19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 22

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 22
Grein: Vilborg Davíðsdóttir r AÐ ERU KOMNIR , BRESTIRI KARLMENNSKU- IMYNDINA Eftirfarandi grein er unnin upp úr við- tölum við sex unga karlmenn á aldrin- um 21-25 ára, þar sem þeir voru spurðir spjörunum úr varðandi afstöðu þeirra til jafnréttismála. Við- mælendurnir hafa flestir einhverja reynslu af sambúð þó ungir séu, auk þess sem tveir þeirra eiga ung börn. Af ýmsum ástæðum kusu sumir þeirra að halda nöfnum sínum leyndum enda skipta þau ekki meginmáli hér. Þessi samantekt er vissulega enginn „Stóri- sannleikur“ um afstöðu ungra karl- manna til kvenfrelsisbaráttunnar, en gæti þó verið einhver vísbending um hvaða áhrif hún hefur haft á hugsunar- hátt nýrrar kynslóðar. Sumir karlmenn eru róman- tískari en konur þeirra „Þið konurnar eigið sjálfar að berjast fyrir jafnrétti, það er ekki í okkar verkahring að gera slíkt,“ var svar 25 ára manns við þeirri spurningu hvort bæði kynin hefðu ávinning af jafnrétfi. Þetta svar hans kom raunar nokkuð á óvart því fyrr í viðtalinu talaði hann um jafna verkaskiptingu á heinrilum sem sjálfsagðan hlut og réttlátan. „Jú, sjáðu til“ bætti hann svo við, „við erum alltaf að tapa því sem við höfum haft.“ Slík röksemdafærsla var mjög algeng í svörum viðmælendanna, enda þótt þeir samþykktu allir að jöfn verkaskipting innan heimilisins væri sjálfsögð. Utan heimilisins áttu konur sjálfar að berjast fyrir rétti sínum. Aðeins einn af viðmælendunum svar- aði spurningunni um ávinning karla samstundis jákvætt: „Slíkur ávinningur hlýtur að fara eftir því hverju karlar sækjast eftir. Ef þeir vilja bara láta stjana sem mest við sig þá hafa þeir auðvitað öllu að tapa. En ef þeir eru að sækjast eftir öðrum verðmætum og mýkri þá snýr málið öðruvísi við. Það hefur ekki verið í tísku fyrr en nú að tala um tilfinningar karlmanna. Hugtakið „mjúkir karl- menn“ þekktist ekki einu sinni fyrir nokkrum árum, en í dag segjast sumir karlmenn vera rómantískari en konur þeirra.“ Amóta tónn varðandi umræður um tilfinningalíf karla kom fram seinna í viðtölunum við kyn- bræður hans. Jens Kristjánsson, 24ára gamall háskólanemi hefur orðið: „Nú er loksins viðurkennt að karlar rnegi hafa tilfinningar án þess að vera álitnir rolur eða hrein taugallök. Sú ímynd að karlar eigi að vera einhvers konar til- finningalegir steingervingar sem sýni ekki nein viðbrögð tilfinningalega séð er sem betur fer að detta upp fyrir. Heildin krefst þess ekki lengur að ímynd karla sé jafn einhliða og áður.“ Hann var ekki sá eini sem tók djúpt í árinni, jafnaldri hans, sem er útivinn- andi l'aðir, hafði þetta að segja og var þungur á brún: „Það er fyrst núna sem það er viðurkennt að karlmenn geti haft mjúkar tilfinningar. Konur hafa alltaf verið að naflaskoða sjálfar sig í skjóli þess að karlar séu tilfinninga- lausir. Annars held ég að karlar hafi komist í sviðsljósið undanfarið vegna þess að fjölmiölar eru orðnir þreyttir á konunum og núna, þegar kvennaára- tugurinn er búinn, þá eru karlar allt í einu orðnir nýtt og ferskt fréttaefni.“ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.