19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 21

19. júní - 19.06.1986, Page 21
„Já. Viö grínuðumst með það. En það varði stuttan tíma. Þegar hjón eignast börn neyðist annar aðilinn til að vera aðalfyrirvinnan. Þetta er bara ákvörðun. Nú, það vill svo til að ég er í aðstöðu til að vera með hærri tekjur, þótt ég sé ekki í klifurstarfseminni eftir hærri stöðu.“ Hún verður sjálf að knýja á - Nú langar mig að spyrja út í dóttur þína. „Já. Að vísu er konan mín meira heima en ég, en dóttir mín getur alveg eins leitað til mín eins og hennar og gerir það. Mér finnst að það eigi að ala upp stelpur í meiri sjálfsvirðingu og sjálfstrausti, ogég reyni að venja hana á sjálfstæði." - Hvað gerirðu til þess að hún öðlist sjálfstraust? „Ég veit ekki alveg hvað ég geri til þess að veita henni sjálfstraust. Maður hugsar líklega allt of stutt fram í tím- ann í uppeldinu." - Hvers óskarðu þér fyrir dóttur þína? „Að hún geti horft á samfélagið sínum augum en ekki gegnum kreddur eða kenningar, hvort sem það eru kvennapólitískar eða aðrar. Þjóðfé- lagið þarf ekkert að breytast til að hún fái starf sem hún óskar sér. Konur eru ekki nógu ákveðnar í að koma sér áfram og of sáttar við það sem að þeim er rétt. Ef hún óskar sér hárrar stöðu þá verður hún að knýja fast á.“ - Erþað þá konum að kenna að þœr komast ekki eins áfram og karlar? „Já. Til dæmis í pólitík kjósa konur ekki konur. Og svo er erfitt að fá konur yfirleitt til starfa. í einkageir- anum eiga þær möguleika til þess að ná háum stöðum. En það er mikil íhaldssemi hjá hinu opinbera í þessu efni, það skal ég viðurkenna. Og hjá Sambandinu líka.“ Ekkert öðruvísi að vinna með konum - Hvernig finnst þér að vinna með konum? „Mér finnst ekki meiri munur á körlum og konum og er milli einstak- linga." - Hefur kona veriðyfirmaðurþinn? „Já. Það er ekkert öðruvísi en þegar kartmaður er yfirmaður." - Er þá enginn munur og konum og körlum? „Karlar eru hræddari við að opna sig. Sjálfsímyndin krefst þess. Sjálfur hef ég aldrei haft þessa sjálfsímynd. En það eru ákveðnir hópar sem leyfa sér að sýna meiri tilfinningar en aðrir. Það eru karlmenn á aldrinum 25-35.“ - Hvaða áhrif heldurðu að kven- frelsishreyfingin hafi haft? „Það er helst umræðan. En mér finnst of mikið talað um það að karl- maðurinn sé óvinurinn. Það finnst mér vera mistök. Kvenfrelsishreyfingin á að vera til þess að konur öðlist meiri trú á sjálfar sig. Þær verða svo að ýta á. Það eru að vísu stórir þættir í þjóð- félaginu, sem við ráðum ekki við. Náttúrulegar ástæður gera það að verkum að konur detta út úr atvinnu- lífinu um lengri eða skemmri tíma. Þær ganga með og fæða börnin. En það er fjárhagslega ómögulegt fyrir minni fyrirtæki að greiða 4-6 mánaða fæðingarorlof og laun íhlaupastarfs- manns að auki. Við þennan þátt ráðum við ekki, nema ríkið tæki þá að sér fæðingarorlofið." Formannaskipti í KRFÍ Á síðasta aðalfundi KRFÍ 17. mars sl. lét Esther Guð- mundsdóttir af forniennsku eftir finini ára forystustarf. I hennar stað var kjörin Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur. Lára er fædd í Reykjavík 1951 og varö stúdent frá Versl- unarskólanuni árið 1972. Hún lauk prófi frá lagadeild Háskólans 1977 og kenndi síðan verslunarrctt við Verslun- arskólann í 6 ár. Auk þess vann hún á lögmannsstofu á þcim árum, en árið 1982 réðst hún sem lögfræðingur Alþýðusam- bands Islands og hcfur gegnt því starfí síöan. Lára cr gift Þorsteini Haraldssyni lögg. endurskoðanda og eiga þau tvö börn, 9 og 6 ára gömul. Lára hcfur haft mikil afskipti af jafnréttismálum, hún átti um skeið sæti í ráðgjafanefnd Jafnréttisráðs, en nú situr hún í Jafnréttisráði sem fulltrúi ASI. Hún hefur veriö í fram- kvænidahópi '85-nefndarinnar síðan í hitteðfyrra og á þessu ári tók liiín sæti í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Frá aöalfundi KRFÍ 1986. Fráfarandi formaöur, Esther Guö- niundsdóttir til hægri og Lára V. Júlíusdóttir, hinn nýi formaöur til vinstri. 21

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.