19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 33

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 33
Starf Kvenréttindafélagis I§land§ Aðalfundur KRFÍ var haldinn 4. mars 1975 að Hallveigar- stöðum. Skýrslu stjórnar flutti formaður Guðný Helgadóttir. Á starfsárinu 1974 voru haldnir 16 stjórnarfundir og 4 fé- lagsfundir og fundur með kvenréttindanefndum félaga úr Reykjavík og nágrenni vegna merkjasölu Menningar- og minn- ingarsjóðs kvenna. Á aprílfundi hélt Auður Auðuns erindi um hjúskaparlögin, sérstaklega i sambandi við fjármál lijóna, en ]>að mál var að- alumræðuefnið á fundi Samtaka norra'nna kvenna haldinn í Finnlandi í júní 1974. Var siðan á októberfundinum skýrt frá norræna fundinum og gerðu ]>að Auður Auðuns og Sigriður Anna Valdimarsdóttir. Frá fundi ]>essum og ályktunum frá honum má lesa í 19. júní 1974. Einnig var skýi-t frá samstarfsnefnd }>eirri sem skipuð var af KRFÍ og öðrum félögum vegna kvennaársins 1975 og frá störf- um nefndarinnar. Desemberfundurinn var að venju með hátiðar og skemmti- blæ, ]>. á m. var ljóðalestur, einsöngur, sýndar jólaskreytingar, flutt jólahugleiðing og jólasálmar sungnir. Janúarfundurinn var að nokkru helgaður kvennaárinu 1975. f ]>vi tilefni voru rifjuð upp ýinis baráttumál félagsins á liðn- um árum. Þessi erindi eru á öðrum stað í blaðinu og vísast til þeirra þar. 1 byrjun ársins 1975 sendi stjórn KRFÍ umsögn sína, um fóstureyðingafrumvarpið svokallaða lil alþingis og þar sér- staklega mótmælt, að nefnd sú, sem alþingi skipaði til að end- urskoða og samræma frumvarpið, vegna umsagna ýmissa aðila, skyldu vera eingöngu skipuð körlum. Meirihluti stjórnar KRFf var samþykkur hinu upphaflega frumvarpi, með nokki-um orðalagsbreytingum. Formaður sagði að starf KRFf á siðast liðnu ári og það sem væri af þessu ári væri í tengslum við hið alþjóðlega kvennaár. F.n yfirlýsingu Sameinuðu ]>jóðanna því viðvikjandi má lesa í 19. júni 1974. Samstarfsnefnd var tilnefnd af: Kvenréttindafélagi íslands, Kvenfélagasamhandi íslands, Félagi íslenskra háskólakvenna, Menningar- og friðarsamtökum kvenna og Rauðsokkum og framkvæmdanefnd frá sömu aðilum, sem á að sjá um fund i Háskólabiói þann 14. júní n. k. svo og ráðstefnu er hefst 19. júni þar sem fjallað verður um málelni þau, sem Sameinuðu ]>jóðirnar gátu um i yfirlýsingu sinni. Skýrði formaður frá fyrirhugaðri farandsýningu með þátt- töku fslands, Álandseyja, Færeyja, Grænlands og Samalands. Styrkur hcfði fengist frá Norræna meningannálasjóðnum til sýningarinnar í sumar. Norræni menningarmálasjóðurinn bauð fulltrúum frá KRFI og Kvenfélagasambandinu að koma á fund í desember 1974 i Kaupmannahöfn vegna fyrirhugaðra styrkveitinga úr sjóðnum vegna Alþjóða kvennaérsins. Sigurveig Sigurðardóttir, Selfossi, var tilnefnd af Kvenfélagasambandi Islands Lára Sigurbjörns- dóttir, Reykjavik, var fulltrúi Kvenréttindafélags Islands. Ann- ar fundur var haldinn í febrúar 1975 og sátu þann fund sömu aðilar. Frá hinum Norðurlöndunum komu svo fulltrúar frá kvenréttinda og jafnréttisfélögum og sátu fundi þessa. Aðal- skilyrðið fyrir styrkveitingu var að málefnið næði yfir að minnsta kosti þrjú Norðurlönd. Bréf barst frá forsætisráðuneytinu, þar sem ákveðið er að skipa nefnd er kallast Kvennaársnefnd. Var KRFÍ gefinn kostur á, að tilnefna fulltrúa sinn í nefndina, Var Lára Sigurbjörns- dóttir tilnefnd í þá nefnd og til vara Sólveig Ölafsdóttir. KRFI hefur ákveðið að vinna að því sérstakla verkefni, að konur í launþegasamtökunum taki meiri ]>átt í samningum og stjórnum stéttarfélaga sinna. Þessar konur voru tilnefndar til að vinna að þessu, með fundum og umræðum, við viðkom- andi aðila: Sólveig Ólafsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Helga Möller, Guðrún Gísladóttir og Þórunn Valdimarsdóttir. Stjórn KRFI hefur sent Póststjórninni þá uppástungu sína, að á væntanlegu frímerki vegna kvennaársins, verði mynd af Bríetu Bjarnhéðinsdóttur. Kosningur Formaður Guðný Helgadóttir baðst undan endurkosningu, kvaðst hún fastákveðin að hætta formennsku KRFI. Þökkuðu félagar Guðnýju Helgadóttur fyrir ágætt starf hennar í þágu félagsins á liðnum árum og stjórnarkonur þökkuðu henni frá- bært starf og samstarf. Formaður var kosin Sólveig Ólafsdóttir og endurkosnar voru Sigriður Anna Valdimarsdóttir og Lára Sigurbjörnsdóttir. Stjórn KRFl skipa: Sólveig Ólafsdóttir, formaður Brynhildur Kjartansdóttir, varaformaður Lára Sigurbjörnsdóttir, ritari Sigriður Anna Valdimarsdóttir Þóra Bryjólfsdóttir Fanney Long Einarsdóttir Guðrún Gisladóttir Margrét Einarsdóttir Valborg Bentsdóttir. 19. JÚNÍ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.