19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 37

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 37
til hins opinbera, heldur en ef þau væru tveir einstaklingar, sem greiddu hvort í sínu lagi. Og út frá þessum sér- staka þætti má rekja flest þaö annað, sem að framan greinir og snúa því algjörlega við, ef við ætlum að skoða hjónabandið í samtímanum. Vinnan aðskilur. Tómstundirnar aðskilja. Skemmtanirnar slíta oft í sundur. Fjölskyldan er ekki ein heild, heldur miklu fremur safn einstaklinga, sem varla ganga upp í þeim samnefnara, sem heimilið á að vera. Mig langar til þess að taka dæmi til skýringar á hinum ótrúlegu breyting- um, sem orðiö hafa á einni einustu mannsævi. í marz s.l. andaðist frú Sig- ríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og brautryðjandi í málefnum hjúkrunar, heilsuræktar og fyrirbyggjandi starfs vegna sjúkdóma. Hún hafði brotizt til hjúkrunarnáms í Danmörku og horfið síðan heim til að hasla sér völl hér, hvað hún og gerði með glæsibrag. En hún þráði að bæta við sig frekari menntun og halda við sambandinu við starfssystur erlendis og leita leiða fyrir íslenzka hjúkrunarnema að halda utan til náms. Þess vegna sótti hún eitt sinn um styrk til Reykjavíkurbæjar vegna slíkrar farar til náms og kynningar. En henni var hafnað, og mér er tjáð ein- vörðungu vegna þess, að hún hafði sézt ganga niður í bæ við hlið manni, sem hún leiddi. Ekki var það vegna þess, að slíkl hafi þótt ósiðsamlegt. Grein: Sr. Ólafur Skúlason þar sem þar fór unnusti hennar og síðar eiginmaður. En þeir vfsu herrar, sem þar fjölluöu um umsókn hjúkrun- arkonunnar, töldu fé sínu og skatt- borgaranna kastað á glæ með því að styrkja þessa konu, þar sem vitað væri, að hún mundi senn giftast. Og til hvers þá að vera að efla menntun hennar? Hún mundi hverfa af vinnumarkaðn- um. Því get ég þessa litla dæmis hér, að ég tel, að næst hinna miklu breytinga á skemmtanalífi og möguleikum á því sviði, hafi breytingin á starfi kvenna utan heimilisins, ráðið sköpum um mynd þess tíma, sem við nú lifum á. Það er ekki lítil breyting frá húsmóður- starfinu, sent innt var af hendi á heimil- inu í hinum margvíslegustu tilbrigð- um, eins og getið er hér að framan, til þess að vera bæði húsmóðir, enda þótt margt létti störfin nú, og vinna að auki allt upp í fullt starf utan heimilisins. Breytingin kemur fram bæði í álagi, auknum skyldum, minni tíma heima fyrir og hugsanlegri spennu við makann, sem fram til síöari tíma, sá einn um það að koma með mynd umheimsins inn fyrir veggi heimilisins. Ekki svo að skilja, að konan hafi verið lokuð inni og ekki kynnzt neinu öðru, heldur hitt að veruleiki starfsins, sem maðurinn sinnti, átti sér engan keppi- naut, þar sem konan var. Að vísu var það ekki aðeins í skopsögum, sem konan fékk lítinn hljómgrunn hjá manni sínum, þegar hún var að segja honum frá viðfangsefnum sínurn heima fyrir við börn og bú, en nú getur oft verið um beinan árekstur að ræða, þegar konan vill fá að deila reynslu sinni með manninum og hann sýnir engan áhuga eða bregst jafnvel hinn versti við og telur sér vera ógnað af reynsluheimi konunnar utan veggja heimilisins. Þar getur bæði komið til nagandi kvíði vegna þeirra, sem konan umgengst þar, sem og þeim sem hún kynnist án þess að hann sé þar nokkurs staðar nærri og eins hitt, að vegur konunnar getur vaxið á vinnu- stað hennar, meðan maðurinn stendur í stað. Ogsú stund getur vel komið, að hún færir meiri laun til heimilisins en hann og veröur meira áberandi í sam- félaginu en hann. Og það eru hreint ekki ajlir karlmenn, sem þola slíkt og eru heldur vart undir það búnir, svo hefur kynjaskiptingin verið sterk og hlutverk kynjanna afmörkuð. Heimilið ekki lengur miðdepill alls I einni af fjölmörgum greinum, sem fjölluðu um fermingarnar núna í vor sagði höfundur það reynslu sína af fermingu í fjölskyldunni, að þar væri mest áberandi þörfin á því að slá í sundur hjónarúmið! Lýsti hann þeirri athöfn vel og gleymdi hvorki skrámum né marblettum. Og var greinin öll hin hnyttnasta. En það er margt, sem verður til þess að slá í sundur hjóna- 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.