Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 48

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 48
Árni Hjartarson. Enginn lemur konuna, né flengir börnin Árni Hjartarson er ungur jarð- fræðingur ættaður norðan úr landi. Hann hefur stundað há- skólanám og starf í Reykjavík. Hann er meðal þeirra, sem hafa valið að búa í kommúnu eins og þær eru kallaðar. 19. JÚNÍ bað Árna að lýsa þessu sambýlisformi, kostum þess og göllum. Við fyrstu sýn virðast æði fjöl- breyttir búskaparhættir við lýði á íslandi. Sumir búa í dreifbýli, aðrir í þéttbýli, menn búa í einbýlishús- um, raðhúsum eða lyfokkum, sumir leigja og enn aðrir búa í eigin íbúð. Eitt eiga þó nánast allir þessir bú- skaparhættir sameiginlegt, þ.e. sambýlisformið. Þctta eru aðeins þær mísmunandi skeljar, sem kjarnafjölskyldan brynjar sig með, hjón með örfá börn sín og muni. 46 Tilraun til að skipuleggja tilveruna Sambýlið að Skólastræti 5B Nokkrir úr sambýlinu, sem Árni tilheyrði áður ræða málin yfir heitum sopa í sameiginlegu eldhúsi. Þau heita Hanna M. Karlsdóttir, Sólrún Gísladóttir, Sigfús Már Pétursson og Rannveig Gylfadóttir. „Ég vil helst ekki kalla þetta „kommúnu" vegna þeirrar neikvæðu merkingar, sem lögð er í það orð,“ sagði einn íbúanna. Þetta stórheimili hefur verið starfrækt í nokkur ár og flestir viðmælenda okkar hafa búið þar síðan í haust. Þau telja fjár- hagslega og tímanlega hagkvæmni ótvíræða kosti sambýlis á borð við þetta, einnig fjölbreytni félagsskaparins og sanngjarna verkaskiptingu heimilisstarfanna. — „Svona sambýli er gott tæki í jafnréttisbaráttunni," var þeirra álit. Er þau voru spurð hvort þetta sambýlisform þjónaði háleitari markmiðum, svaraði ein úr hópnum: „Þetta er e.t.v. tilraun til að skipuleggja tilveruna betur. — Menn eiga ekki að láta stjórnast af eftirsókn eftir dauðum hlutum og þurfa að geta deilt sínu með öðrum." „Hér verða allir að fórna einhverju," sagði annar. Oft verður maður var við þann misskilning, að kjarnafjölskyldan sé sambýlisform nútímans, en hafi verið óþekkt hér fyrr á öldum. Þetta er ekki rétt, Jdví þess konar sambýli er ævagamalt. Það, sem breyst hefur, er að nú er þetta form nær einrátt og hcfur nánast útrýmt öðrum sambýlisháttum, svo sem stórfjölskyldunni. Með minnkandi fjölskyldustærð á seinni árum hefur kjarnafjölskyldan rýrnað, og jafnframt hefur hún orðið fyrir mikilli gagnrýni af hálfu kvenrétt- indahreyfingarinnar, einkum rauðsokka, því hún hefur þjónað, sem ein styrkasta stoð karlveldis- þjóðfélagsins. Hins vegar hafa hugmyndir manna um æskilegra sambýlisform verið mjög á reiki. Kommúnur hafa þá verið lausnar- orðið hjá mörgum, þ.e.a.s. sambýli nokkurra fjölskyldna og einstakl- inga. Þrátt fyrir það eru raunveru- legar kommúnur nánast óþekktar á Islandi. Kynsvall og eiturlyf Einhverra hluta vegna virðast margir tengja kommúnulíf við eiturlyf, kynsvall og önnur létt- úðugheit. Ástæðan er ef til vill sú, að á hippatímabilinu hér fyrir nokkrum árum gerðu slúðurdálkar ýmissa dagblaða mikið veður út af kommúnulifnaði ungs fólks, aðal- lega í Danmörku, sem prédikaði hassncyslu og frjálsar ástir. Hins vegar þögðu þessi sömu blöð yfir fjölmörgum öðrum kommúnum, sem hvorki voru stofnaðar með eiturlyfjaneyslu né kynsvall í huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.