19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 47

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 47
minni skilgreiningu þess orðs. Ennfremur er, að samfélagið væntir þess. AUt lífið er þess vænst af konu, að hún verði fullorðin, giftist og eignist börn. Þetta hefur verið hamrað inn í hana, svo að stefna hennar markast af því, sem aðrir búast við af henni. En þetta er ekki ,móðureðli‘. Sæmilega heil- brigðar konur vilja eignast börn vegna þess, sem ég vil kalla löngun til að fóstra einhvern, að öðlast ánaegju við að mata og annast barn, gera fyrir einhvern annan það, sem móðir þeirra gerði fyrir þær og til að deila sérstakri reynslu með manni sínum. Þetta er þroski, þroskandi reynsla.“ Hin fyrsta, sanna tilfinning sem segja má, að móðir finni gagnvart barni sínu, er nokkurs konar sjálfs- ást. Barnið er í eðli sínu framhald hennar sjálfrar. Ef barnið uppfyllir vonir hennar, á hún kannski auðveldar með að uppfylla kröfur samfélagsins um, að hún elski barnið meir en sjálfa sig. En ef eitthvað er að barninu — ef það er drengur í stað stúlku, of feitlagið, of grannholda eða of daufgert — eitthvað, sem dregur úr þeirri hrifningu, sem henni var talin trú um að byði sín, þá verður hún að afneita því. Allt sem særir hennar eigin sjálfsdýrkun, uppsprettu allra móðurtilfinninga, má ekki viðurkenna, verður að bæla, má ekki finna. Mér býður í grun, að þunglyndi í kjölfar fæðingar eigi oft rót sína í því, að móðirin verður að þegja, ef barnið hennar upp- fyllir ekki hugmyndir hennar sjálfrar um fullkomna móðursælu. Nancy Friday rekur þessu næst, livernig móðirin verður að afneita eigin tilfinningum á altari þess móðurhlutverks, sem umhverfið hefur til skýjanna. Hún má heldur ekki láta kynferði barnsins hafa uein áhrif á tilfinningar sínar til þess, þótt það sé einmitt það, sem umheimurinn tekur fyrst eftir. I þessu samhengi er samband móður við dóttur sína sérstaklega við- kvæmt. Þar sem þær eru samkynja, ætti samband þeirra að geta verið nánara en samband mæðgina og veita einstakt tækifæri til sam- hyggðar og gagnkvæms stuðnings, en hér verður oftast brestur á. Astæðuna fyrir þessu telur hún vera fyrst og fremst þá, að móðirin afneitar oftlega hlutverki sínu sem konu með eðlilegar kynhvatir af ótta við hættur þær, sem þeim eru samfara fyrir dótturina. Hún verður verndari hennar og í þeirri stöðu er hún móðir fyrst og fremst, en ekki kona. Hún afkynjar sjálfa sig til að halda dóttur sinni frá þessu hættusvæði. Þegar frá fæðingu dótturinnar byrjar móðirin að halda aftur af ímynd sjálfrar sín sem konu, er hafi ánægju af kynhlutverki sínu og sé stolt af því, með því að reyna að vernda hana frá ímynduðum eða raunverulegum kynferðislegum hættum, sem löngu ókomin fram- tíð kann að bera í skauti sínu. Dóttirin er svikin um þá sam- sömun, sem hún þarfnast mest. Sérhver viðleitni hennar til að láta sér falla vel við sjálfa sig sem konu verður barátta á brattann — eða jafnvel svik við hina kynlausu ímynd móðurinnar. Þar með er hafin hin ævilanga ráðgáta milli móður og dóttur . . . Ég held að ömmur okkar, jafnvel mömmur, hafi verið hamingju- samari. Þar eð þær vissu ekki eins mikið og við og höfðu ekki mögu- leika til að velja, var ekki eins margt til að vera óhamingjusöm yfir. Konur gáfu kannski kynhlut- verk sitt upp á bátinn og þraut- leiddist húsmóðurstarfið, höfðu lítið yndi af börnum, en ef allar konur gerðu þetta, hvernig gátu þær þá komið orðum að vonleysi sínu? Þær fundu sannarlega til þess, en það er ekki hægt að þrá það, sem maður veit ekki um . . . Ef við ætlum okkur að gegna fleiri hlutverkum en liinum hefð- bundnu, megum við ekki við þeirri örþreytu, sem fylgir í kjölfar þess að afneita tilfinningum sínum í sí- fellu. Þrýstingur á konur stafar af fleiru en ,móðureðlinu‘. Hann byggist líka á hinum nýju fjár- hagslegu og félagslegu kröfum. Jafnvel þótt við ákvæðum að lifa sama lífi og mæður okkar, er ekki víst að dætur okkar geri það. Við höldum e.t.v. áfram eina kynslóð enn að upphefja móðurhlutverkið með afneitun og bælingu, en hvernig verða þær þá á vegi staddar? Ef konur vilja verða lögfræð- ingar og jafnframt mæður, verða þær að aðskilja þetta tvennt og síðan aðgreina þessar hliðar aftur frá kynhlutverki sínu. Það er þriðji kosturinn — og hann útilokar ekki hina. Eftir því sem heimurinn breytist og staða konunnar innan hans, verða mæður vísvitandi að leiða dætrum sínum þennan kost fyrir sjónir. Kona getur átt kost á þessu þrennu — og jafnvel fleiru — en hún verður að geta sagt við sjálfa sig og dóttur sína hvenær sem er: „Ég valdi að eignast þig vegna þess að ég vildi verða móðir. Ég valdi að vinna úti — afla mér frama, fara út í stjórnmál, leika á pianó — vegna þess að mér finnst það gefa mér annað gildi, gildi, sem er hvorki meira né rninna virði en móðurhlutverkið, heldur aðeins öðruvísi. Hvort sem þú velur að vinna úti eða ekki, að verða móðir eða ekki, þá breytir það engu um kynhlutverk þitt. Kynhlutverkið er þriðji kosturinn — og hann er jafnþýðingarmikill og hinir báöir.“ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.