19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 57

19. júní - 19.06.1986, Page 57
Fyrir tíu árum var umönnun barna mikið áhyggjuefni útivinnandi kvenna og virðist mér lítið hafa breyst í þeim efnum. 7f\ SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR VERSLUNAR- EIGANDI: Einhver önnur aðgerð hefði orðið áhrifaríkari 1975 var ég heimavinnandi með þr jú börn og á kvenna- frídaginn tók ég mér frí frá heimilinu allan daginn og var maðurinn minn heima hjá börnunum. Við héldum hópinn gantlar vinkonur, tókum daginn snemma og tókum þátt í aðgerðum dagsins af lífi og sál. Þetta var stórkostlegur dagur og við vorum fullar af hug og trú á málstaðinn. Tíu árum síðar voru hagir mínir gerbreyttir, ég var orðin atvinnurekandi og gat ekki lokað verslun minni allan daginn. Ég hafði 12 konur í vinnu og eiginlega kom það mér spánskt fyrir sjónir að þær skyldu allar koma til vinnu þennan dag nema ein. Við lokuðunt þó versluninni á meðan úti- fundurinn stóð yfir á Lækj- artorgi og starfsfólkið, langflest konur, ræddi um málefni dagsins og gildi fundarins. Pessar konur höfðu allar verið á fundinum 1975, en nú var eins og þeim þætti þýðingarlaust að vera að endurtaka sama viðburð- inn. Af fjölskylduástæðum var ég ekki viðstödd þennan fund en mér virtist eftir á að allar værum við á einu máli um að einhver önnur að- gerð hefði verið áhrifarík- ari. Okkur fannst ekki ríkja sama stemmning fyrir deg- inum og tíu árum áður. Það sem mér finnst eink- um hafa breyst á þessum árunt er að konur eru meira meðvitaðar um sinn rétt núna, þær fylgjast betur með á vinnustöðum að ekki sé gengið framhjá þeim við stöðuhækkanir og eru á verði gagnvart launum sín- um, ef starfssvið þeirra er aukið. Því miðurfinnst mér þó enn ríkja það viðhorf hjá mörgum konum að starf þeirra sé númer tvö á eftir húsmóðurstarfinu og það er algengt að konur falist eftir starfi þar sem þær geta átt frí á sumrin. Slíkt dytti engum karlntanni í hug. Jákvætt er hins vegar að nú orðið er það almenna regl- an að foreldrar skiptast á að vera heima hjá veikum börnum. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI: Enn er langt í land Því miður gat ég ekki tekið þátt í hátíðahöldunum á kvennafrídaginn 1975 þar seni ég var þá við nám í Bretlandi. Ég minnist þess að kvennafrídagsins á ís- landi var getið í fréttatíma breska útvarpsins BBC og að í lok fréttarinnar sagði þulurinn eitthvað á þessa leið: „Ekki veit ég hvað myndi gerast ef allar konur í Bretlandi legðu niður vinnu í heilan dag!“ Árið 1985 tók ég hins vegar þátt í hátíðahöldum á kvennafrídaginn. Af fyrr- greindum ástæðum get ég ekki gert samanburð á kvennafrídögunum, en ég hygg þó að sá fyrri hafi vakið miklu meiri athygli og haft meiri áhrif og sögulegt gildi í jafnréttisbaráttu kvenna. Mér fannst stemmningin ágæt á kvennafrídeginum 1985 og sýningin á störfum kvenna var til fyrirmyndar. Vafalaust eru skiptar skoðanir um hvað hefur áunnist á síðustu 10 árum. Ég hygg að mikilvægasti ávinningurinn sé fólginn í því að konur hafa öðlast meira sjálfstraust og trú á sína eigin hæfileika og þær eru meira meðvitaðar um stöðu sína og rétt. í öðru lagi l'innst ntér viðhorf gagn- vart hefðbundnum störfum kyn janna hafa breyst í rétta átt, þótt aldagömul viðhorf gagnvart konum og hlut- verki þeirra verði ekki upp- rætt á einum áratug. Við eigum enn langt í land til að ná jafnrétti. Það er mikil- vægt að konur verði óragar við að taka að sér stjórnun- arstörf í menningar- og atvinnulífinu og þori Baráttumálin á kröfuspjöldum fyrir 10 áruni. Flcst gætu þau allt eins verið frá síöastliönu hausti. (Ljósm. Sigurjón Jóhannson). 57

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.