19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 16

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 16
að gera, og þá á ég við upp á framtíðina. Maður þarf á fjöl- skyldu sinni að halda.“ „Annars er það dálítið skrítið að í dag eru fjölskyldur svo litlar, miðað við það sem þær voru í gamla daga, en þó virtust færri vandræðabörn en nú. Ég held það sé of litið gert fyrir unglinga og krakka í dag.“ „Unglingar svo til réttindalausir“ — Er erfitt að vera unglingur? Salóme: ,Já, það er frekar erfitt.“ Embla: „Miðað við það að við erum réttindalaus, þá er það erfitt. Okkur gengur til dæmis erfiðlega að fá vinnu, af því viö erum of ung eða ekki nógu menntuð. Við getum ekki skemmt okkur, — við megum það ekki. Okkur er gefinn kostur á Fellahelli og Bústöðum og sam- komustaður unglinga i dag er Hallærisplanið, þó ég fari þangað reyndar sjaldan. En þar megum við ekki vera.“ „Við þekkjum gott dæmi úr Kópavogi. Þar söfnuðust krakk- arnir saman í sjoppu, en það var tekið fyrir það. Þá fóru þeir á leik- völl, en voru rekin þaðan. Alls staðar þar sem þeir reyndu að koma saman, var þeim bolað burt.“ „Smábörn fá, — flest að minnsta kosti, — það sem þau þurfa, þó það vanti að vísu pláss á barnaheimil- um. Fullorðnir lika. En það er cins og það detti þarna alveg út kafli, og þá á ég við unglinga, sem mætti sannarlega taka fyrir.“ „Ekki börn — ekki fullorðin“ Embla: „Það er líka leiðinlegt á veturna til dæmis, að geta ekki fariö út í sjoppu eftir klukkan tíu, því þá fáum við ekki afgreiðslu. Salóme: „Og líka að koma inn í sjoppu og vera spurður hvort maður ætli að kaupa eitthvað. Ef ekki, þá bara burt með þig.“ Embla: „Reyndar megum við 14 ekki vera börn og ekki heldur full- orðin . . .“ Salóme: . . . „já, það kannast ég sko við. Það er sagt; þú ert nú orðin fimmtán ára og ekkert barn, þú ert hálffullorðin. Eða; þú ert nú ekki nema fimmtán ára, þú ert aðeins barn. Og svo treystir fólk okkur ekki. Ég meina unglingunum.“ Embla: „Nei, við getum tekið dæmi. Segjum að þú farir í strætó og dettir óvart á gólfið. Þér verður áreiðanlega ekki hent út. Ef við förum í strætó á föstudagskvöldi og dettum á gólfið þá er okkur hent út fyrir að vera á fylleríi í strætó.“ — I eljið þið sjálfar að þið séuð vandræðaunglingar? Salóme: „Nei, ég myndi ekki segja að ég væri vandræðaungl- ingur.“ Embla: „Það geri ég ekki heldur. Þar fyrir utan, þá verður enginn vandræðaunglingur af sjálfu sér. Það er þjóðfélagið, vinir og fjöl- skylda, sem hafa þar mikil áhrif. Við tvær segjumst ekki vera „vandræðaunglingar“. Við erum ekki vandræðabaggi á þjóðfélag- inu, þó svo að vísu ríkið borgi vist- ina fyrir okkur. En við höfum komið okkur i vandræði og fjöl- skyldum okkar.“ „En aðalástæðan fyrir því að krakkar fara út í einhverja vitleysu er sú, að sambandið innan fjöl- skyldunnar er ekki nógu gott. Svo spila vinirnir þar inn í lika. Sjálf- sagt gæti maður endalaust talið upp ástæður, en oft er það þannig, að foreldrarnir hafa ekki tíma fyrir krakkana og svo eins og hjá mér, þar sem fjölskyldan klofnar.“ „Skólarnir eru stór þáttur í þessu líka. Það er algengt að kennarar mismuni krökkum mikið. Ef ein- hver er ekki jafn gáfaður og hinir eða seinni til, þá hætta kennararnir að nenna. Krakkar i barnaskóla og þar uppúr þurfa ofsalega athygli, sem skólinn verður að veita jafnt og foreldrarnir. Ef krakkar verða utangátta í skólanum, þá eru þeir utangátta í hálfu lifinu. Skólinn er það stór hluti af lífi okkar.“ „Staðráðin í að láta allt ganga vel“ — Nú styttist í að þið farið báðar heim aftur af Unglinga- heimilinu. F’innst ykkur þið til- búnar til þess? Embla: „Ég er alveg tvímæla- laust tilbúin til að fara heim núna. Enda er ég á leiðinni. Ég er viss um að nú kemur allt til með að ganga vel. Það verður kannski erfitt að koma heim aftur, en ég hef aldrei áður verið eins staðráðin í að láta allt ganga.“ Salóme: „Mér finnst ég tilbúin til að fara heim. Mér finnst flest ganga betur núna en það gerði áður. Við tölum meira saman heima en við gerðum. Annars hefur mér alltaf gengið vel að tala við mömmu. Sambandið á milli okkar pabba hefur verið erfiðara. En það er verið að reyna að laga það núna. Eg held, að ástæðan fyrir því að við getum ekki talað saman sé sú, að við erum bæði lokuð. En þetta hefur lagast. Hann var vanur að taka hlutina svo alvarlega. Nú er betra að tala við hann.“ „Ég á þrjá bræður og sam- komulagið milli okkar er mjög gott. Ég held, að ef ég væri eins og bræður mínir, — ef ég hefði ekki verið með nein vandræði, þá væri þetta mjög góð fjölskylda.“ Embla: „Sambandið milli mín og pabba hefur breyst ofsalega mikið. Ég held í rauninni að þetta hafi þurft. Að ég byggi annars staðar en heima en gæti hitt hann.“ „Mamma dó þegar ég var tíu ára og þegar ég var send norður, vegna þess að pabbi áleit að hann væri að gera mér gott, varð ég uppreisnargjörn og hélt að hann vildi ekki hafa mig. Þó ég viti betur nú. Uppúr því urðu sjálfsagt vandræðin. í dag á ég Unglinga- heimilinu sjálfsagt margt að þakka, en einni fjölskyldu þó sér- staklega og ættingjum.“ -EA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.