19. júní


19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 20

19. júní - 19.06.1979, Blaðsíða 20
réttur. Auk þess eru reglur, er varða lagatengsl barna og foreldra og um börn almennt, að finna í öðrum greinum lögfræðinnar, svo sem persónurétti og erfðarétti. fslenzk barnalöggjöf, sem og norræn löggjöf, er reist á því grundvallarsjónarmiði, að heppi- legast sé að fela foreldrum forsjá og uppeldi barna, þó að viðurkennt sé, að veigamikill hluti uppeldis- starfsins sé falinn öðrum aðiljum, svo sem skólum og dagvistunar- stofnunum. Rauði þráðurinn — þungamiðja barnalöggjafarinnar, er sá, að hagsmunir barnsins skulu sitja í fyrirrúmi. Rétthæfi, þ. e. hæfi til að eiga réttindi og bera skyldur, hefst þeg- ar er barn er lifandi fætt. (Fóstri þó áskilin réttarvernd í fáeinum til- vikum, einkum refsivernd, svo og réttur, ef það fæðist lifandi t. d. erfðaréttur.) Um langan aldur tíðkaðist að greina börn í flokka eftir mismun- andi lagastöðu þeirra, svo sem skilgetin börn og óskilgetin, stjúp- börn, fósturbörn og kjörbörn. Slík- ar sérreglur eru nú að mestu horfnar, en þó er enn munur á réttarstöðu skilgetinna barna og ó- skilgetinna, þar sem óskilgetin börn hafa í sumum tilvikum aðra og lakari réttarstöðu en skilgetin börn. Skilgetin eru þau börn, sem fæðast í hjónabandi foreldra, eða svo skömmu eftir hjúskaparslit þeirra, að þau geta verið getin í hjónabandinu. Rétt er að geta þess, að barn, sem er fætt óskilgetið, verður talið skilgetið, ef foreldrar þess ganga í hjúskap síðar. Ennfremur má benda á, að gerður er greinarmun- ur að lögum á því hvort óskilgetið barn er feðrað eða ófeðrað. Óskil- getið barn verður feðrað ýmist a) með yfirlýsingu manns (munnlegri eða skriflegri) um að hann sé faðir barnsins, b) með óslitinni sambúð mannsins við móður barns frá 10 mánuðum fyrir fæðingu, þangað til a. m. k. 2 árum eftir hana, c) með dómi. Um helzta mun á réttarstöðu skilgetinna barna og óskilgetinna skv. núgildandi lögum, má nefna: a) Foreldravald er í höndum beggja foreldra skilgetins barns að meginstefnu til, en í höndum móður einnar, ef barn er óskilgetið. b) Ríkisfang (ríkisborgararéttur) skilgetins barns ræðst af ríkisfangi föður, en óskilgetins barns af ríkis- fangi móður. Á erfðarétti skilgetins barns og feðraðs óskilgetins barns er ekki lengur munur. Framfærsluskylda föður óskilgetins barns er í aðalat- riðum hin sama og gagnvart skil- getnu barni, en þar sem langoftast er ákvarðað meðalmeðlag með barni, þá kemur meginfram- færsluþunginn í raun í hlut móður. Það má geta þess hér, að íslenzkt þjóðfélag sker sig að einu leyti úr félagslega í sambandi við börn, þar sem er hinn mikli fjöldi óskilget- inna barna hér á landi, sem til skamms tíma hefur verið um 100% hærri en hjá því þjóðfélagi nor- rænu, sem næst hefur komizt. T. d. var hlutfall óskilgetinna barna miðað við heildarfjölda barna hér á landi 33.7% árið 1974. Eins og áður hefur verið nefnt, er íslenzk barnalöggjöf reist á því meginsjónarmiði, að heppilegast sé að fela foreldrum forsjá og uppeldi barna, þjóðfélagið grípi aðeins í taumana, þegar sannað þykir að foreldrarnir séu óhæfir til þess. Hver er þá réttarstaða barna gagnvart foreldrum? Foreldrum er eins og áður segir falin forsjá og forræði barna. Hefur það oft verið nefnt foreldravald. Hugtakið foreldravald er í íslenzk- um lögum skýrgreint þannig, að það sé lögráð yfir persónuhögum barns, sem er ósjálfráða sakir æsku. En auk þeirra réttinda og skyldna forcldra, sem í lögráðum eru fólgin, fylgja foreldravaldi réttindi og skyldur sifjaréttarlegs eðlis, og ber þar mest á skyldu foreldra til að annast framfærslu og uppeldi barnsins. Foreldravald felur því í sér almenn ráð á persónuhögum barnsins nema öðru vísi sé fyrir mælt í lögum eða af stjórnvöldum. I lögráðum foreldra yfir börnum er fólgið, að þeir skuli almennt vera í fyrirsvari fyrir barn/ungling í fjár- málalegum efnum. Hið hefð- bundna foreldravald nær m. a. til þess forræðis yfir barni, réttur til að gefa barni nafn, réttur til að ráða búsetu barns, réttur til að ráða trúarbrögðum og menntun barns og réttur til að aga barn. Þyngra vega þó skyldur for- eldra gagnvart barni. Ein helzta foreldraskyldan er framfærslu- skyldan. Foreldrum er þannig skylt báðum saman eða hvoru um sig að framfæra börn sín þar til þau eru 16 ára. Þeim er einnig skylt að uppala börn sín til 16 ára aldurs, búa þeim heppilegt siðferðilegt uppeldi og koma þeim til þroska. Þannig bera forráðamenn barna (oftast foreldrar) ábyrgð á að þau hljóti lögmælta fræðslu. Viðhorf til forráða yfir börnum og uppeldis þeirra hafa breytzt mikið í timans rás. Hagsmunir föður og fjölskyldu skulu nú lúta í lægra haldi fyrir hagsmunum og þörfum barnsins sjálfs — foreldri er veitt vald yfir barni í því skyni að annast um barn og sjá um upp- eldi þess, foreldravald er nú talið félagslegt hlutverk, þar sem gætir meir skyldna en heimilda. Áður fyrr var faðirinn einráður um per- sónuhagi barns, en móðir þess hefur fengið siaukna hlutdeild í þessum forsjárskyldum. Réttar- þróunin hefur einnig orðið sú, að þjóðfélagið grípur æ meir inn í málefni foreldra og barna. For- eldrar eru ekki einráð um það, hvernig þau haga uppeldi barna. Þjóðfélagið setur þeim reglur um það, sbr. t. d. um skólaskyldu, heilsugæzlu, barnavernd o. fl. og stjórnvöld hafa eftirlit með börn- um og forsjá þeirra, sbr. barna- verndarnefndir. Stjórnvöld hafa ýmis úrræði gagnvart foreldrum sem misbeita foreldravaldi sínu eða bregðast börnum sínum á annan hátt. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.