19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 32
karlmenn, og þó ég hafi enga menntun í bókmenntafræði er ég nokkuð með- vitaður um galla hennar á því sviði. Mig langaði ekki og langar ekki enn að fjalla um þessa bók á neikvæðan hátt. Eins og að lesa um sjálfan sig Þrátt fyrir þessa vankanta bókarinnar leið mér vel við lestur hennar og lang- aði í meira, en vildi fá það hægt og bít- andi. Ég gat aldrei lesið meira en tvö- þrjú viðtöl í einu. Þá var ég svo upp- gefinn af því að lesa um sjálfan mig að ég vildi ekki meira í bili. Þar kom bókin við mig. í hverju einasta viðtali var eitthvað sem ég fann sameiginlegt með þeim er sagði frá. Stundum eitt- hvað sem við vorum báðir ánægðir með, stundum báðir óánægðir, stund- um annar ánægður en hinn óánægður. Eitthvað sem við höfðum báðir kvalist vegna, eitthvað sem við höfðum báðir upplifað sem hina einu sönnu ást, eitthvað sem tengdi okkur. Og oft hefði ég viljað vita meira. Oft hefði ég viljað geta tjáð mig við viðmælandann til að rjúfa þessa einhliða upplifun af samkennd og finna hana gagnkvæma. Oft hefði ég líka gert öðruvísi en höf- undurinn, einmitt vegna þess að ég fann samkenndina, en var ekki blaða- maður að taka viðtal. Það er einn helsti galli bókarinnar fyrir mig sem karlmann. Að vera stoppaður af með tilfinningar mínar vegna nýrrar spurn- ingar frá höfundi, þegar mig langaði að halda áfram, hefði viljað fylgja ýmsu betur eftir, fá meira út úr viðtal- inu. Þess vegna var einnig erfitt að lesa mikið í einu. Og hvers vegna finn ég þessa samkennd? Hvers vegna er þessi bók ekki eins og hver önnur samtalsbók, sem er spennandi, fræðandi, svalandi? Mergur þessarar bókar er sá að hún fjallar um tilfinningar á tilfinninga- legan hátt. Þó oft bregði út af, er hitt oftar að tilfinningarnar streyma fram og hitta mig í magann og ég finn það sem fjailað er um. Ekki bara sé fyrir mér eða skil, ég finn það og það er öðruvísi. Þess vegna er ég pínulítið með í viðtalinu. Þetta tekst ekki oft í samtalsbókum og enn síður í sam- tölum við karlmenn. Að gangast við veiklyndi sínu Goðsögnin um að karlmenn eigi að vera sterkir er enn við lýði og góðra gjalda verð útaf fyrir sig, en hræðsla þeirra við að standa ekki undir því hefur of oft skapað varnir sem felast í því að sýna aldrei veikleika. Og það er veikleiki að sýna tilfinningalegt óöryggi. Hræðslan við að geta ekki orðið sterkur aftur eftir sýndan veikleika viðheldur vörnunt. í bókinni viöur- kenna allir karlmennirnir, að vísu undir nafnleynd, tilfinningalegt veik- lyndi á einhvern hátt, en allir standa styrkir að lokum. Kannski lærist okkur smám saman að það getur falist styrkur í því að gangast við veiklyndi sínu. Mannlegri styrkur en sá vélræni, ópersónulegi styrkur, sem felst í því að gangast aldrei við veikleika sínum og skapar aðeins hugtök eins og karl- rembusvín. Aðeins að litlu leyti fjallar bókin um ástar- og kynlíf þessara 18 karlmanna, heldur miklu meira um heft og lokað tilfinningalíf þeirra. Tilfinningar, sem ég er viss um að margir þeirra hafi aldrei áður komið frá sér munnlega, hvað þá á blað. Og margir þeirra upp- götvuðu tilfinningar, sem þeir vissu lítið um að þeir báru í brjósti. Stundum kom þá fyrir að fagmaðurinn í mér gægðist fram og vildi hjálpa til. Ekki ósjaldan las ég beiðni um hjálp eða beiðni um skilning og samkennd og oftast held ég að höfundurinn hafi fengið meira út úr viðtölunum heldur en viðmælandinn. Þess vegna skilur bókin mig svolítið einmana eftir. Lík- lega jafn einmana og viðmælendurnir hafa oft verið skildir eftir. E.t.v. hefur hvert viðtal verið miklu meira og dýpra en prentað er, en þá er rangt valið til prentunar. í bókarlok hef ég kynnst 18 karl- mönnum lítillega, en er meinað að kynnast þeim betur, einkum á þeim sviöum er höfða til mín og það finnst mér vont. Þetta er galli sem einkennir þá einstefnumiðlun sem bók er, en maður finnur misjafnlega mikið til. Innlegg í umrœðu íslenskir elskhugar er að mörgu leyti rangnefni, en hvað hefði bókin getað heitið annað? Undirtitillinn hjálpar til: „Atján karlmenn ræða um ástina, kynlífið, konuna og karlmennskuna". I upphafi gaf titillinn mér þá hugmynd að um úttekt eða samanburð væri að ræöa og held ég að svosé um fleiri. Það bæöi hrindir frá og laðar að. Ég held að íslenskir karlmenn finni flestir eitthvað sem höfðar til þeirra í bókinni og flestir þeirra hefðu ekkert nema gott af því að lesa hana. En ég held ekki að hér sé brotið blað í bókmennta- ferli okkar. Held ekki að nú þurfi að skrifa svona bækur til mótvægis við allar þær bækur sem ruðst hafa fram á markaðinn og fjalla um stöðu, til- finningalíf og kúgun konunnar. Hins vegar held ég að karlmönnum sé mikil þörf á umræðu um stöðu þeirra í breyttu samfélagi og getur þessi bók verið innlegg í þá umræðu ásamt mörgum öðrum bókum, innlendum sem erlendum. Að lokum vil ég þakka Jóhönnu samfylgdina, en hefði gjarnan viljað vera henni samferða á meðan á við- tölunum stóð. Þrítugt skáld og eiginmaður sem á 2 börn í hjónabandi og 2 fyrir h jónaband - En sekturkennd mín tengist ekki bura börnunum. Pegar ég var sjö úra sagði ég við móður mína að ég œtluði að verða smiður og smíða lianda henni hús þegar ég vœri orð- inn stór. Petta gerði ég auðvitað aldrei. Ég bjó lengi með henni og reyndi að hugsa eins vel um hana og ég gat og eftir að ég flutti að heiman tók systir mín við. Pað varð núttúr- lega ógurlegt áfall fyrir mig að búa til tvær einstœðar mœður. Slíkar aðstœður hafði ég aldrei œtlað mór að skapa. En samt gel ég sagt ífullri einlægni að ég lief ætlað mér að vera góður strúkur. Pað getu vissu- lega allir sagt. Og þótt ég hafi brugðist konunni minni með þvi uð sofa hjú öðrum konum þú finnst mér ég samt vera góður strúkur og betri en murgir afhinum strákunum sem þykjast vera stórir og sterkir. Pað sem ég finn mér til gildis er að lutfi ég ekki verið einlœgur og sagt satt hef ég brotnað saman. Pess vegnu hef ég alltaf reynt að vera hreinn og beinn og œrlegur í öllum ástum rnínum hvort sem þær hafa enst lengur eða skemur. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.