19. júní


19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1975, Blaðsíða 20
Áhrif kvcnna á li»g ii m almanna* tryggingar <>Nir Ödilit ltáru Sigfíisilwttur KRFl vildi i upphafi kvennaárs líta yfir farinn veg og gera úttekt á því hvaða áhrif kröfugerð kvenna á liðnum árum hafi haft á löggjöf landsins. Tryggingalöggjöfin eins og hún er nú, er skýrt dæmi um það, hvaða árangri jafnréttisbarátta kvenna getur náð, þegar konur eru sífellt á verði, fylgjast með öllum aðgerðum löggjafans og spara ekki að senda ráðherrum og Alþingi álit sitt — eða með öðrum orðum eru alltaf að nudda. Tryggingalöggjöfin viðurkennir nú, að konur og karlar séu jafnmikilvægir framfærendur fjölskyld- unnar og greiðir hætur vegna heilsutjóns eða dauða á sama hátt, hvort sem karl eða kona á í hlut. Á þessu er aðeins ein undantekning, að því er ég best veit. Til er ekkjulífeyrir, sem greiddur er ekkjum á aldr- inum milli fimmtugs og 67 ára ef þær voru orðnar fimmtugar þegar maki þeirra lést. Sambærilegar bætur eru ekki til fyrir ekkjumenn. Þetta misrétti konum í vil má rökstyðja með því að konur á þessum aldri eiga yfirleitt fremur erfitt uppdráttar á almenn- um vinnumarkaði ekki síst þær sem einvörðungu hafa sinnt húsmóðurstörfum mikinn hluta starfsæv- innar eins og títt er. Fg ætla ekki að halda því fram að þróun trygg- ingalöggjafarinnar á þessu sviði sé einvörðungu að þakka KRFÍ en drýgsta skerfinn á sá félagsskapur örugglega. Það má glögglega sjá með því að bera saman hinar ýmsu útgáfur tryggingalaganna og þær samþykktir sem konur hafa verið að gera á lands- fundum sínum. Árið 1934 héldu konur landsfund og þeim voru þá efst í huga bág kjör einstæðra mæðra, en á því ári áttu þær og börn þeirra yfirleitt ekki annan rétt en þann, sem fátækralögin veittu og oftast var neyð að þiggja. Ekki var um að ræða tryggingar, nema slysatryggingar, sem veittu tryggingabætur ekkjum og hörnum þeirra manna, sem biðu bana eða hlutu varanleg örkuml vegna stysa við nánar tilgreind tryggingaskyld störf. Tekið var fram að ekkill skyldi fá sömu bætur og ekkja. Það er athyglisvert, að í lög- um um slysatryggingu hefur alltaf verið um jafnrétti að ræða. Tryggingaskyldu störfin voru að vísu yfir- leitt unnin af karlmönnum, en gengi kona i þau störf skyldi fráfall hennar vegna slyss bætt eins og hún væri karlmaður. Það kemur fram í fundargerðinni frá 1934, að Aðalbjörg Sigurðardóttir og Laufey Valdimarsdóttir höfðu farið á fund forsætisráðherra og farið þess á leit að samið yrði frumvarj) um mæðrastyrk. Og um mæðrastyrkinn segja þær: 1) Mæðrastyrkir skulu veiltir öllum mæðrum, sem einar eiga fyrir börnum að sjá hvort sem þær eru ekkjur, fráskildar eða yfirgefnar, eða konur heilsulausra manna og fósturmæður. Þær kon- ur einar fari á mis við styrkinn, sem það sannast um, að ekki séu færar til þess að hafa hjá sér böm. 2) Styrkurinn sé svo hár í viðbót við aðrar tekjur konunnar, ef nokkrar eru, að tryggð sé sæmileg upphæð til framfærslu hennar og barnanna. Þessi krafa var sterk og afdráttaralus, en ekki bar hún árangur umsvifalaust. Árið 1936 voru sett fyrstu heildarlögin um Alþýðutryggingar og þar var þýð- ingarmesta réttarbótin fólgin í ákvæðum um almenn- an elli- og örorkulífeyri. f lögunum voru slysatrygg- ingar þær, sem áður höfðu gilt, en mæðralaun voru þar ekki og ekki heldur barnalífeyrir, nema í slysa- tryggingunni. Árið 1946 fer fram veruleg umsköpun laganna og nafnið Almannatryggingar kemur þá í fyrsta sinn 18 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.