19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 54

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 54
Sigrún Stefánsdóttir. BARNIÐ 1979 var yfirskrift norrænnar ráðstefnu sálfræðinga, sem haldin var nýlega í Reykjavík. Þar kom m.a. fram, að 20 — 30% þeirra barna, sem búa í velferðar- samfélögum eins og þau eru stundum kölluð, eiga við mikil sál- ræn vandamál að stríða og var markmið ráðstefnunnar að reyna að varpa ljósi á hvaða aðstæður í samfélaginu það eru, sem skapa vandamál hjá börnunum. Meðal þeirra þátta, sem þar voru teknir fyrir, var fjölskyldan. Miklar breytingar hafa orðið á gerð og hlutverki fjölskyldunnar og hin seinni ár hafa ýmsir viljað gera lítið úr gildi hennar fyrir einstakl- inginn. Á ráðstefnunni „Barn 1979“ urðu hins vegar margir til þess að halda hinu gagnstæða fram. Finnski sálfræðingurinn Lea Pulkkinen sagðist vera þeirrar skoðunar að fjölskyldan tengdi meðlimi sína þeim böndum, sem leggja grundvöllinn að andlegum þroska einstaklinganna. Hún vitnaði í finnska rannsókn, sem náði til barna á aldrinum 8—14 ára, og leiddi i ljós að fátt benti til þess að mismunandi stétt eða efnahagur hefði áhrif á félags- þroska barnanna. Hins vegar hefði stöðugleiki í umhverfi barnsins mjög mikla þýðingu fyrir þroska þess og andlega heill. Tíð búsetu- skipti og það sem þeim fylgdi hefði í för með sér ýmiss konar geðræn og geðlíkamleg (,,sykosomat“) ein- kenni. Lea Pulkkinen sagði einnig, að andinn á heimilinu skipti miklu fyrir velferð barnsins. Samband fjölskyldumeðlima einkenndist of oft af eigingirni og tillitsleysi. For- 52 Norrænt sálfræðingaþing BARNIÐ 1979 eldrar sýndu störfum og leik barna sinna lítinn áhuga, sinntu ekki andlegum þörfum þeirra og væru þeim oft léleg fyrirmynd. Þetta leiddi síðan til þess að börnunum tækist ekki að vaxa upp úr sinni eigin meðfæddu eigingirni. Eitt af einkennum þess væri árásarhneigð og óþekkt barnsins. Væri hæfileg stjórnsemi foreldra og mikil sam- skipti innan fjölskyldunnar heppi- legustu hjálpartækin til eflingar félagsþroska barnanna. Pulkkinen benti á ýmsa þætti sem gera börnum í fjölskyldum erfitt fyrir. Eitt af því eru breyttar þjóðfélagsaðstæður. I bændasam- félaginu áður fyrr féllu börnin eðlilega inn í myndina og höfðu ákveðnum verkum og skyldum að gegna. Þau voru þátttakendur. Nú er þetta öðru vísi. I borgarsam- félaginu vita börn litið um störf þeirra fullorðnu, og fjölskyldulifið einkennist af tómstundastarfi, stundum fyrir framan sjónvarpið, og skemmtunum, lifið á barna- heimilinu einkennist af leik og skólalífið af námi. Finnski sálfræð- ingurinn telur að þessa aðgrein- ingu þurfi að rjúfa, og gera börnin, þegar i bernsku, virkari í þjóð- félaginu og betur meðvituð um þau störf, sem þar eru unnin. Hún sagði að m.a. væri verið að gera tilraun til þess að bæta úr þessu með þvi að koma á fót nokkurs konar vinnustofum í nágrenni barnaheimila, þar sem fólk, sem komið er á eftirlaun vinnur, og fá börnin að koma þangað og reyna og kynnast þar hinum ýmsu störf- um. Lea Pulkkinen sagði ennfremur að það væri ýmislegt sem gott væri fyrir foreldra að hafa i huga þegar þcir væru að ala upp ung börn sin. Eitt af því væri að börn þyrftu að læra að bera virðingu fyrir full- orðnu fólki til þess að þroska hæfi- leikann til gagnkvæmrar virðing- ar. Þá benti hún á að foreldrar þyrftu að hafa í huga að grunnur- inn að frístundastarfi barnanna væri lagður mjög snemma, áður en þau kæmust á skólaaldur, og það lenti því í verkahring foreldranna að leggja þennan grunn. Þau þyrftu að gefa börnunum tækifæri til að komast í snertingu við menningarlíf og frístundastörf áður en barnið gerði nokkra kröfu um það sjálft. Þá væri það mikil- vægt að foreldrar sýndu skólanámi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.