19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 10

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 10
til slíkra verkefna sem annarra hafa verið mjög takmörkuð. Hefir gætt talsverðar tregðu af hálfu stórveldanna og jafnvel annarra þjóða til þess að leggja nægilegt fé af mörkum til þeirra stofnana SÞ, sem annast aðstoð við þróunarlöndin, þar sem hin einstöku ríki vilja gjarnan sjálf hafa hönd í bagga með því, hvert aðstoðin fer, frekar en að leggja ákvörðunarvaldið í þeim efnum í hendur alþjóð- legum stofnunum. Mestur hluti þeirrar aðstoðar, sem veitt hefir verið þróunarlöndunum, hefir þess vegna verið á tvíhliða (bilateral) grundvelli, það er byggt á samkomulagi milli þess ríkis, sem aðstoðina veitir, og þess, sem þiggur hana. Aðstoð sú, sem veitt hefir verið, hefir einkum verið þríþætt. f fyrsta lagi fjárhagsleg aðstoð í ýms- um myndum, í öðru lagi tækniaðstoð og i þriðja lagi leiðbeiningar um það, hvernig halda megi fólks- fjölgun í skefjum (fjölskylduáætlanir). Fjárhagsaðstoðin hefir verið bæði í mynd lána og gjafafjár. Hefir það þá verið samkomulagsatriði milli veitanda og þiggjanda, til hvers konar framkvæmda láns- eða gjafafénu skuli varið. Eru framlögin stund- um bundin þvi skilyrði, að þeim sé varið til vöru- kaupa í þvi landi, sem aðstoðina veitir. Hin svonefnda tækniaðstoð er jafnan í þeirri mynd, að sendir eru sérfræðingar frá löndum þeim, er að- stoðina veita, til þróunarlandanna til að annast þar kennslu og þjálfun bæði almennt og í þágu einstakra verkefna. Tækniaðstoðin hefir þann kost, að tiltölu- lega ódýrt er að veita hana, en árangur hennar hefir ekki ávallt orðið sá sem vonir stóðu til, þar sem þekk- ingarskortur og frumstæðir framleiðsluhættir hafa komið í veg fyrir það, að tækniaðstoðina mætti nýta. Þriðja atriðið, fjölskylduáætlanirnar, hlýtur að vera mikilvægt skilyrði þess, að takast megi að bæta lífskjör íbúa þróunarlandanna, ekki sízt að leysa þann vanda að auka matvælaframleiðsluna til sam- ræmis við fólksfjölgunina. Árangur þessarar ráð- gjafastarfsemi hefir þó oft orðið lítill, veldur þvf bæði hið lága menntunarstig í þessum löndum ásamt ríkjandi hleypidómum gegn ráðstöfunum til að tak- marka tölu fæðinga. Löggjöf um aÖstoð Islands viS þróunarlöndin. Þvi miður verður ekki sagt, að íslendingar 'hafi verið stórtækir, hvað snertir framlag aðstoðar við þróun- arlöndin. Að því er snertir framlög af opinberri hálfu, hefir fram undir 1970 ekki verið um að ræða annað en framlög til þeirra stofnanna SÞ, sem fsland er aðili að. Ekki mun þó yfirleitt hafa verið um fram- lög til þeirra að ræða umfram skyldu. Áríð 1970 gerðist fsland „fyrsta flokks" aðildariki að IDA (International Development Association), en það er stofnun, sem tengd er Alþjóðabankanum, og veitir fjárfestingarlán til þróunarlanda. Er aðildaríkjum skipt í tvo flokka, fyrsta og annan, og eru framlög þeirra landa, sem skipa fyrsta flokk allmiklu hærri en hinna. Er framlag fslands samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs 47 miljónir króna, og er það lang- stærsti liðurinn i framlögum fslands til þróunar- landa. Auk þess hefir verið um nokkurt framlag af opinberri hálfu að ræða til Rauða Kross íslands og nú siðustu árin til Hjálparstofnunar kirkjunnar, en báðar þessar stofnanir sinna sem kunnugt er liknar- starfsemi á alþjóðlegum grundvelli, þó að eðli máls- ins samkvæmt hljóti starfsemi þeirra einkum að eiga sér stað i þróunarlöndunum. Haustið 1965 skipaði þáverandi utanríkisráðherra, Emil Jónsson, þriggja manna nefnd, er gera skyldi tillögur um það, hvernig aðstoð fslands við þróunar- löndin vrði bezt aukin og skipulögð. Var það í sam- ræmi við þingsályktun, sem samþykkt hafði veríð á Alþingi vorið 1965. Nefnd þessi skilaði bráðabirgða- áliti haustið 1966 og frumvarpi til laga um það, að komið yrði á fót sérstakri opinberri stofnun, er ann- aðist úthlutun þess fjár, er Alþingi veitti hverju sinni til aðstoðar við þróunarlöndin, ásamt öðrum veíkefnum, svo sem kynningu starfsemi í þágu að- stoðarinnar. Vegna þeirra erfiðleika í efnahagsmál- um, sem hófust árið 1967 og við var að etja fram á árið 1969, var lítið i málinu gert af hálfu hins opin- bera um skeið, þó var á Alþingi 1969 og 1970 borið fram af nokkrum þingmönnum frumvarp að mestu samhljóða því, er fylgdi bráðabirgðaáliti áður- nefndrar nefndar. Málið hlaut þó ekki afgreiðslu. í febrúar 1970 skilaði nefnd sú, er Emil Jónsson hafði skipað, endanlegu áliti og tillögum um skipan þessara mála í næstu framtíð. Haustið 1970 báru svo nokkrir þingmenn fram frumvarp til laga á grundvelli álits nefndarínnar, og var það frumvarp afgreitt sem lög frá Alþingi vorið 1971. Aðalatriði hinna nýju laga voru þau, að komið yrði á fót stofnun, er nefndist AðstöÖ Islands viÖ þróunarlöndin. Skyldi stofnunin lúta fimm manna þingkjörinni stjórn, en utanríkisráðherra skipa for- mann nefndarinnar úr hópi hinna þingkjörnu stjóm- armanna. Hlutverk stofnunarinnar er að ákveða í samráði við utanríkisráðuneytið ráðstöfun þess fjár, 19. JÚNÍ 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.