19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 46
fræðinga . . . En ég held ekki að
nein kona, sem hefur áhuga fyrir
þeim öflum og kostum, sem móta
líf hennar, geti hjá þvi komist að
hugleiða, hvað þetta orð merkir,
ekki í erfðafræðilegum skilningi
heldur í hugarheimi okkar.
Hvort sem það er kallað „eðlis-
hvöt“ eða ekki, hafa flestar konur
ánægju af að eignast börn, vilja
það og gera. Erfiðleikarnir hjá
þessum meirihluta felast ekki í þvi
að þær eru mæður, heldur í þeim
tilfinningalegu fullyrðingum sem
felast í hugtakinu „móðureðli“,
sem sé, að það sé jafnnáttúrulegt
og ófrávíkjanlegt fyrir konu að
vera góð móðir og það er fyrir tófu
með yrðlinga.
Þeir, sem vilja færa til þessi rök
náttúrunnar, gleyma því að þótt
tófan annist yrðlinga sína af eðlis-
ávísun, leggi líf sitt í hættu til að
gæta þeirra og kenni þeim að
veiða, ræður sama eðlisávísunin
því að hún yfirgefur þá án þess að
líta um öxl um leið og þeir geta séð
sér farborða sjálfir. Það er líka
eðlishvöt, sem kemur henni til að
eðla sig um fengitímann, hugs-
anlega með syni sínum.
Móðurástin sprettur heldur ekki
sjálfkrafa upp í mannskepnunni
um leið og barn fæðist. Barna-
læknirinn Dr. Sidney Q. Cohlan
segir: „Ég segi mæðrum á fyrsta
degi að það sé ekki sjálf fæðingin,
sem skapar sambandið; það
myndast þegar móðirin lifir með
og annast um ungbarnið daglega.
Það er ekki hægt að elska barnið
sitt 24 tíma á sólarhring, sjö daga
vikunnar. Það getur verið erfitt
verk að annast barnið sitt fyrstu
mánuðina og stundum drepleiðin-
legt. Launin fara að skila sér þegar
móðirin og ungbarnið hafa farið
gegnum aðlögunarskeið og taka að
svara þörfum hvors annars. En
hún hefur lesið alla hina ljóðrænu
vegsömun í tímaritunum og
væntir sér móðurtilfinningar þegar
í stað, og heldur að hún sé eitthvað
frábrugðin öðrum, ef hún bregst
ekki við nýja barninu sínu við
44
fyrstu sýn á þann hátt, sem glans-
myndirnar lýsa. Kannski á hún
ekki skilið að vera móðir. Hvernig
getur hún útskýrt, að hún finni til
neikvæðra tilfinninga, þótt ekki sé
nema örskamma stund? Umhverfi
hennar leyfir henni ekki að koma
orðum að þessu — svo að þegar
nýbökuð móðir er spurð, hvort hún
finni ekki til fullnægju, grípur hún
ómeðvitað til talsverðrar lygi. Hún
segir oft það sem hún sjálf vill
trúa.“
Friday vitnar einnig til sálfræð-
ingsins Mio Fredland, sem segir:
„Ég hef heyrt konur segja að það
geti tekið þær tvær eða þrjár vikur,
þar til þeim fer að finnast vænt um
barn sitt í raun og veru. Það er
augnabliksáfall að sjá barn sitt i
fyrsta skipti. Maður elskar það alls
ekki sjálfkrafa.“
Þetta er sú harðstjórn, sem fylgir
hugmyndinni um móðureðlið.
Hún upphefur móðurhlutverkið
ofar því sem mannlegum mætti er
mögulegt að uppfylla. Það mynd-
ast hættulegt djúp. Móðirin finnur
hinar blöndnu tilfinningar ástar og
gremju, ástúðar og reiði, sem hún
ber til barns síns, en hún má ekki
við því að vita af þeim.
Klofningurinn milli þess, sem
móðirin segir, hvernig hún hegðar
sér við barnið — og svo þess, sem hún
ómeðvitað finnur djúpt innra með sér,
gerir hana óörugga um sjálfa sig.
Richard Robertiello sálfræðingur
segir: „. . . Fæðingin sem athöfn
skapar ekki hæfileikann til að vera
móðir, það er ekki endilega víst að
þú fyllist þessu dásamlega móður-
eðli, sem segir þér, hvað þú átt að
gera við barnið þitt í öllum til-
vikum. Það þarf að losa konur við
byrði þessarar goðsagnar. Hún
varpar þeim á vald karlasam-
félagsins. Karlmenn eru þess „full-
vissir“, að konum sé ætlað að vera
mæður. En sérhver kona, sem
eignast barn, er ekki jafnviss innra
með sér. Hún verður máttvana og
snýr sér til annarra til að fá að vita,
hvað hún á að gera. Yfirráð karl-
manna notast við goðsögnina um
móðureðlið til að styrkja valda-
stöðu sína.“
Ef við viljum veita konum til-
finningalega alla þá möguleika og
það val, sem nútímalíf hefur að
bjóða, verðum við að gera báðum
kynjum kleyft að trúa þvi, að sum
okkar, karla sem konur, langi til að
annast litlar verur eins og ungbörn
og að þetta sé öldungis óháð kyn-
ferði hvers og eins. Og það þarf
heldur ekki að vera í eðlinu. Við
erum hugsanlega fædd með þeim
ósjálfráðu viðbrögðum að taka upp
grátandi ungbarn og hugga það,
og kannski ekki, en það er hægt að
kenna okkur.
Það er alkunna að hugtakið
„unglingur“ var ekki til fyrr en á
jDessari öld. Á sama hátt er upp-
hafning móðurhlutverksins, frum-
bernskunnar og æskunnar einnig
nútímauppfinning. Því er haldið
fram i nýlegum bókum, að það hafi
ekki verið fyrr en nægilega víðtæk-
ur sigur hafði unnist í hinni hörðu
baráttu fyrir lífsviðurværi, að
þjóðfélagið hafði bolmagn til að
verja nægum tíma, tilfinningum
og peningum til að annast ung-
börn.
Dr. Aaron Esman geðlæknir
spyr: „Hvers vegna flýta svo
margar konur sér að verða mæður?
. . . Ef ástæðan fyrir barninu er sú,
að þær vilja halda í manninn sinn
til að bjarga hjónabandinu — er
það hörmuleg ástæða . . . Hvað
eftir annað hitti ég konur, sem fóru
á mis við margt í bernsku og gera
sér í hugarlund, að þær ætli að gera
fyrir sín börn það, sem móðir
þeirra gerði ekki fyrir þær. Þær
ætla að endurlifa bernsku sína
gegnum barnið . . . en ,móðureðli‘?
Við höfum engar sannanir fyrir því.
Konur vilja verða mæður af marg-
víslegum ástæðum; það er hluti af
líffræðilegum kringumstæðum
jieirra, J:>ar sem jjær hafa búnaðinn
til jress, eitt af því, sem felst í því að
vera kona, en ég vil ekki kalla
jjetta móðureðli, ekki samkvæmt