19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 16
tjóni, og auk þess valdið útrýmingu ýmissa smádýra, sem á landi lifa, eða þeim hefur fækkað svo mjög, að á stórum svæðum mun saga þeirra brátt vera á enda. Af því sem hér hefur verið sagt, má ljóst vera, að einnig á þessum stöðum hljóta menn að vinna ,,í sveita síns andlitis“. Það fer naumast hjá því að sá, sem frá norður- slóðum kemur, hrifist af fjölbreytni og fegurð hita- beltisgróðursins. Eða hvað má segja um limgirðingu úr hawairósum, sem eru tveggja til þriggja metra háar, og úr jólastjömum af svipaðri stærð? Og svo eru það „orchidear“, sem hafa fengið svo óskemmtilegt nafn á íslensku, að ég fæ mig ekki til að nota það. í Costa Rica lifa um þúsund mismunandi tegunda „orchidea“ villtar, og þar mun vera mesta safn þess- ara fögru jurta í heimi. Breti nokkur kom safninu á fót, en nú hefur háskólinn í San Tosé tekið við því. Gaman er að virða fyrir sér gróðurfar í mismun- andi hæð í fjalllendi. Skemmtilegast dæmi um það hefi ég frá eldfjallinu mikla, Irazu, í Costa Rica. Irazu nær 3432 metra hæð yfir sjó, og af tindi þess má í góðu skyggni sjá frá hafi til hafs. Þegar komið er í um 2000 metra hæð fer að bera á plöntum, sem maður kannast vel við héðan af norðurslóðum, en ekki sjást á láglendi þar suður frá. Sérstaklega kom mér á óvart að hitta þar fyrir venjulega 'hvita smárann okkar og undafífla, en hvoruga hefi ég séð annars staðar i Mið-Ameriku. Eldfjöll setja mjög sinn svip á Mið-Ameríkulöndin vestan til, allt frá Guatemala og niður til Costa Rica. Eldfjöllin eru á linu, sem liggur nokkurn veginn samsiða vestur- ströndinni. Mörg þeirra eru virk, og hafa gos í þeim oft valdið miklu tjóni. Þannig má nefna gos í Irazu í Costa Rica 1963 og 1965, einnig mikið gos í Arenal í sama landi 1968, en það eldfjall var á öllum kort- um merkt sem storknað fram til þess tíma. Meira brosleg er sagan um Isalco í E1 Salvador, en það eldfjall hafði verið virkt frá því 1770. Af þvi að stöðugt gos var í Isalco og stórkostlegt að horfa á það af fjalli þar rétt hjá, sérstaklega að næturlagi, hugð- ust menn hafa af því nokkurt gagn. Var með æmum kostnaði byggt hótel, þar sem gott útsýni var yfir gíginn, sem stöðugt spjó eldi og eimyrju og var ætlað að draga ferðafólk til hótelsins, því að fáir staðir á jörðu hér geta boðið upp á slíkar sýningar. En svo nokkrum dögum áður en opna átti hótelið, hætti Isalco gosum og hefur ekki látið á sér bæra siðan. Þar með var sá draumur búinn. .Tarðhiti er víða í Mið-Ameríku, einkum í Guate- mala. Einmitt um þessar mundir mun verið að reyna fyrstu jarðgufustöðina í Mið-Ameriku. Er hún í E1 Salvador skammt frá landamærum Guatemala. Hafa íslendingar komið talsvert við forsögu þeirrar stöðv- ar og við jarðhitarannsóknir í Mið-Ameríku. Jarðskjálftar eru tíðir í þessum löndum, og er skammt að minnast eyðileggingar Managua 23. des- ember 1972. Áður hafði sú borg hrunið í jarðskjálfta 1931. Náttúrufegurð er víða óviðjafnanleg í þessum Risavaxnar cldf jallakeilur slanda upp úr skýja- þykkninu, Irazu-Turni- alba Costa Rica. (Ljósm. Jón Jónsson) . 14 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.