19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 44
inn leikur. Ég hafði varla keypt bíómiða í tíu ár, hvað þá borgað víxil. Ég var sífellt hrædd um að gleyma einhverri greiðslu og einn daginn kæmi maður með svarta skjalatösku og skrifaði allt upp og ég færi á bæinn. En með hjálp góðra vina, því ég á einstaklega góða vini, lærði ég á þetta kerfi okkar og smám saman fór ég að standa styrkari fótum á jörðinni. Ég er svo heppin að hafa starfsmenntun, ég fór að þreifa fyrir mér með vinnu og viti menn, ég var allt í einu fullgildur með- limur á vinnumarkaðinum, ég var fyrirvinna. Eg varð þess líka vör, að það sem áður var álitið dútl utan heimilis, er núna vinna, sem ég mátti þakka fyrir að hafa. Eitt af því fyrsta jákvæða, sem ég fann við þetta nýja ástand mitt var einmitt í sambandi við vinn- una. Ég losnaði við þetta sam- viskubit, sem hrjáir flestar konur, sem vinna utan heimilis, gagnvart því að þær séu að svíkjast undan móðurskyldum sínum og hvilíkur léttir. Þú ert bara allt í einu orðin lítil hetja í stað þess að vera slæm móðir. Annars var ég oft slæm móðir á þessum tíma. Börnin mín eru nefnilega svo lík föður sínum, að ég stóð mig oft að því, að þau færu óendanlega í taugarnar á mér, því að ég losnaði ekki við hann í þeim. Stundum langaði mig jafnvel til að 'fara með þau til hans og segja honupa að þirða þessa gemlinga sína, ég vildi ekki sjá þá. Ég var stundum skelfingu lostin, hvernig ég gat hugsað um mín eigin börn. Smám saman lægði þó öldurnar í sálinni og ég fór að skoða hug minn, það fóru að koma dagar, sem ég naut, í stað þess að þeim guði sé lof lyki. Eg fór að lokum að geta hugsað sem svo. Hverjum geri ég gagn með því að vera bitur og hata? Engum. Hvern meiðirðu? Sjálfa þig. Getur verið, að þessi maður sem þú áttir svo margar góðar stundir með sé svona grá- bölvaður eða getur verið að þú 42 eigir einhverja sök líka? Jú kannski. Og ég hugsaði, er ekki mögulegt að dæma manneskju, sem maður hefur búið með í hjóna- bandi eins og annað fólk með kosti og galla. Þetta var erfitt, en þetta var hægt og mér leið betur. Ég fór líka að uppgötva ýmsar nýjar hliðar á tilverunni, sem frá- skilin kona, komin á markaðinn á ný. Eg var að vísu dauðhrædd við karlmenn lengi vel, gat ekki hugsað mér að láta koma við mig, hvað þá meir, en það gekk yfir eins og annað. Ég átti meira að segja vin- gott við gifta menn. Var ég þá nokkuð betri en þessar „gæsir“, sem höfðu átt vingott við manninn minn. Mér fannst ég ekki vera nein „gæs“, ég var ekki að taka neitt frá neinum og hafði ekki einu sinni samviskubit. Þetta var mitt einka- mál og særði engan. Skyldu þær kannski hafa hugsað eitthvað svip- að? Smám saman fór ég svo að geta talað við manninn minn fyrrver- andi án þess að allt færi í bál og brand. Ég fór líka að geta talað við konuna hans, því auðvitað er hann giftur aftur. Og ég varð að viður- kenna, að ég kunni mjög vel við hana. Svo einn daginn skeði undr- ið. Eg og hann ræddum saman í bróðerni um hjónaband okkar, reyndum að sjá hvar mistökin lágu. Niðurstaðan var eiginlega reynsluleysi beggja, ganga inn í hjónaband með óraunhæfa draumsýn að fyrirmynd, eitthvað sem við sjáum í bíó og lesum í bókum. Þegar þetta stenst ekki, þá er auðvitað eitthvað að. Peninga- áhyggjur við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Ábyrgð sem lögð er á strákling rétt skriðnum úr skóla og á að standa sig sem fyrirvinna, faðir og eiginmaður. Samkeppni um hvort átti að fá að njóta sín í námi og starfi o.s.frv. o.s.frv. Allt hlutir, sem sjálfsagt hefði verið hægt að laga ef við hefðum bara haft þroska til að tala um það í tíma. Það bara fór sem fór. Þetta samtal gerði mér meira gott en nokkuð annað, því þrátt fyrir allt sátum við eftir með væntumþykju hvort til annars, sem alltaf verður og er okkur bara til góðs. Hann gaf mér eiginlega í þessu samtali sjálfstraustið til baka, því hvað sem allri skynsemi líður, er erfitt að losna við þá til- finningu að manni sé hafnað. Annars er ég mjög sátt við til- veru mína í dag, ég er svo heppin að hafa starf sem gefur mér mikið og það veitir mér mikla fullnægju að hafa sjálfstæði einhleypingsins. Ég nýt þess að ráða mér sjálf, fjár- hagslega og félagslega, hvað ég geri þegar ég á frí og hverja ég um- gengst. Ég á marga og góða vini, því að sem einhleypingur hefur maður svo margfalt meiri tíma fyrir vini sína, meiri en nokkurn tíma er hægt í hjónabandi. Ég get núna hugsað og talað um hjónabandsár mín án nokkurs sársauka og mér finnst ekki að þeim árum hafi verið kastað á glæ, þvert á móti, og þó að skilnaðurinn væri sár, þá skilur hann eftir lífs- reynslu, sem er mér mikils virði og hefur, að ég held, þroskað mig. Ég finn ekki til einmanakenndar, en ég hef jú börnin mín og samskipti mín við fyrrverandi eiginmann og fjölskyldu hans eru sennilega eins góð og hægt er. Ég heyri fólk oft furða sig á því að þetta sé hægt. Það spyr: Hvernig geturðu þetta? Ég hef svo sem ekkert eitt svar við því, ég veit bara að öllum aðilum líður vel að geta haft þetta svona og ég held að það sé alveg á- reynslulaust af allra hálfu. En kannski sannar þetta bara fárán- leika hjónaskilnaðarins. Þvi ef fólk getur komið sér saman utan hjónabands, því ætti það ekki að geta það innan þess. Ég er sjálfsagt gott dæmi um konuna, sem blómstrar þegar karl- inn er farinn. En mér finnst rangt, að þessi blómstrun, sem felst bara í sjálfsögðum mannréttindum, þurfi að vera á kostnað hjónabandsins. Samt kýs ég mannréttindin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.