19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 62

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 62
starfsmannafélaginu Sókn í Reykjavík og féll dómur í því 26. mars s. 1. fyrir borgardómi Reykjavikur. Málavextir eru í stuttu máli þeir að talið var að um meint launa- misrétti væri að ræða á Kópavogs- hæli og Kleppsspítalanum, þar sem karlar og konur unnu hlið við hlið sömu störf á ólíkum kjörum. Málið var höfðað fyrir hönd Guð- rúnar Emilsdóttur, er starfar á Kópavogshæli og er það prófmál, þvi niðurstöður munu gilda fyrir alla aðra í sömu aðstöðu. Munnlegur málflutningur fór fram 6. mars s. 1. og var Lárus Ög- mundsson verjandi f. h. fjármála- ráðherra og heilbrigðisráðherra vegna ríkissjóðs, en Jón Steinar Gunnlaugsson sækjandi fyrir hönd Jafnréttisráðs. Hrafn Bragason kvað upp dóminn ásamt 2 með- dómendum. Dómurinn var tví- þættur, annars vegar viðurkenning á því að Guðrún eigi rétt á því, að um kjör hennar fari að sömu meg- inreglum og kjör þeirra, sem vinna undir starfsheitinu gæslumaður við geðhjúkrun á Kópavogshæli og hins vegar var samþykkt fjárkrafa stefnanda. í þessum dómi felst viðurkenning á að launamisrétti milli karla og kvenna viðgengst. Varnaraðili f. h. ríkissjóðs hefur á- frýjað málinu til Hæstaréttar. Á vegum Jafnréttisráðs starfar ráðgjafanefnd, sem á seinasta ári hefur einkum beitt sér að verkefni, sem snýr að verðandi foreldrum og er ætlunin að gefa út bækling, sem tekur mið af barninu sem þjóðfé- lagsþegni. Þetta er hluti af sam- norrænu verkefni, sem er á byrjun- arstigi og var tilmælum beint til íslands að gera tilraunir til undir- búnings verkefninu. Við hug- myndaleit og efnisöflun var leitað til starfsstétta og fólks, sem starfar að og/eða hefur sérstakan áhuga fyrir málefnum barna. í janúar og febrúar voru haldnir um 10 fundir með þessum aðilum og sóttu um 60 manns umræðu- fundina. Nú er að ljúka könnun hjá verðandi og nýorðnum for- eldrum um efni í bæklinginn og verður innan skamms hafist handa við samningu hans. Þetta verkefni tekur öðrum þræði mið af Al- þjóðaári barnsins. Jafnréttisráð viðar að sér bókum, er snerta verksvið þess og er nokk- urt safn bóka þegar til í skrifstofu ráðsins. Öðru hverju er gefið út fréttabréf, þar sem fjallað er um afmörkuð efni s. s. vinnumarkað- inn, hlut kvenna í opinberri ákvarðanatöku og ýmsar forvitni- legar upplýsingar birtar. Jafnréttisráð leggur sérstaka áherslu á fræðslu um jafnréttismái og störf ráðsins og hefur m. a. í þvi efni samstarf við Félagsmálaskóla alþýðu, sem er orðinn árviss þáttur í starfsemi Menningar- og fræðslu- sambands alþýðu, MFA. Ráðinu berast oft boð um að senda fulltrúa á fundi og ráðstefnur og sækir ým- ist framkvæmdastjórinn eða ráðs- menn þá fundi. Gott samstarf er við ýmis félagasamtök og opinber- ar stofnanir. Tengsl eru á milli jafnréttisráða á Norðurlöndum og er formaður Jafnréttisráðs fulltrúi íslands i samstarfsnefnd Ráð- herranefndar Norðurlanda um jafnréttismál. Að lokum sagði Bergþóra, að ekki væri nóg að stofnsetja fyrir- bæri eins og Jafnréttisráð, fleiri aðilar verða að koma til, sem starfa að þeim markmiðum, sem felast í lögunum um jafnrétti karla og kvenna. Mörg sveitarfélög hafa stofnað sérstakar jafnréttisnefndir og hefur Jafnréttisráð samstarf við flestar þeirra. Mikilvægt er, að á meðan ekki hefur náðst fullt jafn- rétti milli karla og kvenna, fjalli sérstakir aðilar um þessi mál sem víðast og einsýnt er, að þeir hafi samstarf sín á milli. RjR Glefsur af ráðstefnu Jafnréttis- ráðs með aðilum vinnu- markaðarins Launahvetjandi kerfi (bonus) vinnur í átt til launajöfnunar karla og kvenna — en er það of dýru verði keypt? Sömu taxtar eru hjá Framsókn og Dgsbrún, en karlar og konur ráðast í ólík störf. Mikilvægasti áhrifavaldur á launakjörin er starfsvalið. Starfsval kvenna er einhæft. Skiptingin í kvennastörf og karla- störf er meginástæðan fyrir launa- mismun karla og kvenna. Karlar eru fremur á umsömdum launum (yfirborgaðir) en konur. Störf, sem bera í sér stöðuheiti, falla fremur til karla en kvenna. Starfsheitið ræður oft röðun í launaflokk. Konur sækja ekki um störf í efstu launaflokkunum i sama mæli og karlar. Konur geta ekki búist við að fá störf, sem þær sýna ekki áhuga. Viljum við láta konur stjórna okkur er spurt. Er enginn við? er spurt, ef enginn karl er við. Afstaða til starfsins er ólík eftir þvi hvort karlar eða konur eiga í hlut. Karlar gera kröfur til að hafa vel 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.