þeir eru konur en væm þeir karlar. En í sumum málum er það að sjálfsögðu reyndin. Margar chil- enskar konur og indónesískar stúlkur og konur, sem verið hafa í haldi síðan 1965 (sumar yngri en fimm- tán ára á þeim tíma) hafa oft orðið að sæta kyn- ferðislegum pyntingum, framkvæmdum undir stjóm þeirra karla, sem yfirheyrslurnar hafa með höndum. Sama er að segja um konur, sem fangelsaðar hafa verið, þegar þær em ófrískar eða neyddar til að ala upp börn sín í fangabúðum, allar standa þær frammi fyrir sérstökum og feikimiklum erfiðleikum. Sem heild er skrá þessi samin með það í huga að sýna hvar, sem vera kann, þjáningar einstaklinga, sem neitað er um rétt sinn til að sinna að fullu stjóm- málum, efnahagsmálum, trúmálum eða menningar- málum í sínu eigin þjóðfélagi. Sú von er jafnframt borin í brjósti, að skrá þessi leiði í Ijós, að margt fólk, sem nú er í haldi og þjáist vegna skoðanna sinna, er konur. Að málum er þann- ig háttað, ætti að vera hvatning samtökum kvenna, hvort sem þau eru alþjóðleg eða bundin ákveðnu landi eða stað, til að berjast fyrir almennum mann- réttindum og taka þát tí öllum aðgerðum, sem em til hjálpar‘þeim, sem í fangelsum sitja vegna sann- færingar sinnar. riiarlohe Salawnti, Imlónesiíii Ibu (móðir) Salawati, 66 ára að aldri, er mjög þekkt um alla Indónesíu, sem ein af leiðtogum sjálfstæðis- hreyfingarinnar. Þegar hún var ung kona og kenndi aðallega á eyjunni Celebes, barðist hún opinberlega gegn hollenzku nýlendustjórninni. Árið 1932 bann- aði hollenzka nýlendustjórnin henni að halda áfram kennslu vegna þátttöku hennar í hinni þjóðemislegu menntahreyfingu. Þá lærði hún að verða ljósmóðir og rak timaritið Makasar. Þar sem hún var talin hættuleg vegna starfa sinna á móti nýlendustjóm- inni, voru hafðar gætur á húsi hennar, og mátti hún aðeins taka á móti tveim gestum í einu. Árið 1950 að lokinni indónesísku byltingunni, var Ibu Salawati falið að sjá um, að hersveitir Múham- meðstrúarmanna á Celebes sameinuðust indónesíska heraum. Á ámnum milli 1950 og 1960 var hún kos- in sveitastjóri í Makasarhéraðinu, sem aðallega var byggt Múhammeðstrúarmönnum, og var fyrsta og eina konan, sem komst til slíkra metorða í Indónesíu. Þar sem hún var trúuð kristin kona, sannar kosning hennar í þessu héraði, hversu mikillar virðingar hún naut um alla Indónesíu. Síðar gekk hún í Kommún- istaflokkinn, og var þess vegna kjörin á þing sem frambjóðandi kommúnista. Ibu Salawati var formaður Indónesísku friðar- nefndarinnar og í allmörgum sendinefndum á al- þjóðaþingum Heimsfriðarhreyfingarinnar. Hún var 42 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.