19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 53

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 53
linga, á í erfiðleikum með að fá kenn- ingu sína til þess að passa við stúlkur. Einnig hann dregur þá ályktun að þær hljóti að vera vanþroska, þar sem þær hegða sér ekki samkvæmt kenningu hans um aðgreiningu og einstaklings- þroska á unglingsárum. Aðgreiningin frá öðrum, sem er svo augljós hjá ung- lingspiltum, gerist ekki hjá stúlkun- um. Samt heldur hann fram algildi kenningarinnar. Síðan er vitnað í Piaget og Kohl- berg, en báðir ganga út frá þroska- stigum og siðfræði drengja í kenning- um sínum. Öðruvísi þroski Gilligan telur að mikilvægi sam- skipta, náinna kynna og umhyggju, sé það sem konur skilji oggangi útfrá. Þró- un þessarra hæfileika kvenna er jafn- framt grundvöllur siðferðisþroska þeirra. Þær ná að mati Gilligan öðruvísi þroska en karlmenn, en allsekki óæðri þroska. Siðfræði þeirra byggist á sam- hengi samskipta manna í milli hverju sinni, og hugmyndum um velferð fólks. Karlmenn ganga út frá aðgrein- ingunni, samkeppninni, ofbeldinu og miða siðfræði sína viö sjálfa sig með reglum til þess að forðá sér og öðrum frá hinu óhjákvæmilega ofbeldi, og sértækum, rökrænum lausnum. Það er athyglisvert að í könnunum sem gerðar voru á hugsunarhætti kvenna og karla samskiptum og vel- gengni. kom í Ijós ótti karla við náin samskipti, sem gætu hugsanlega leilt til svika eða frelsiskerðingar. Kven- fólkið reyndist afturámóti óttast ein- angrun, illvilja og öfund þá sem þær fyndu fyrir í samskiptum, ef þeim gengi vel í samkeppni og fengju háa stöðu. Út frá rannsóknum sínum myndar Gilligan sér þá skoðun að þroski kvenna fari þá leið að þær takast á við hugtakið eigingirni sem sé í andstöðu við ábyrgð og umhyggju fyrir öðrum. Andspænis ákvörðununt, sem varða það að taka á sig ábyrgð á eigin lífi, velta þær fyrir sér hvort ákvörðunin skaði aðra. Geri hún það er spurning- in: ef ég læt aðra ráða til þess að særa engan, skaða ég sjálfa mig? Og ef svo er, þá verð ég að taka ábyrgð á ákvörð- un, sem er annað tveggja eigingjörn eöa ábyrgðarfull. Með þetta í huga er auðvelt að sjá fyrir sér hvers konar viðhorf ræður hegðun kvenna í atvinnulífinu, afstöðu þeirra til framhaldsnáms í sambúð og með börn, og ákvörðun þeirra gagnvart fóstureyðingum, svo eitthvað sé nefnt. Aðalatriði er hinsvegar hvort áfram verði haldið að álíta þetta viðhorf til lífsins, þessa siðgæðisvitund, nei- kvæða og óæðri. Jean Baker Miller er sálfræðingur og brautryðjandi í sálmeðferð (psycho- therapy) kvenna. Hún hefur lagt mikla áherslu á að meðferð kvenna stefni ekki að því að sýna þeim fram á að við- horf þeirra séu neikvæð, heldur að konur hljóti meðferð sem gangi út frá réttmæti þessara siðgæðisviðhorfa. Hún hjálpar konum til þess að skilja eðli baráttu þeirra. Hún styður þær í kröfunni um að fá að vera hvort tveggja samvinnuþurfandi, samvinnu- elskandi, og færar um að njóta vel- gengni og taka að sér ábyrgðarfullar stöður. IJún hjálpar þeim í óttanum við einangrunina. Hún virðir hræðslu þeirra við að elski þær enginn og styðji, þá sé lífið einskis virði, en hún reynir jafnframt að auka sjálfsvirðingu þeirra. Hún hjálpar þeim að greina á milli ábyrgðar þeirra sjálfra og ábyrgðar karlmannsins í brostinni sambúð. Veikleiki karla - Styrkur kvenna Miller gengur út frá því að hræðsla karlmanna við að viðurkenna ótta og getuleysi sé veikleiki en ekki styrkur, og að þvert á móti sé styrkur kvenna falinn í því að viðurkenna slíkt, því að það geri þær færari um að skilja aðra og hjálpa þeim. I bók sinni Towards a New Psycho- logy of Women (Boston, Beacon Press, 1976) ræðir Miller meðal annars vandann út frá skiptingu valds. Meðan konur eru undirmálshópur verður öll sókn þeirra eftir auknu frelsi til þess að vera þær sjálfar og bera virðingu fyrir séreinkennum sínum, bæld af valda- hópnum, þ.e. karlmönnum. Þær eru undirmálshópur í þeim skilningi að valdahópurinn telur eiginleika þeirra neikvæða. Tilraunir kvenna til þess að fá þessa eiginleika viðurkennda neyða karlmenn til að horfast í augu við þá sjálfir, takast á við þá, viðurkenna þá og innlima í sálarlíf sitt. Slíkt er ógn- vekjandi og karlmenn bregðast við með ofbeldi af ýmsu tagi, jafnt póli- tísku, andlegu, tilfinningalegu og líkamlegu, opinberlega og inni á heimilum. Engan skal undra að konur óttist sjálfsábyrgð, sjálfstæði og vel- gengni. Það er hinsvegar hlutskipti þeirra í sókn eftir aukinni sjálfsmeð- vitund að ógna valdastöðunni eins og hún er nú. Barátta fyrir því að störf, sem fela í sér umönnum annarra, verði viðurkennd jafnrétthá öðrum, er ekki launabarátta, heldur sjálfsvirðingar- og sjálfstæöisbarátta kvenna. Kvennasálfræði er liður í þessari baráttu kvenna til jafnréttis. Hún er mótvægi við einhliða dóm karlkyns sálarfræðinga og þeirra kvenna sem beygja sig undir áfellisdóminn yfir sið- fræði kvenna. Hún staðfestir og styður viðhorf sem karlar hafa fyrirlitið, hefur þau upp til jafnrar virðingar. Hún leggur áherslu á mikilvægi þeirra fyrir afkomu mannkynsins. í persónu- legunr skilningi veitirhún konum sjálfs- virðingu og sjálfstraust í samfélagi, sem byggt er af karlmönnum, fyrir karlmenn og á grundvelli siðfræði og lífsviðhorfa þeirra. Nokkrir höfundar, sem fjalla um konur í nýju ljósi eru: 1. Lillian Rubin. Worlds of Pain, New York. Basic Books, 1976 2. Carol B. Stack. Allour Kin, New York, Harperand Row, 1974 3. Georgia Sassen. Success Anxiety in Women: a Constructivist Interpretation of its Sources and its Significance, Har- vard Educational Review 50, 1980 4. Bernard S. Robbins. “The Nature of Femininity”, Proceedings of Symposium on Feminine Psychology, New York Medical College, 1950 5. Frank and Colleen Johnson. “Role Strain in High Commitment Career Women”, Journal of the American Academy of Psychoanalysis. 6. Michelle Z. Rosaldo. “Women, Culture and Society: a Theoretical Overview”, í Women, Culture and Society, Stanford University Press, 1974 7. Nancy Chodorow. “Family Structure and Feminine Personality”, sama bók. 8. Sherry B. Ortner. “Is Female to Male as Nature is to Culture?”, sama bók. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.