19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 82

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 82
BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR • BÆKUR Glæsilegt verk -ALGERPERLA Anna Sigurftardóttir: Vinna kvenna á íslandi í 100 ár (482 bls.). Kvvnnasugusal'n íslands gal' út 1985. Anna Sigurðardóttir er fram úr hófi hógvær þegar hún margítrekar að hún hafi aðeins „tekið saman“ þessa bók, eða þegar hún talar allt að því niður- lægjandi um „samtíning“ sinn. Það er óþarfi. Eldra rit Önnu, Ártölogáfang- ar, má heita samantekt, en ekki bókin Vinna kvenna. Það rit er glæsilegt verk, alger perla, sem höfundur getur ekki verið annað en hreykin af. Anna notar heimildir af natni og næmi. Að vísu kemur fyrir að hún er helst til auötrúa á gildi íslendinga- sagna sem heimilda um líferni fólks og hún gerir það ekki nógu nákvæmlega upp við sig hvort þær segja okkur eitthvað um söguöld eða ritunartíma. En satt best að segja kemur slík óákveðni ekki að sök, ef til vill ætti frekar að orða aðfinnsluna þannig að Anna sjái um of í gegnum fingur sér við sögurnar, því henni finnast þær svo skemmtilegar. A hinn bóginn leynir það sér ekki að hún sér í gegnum þær og hæðist stundum að þeim, til dæmis þegar kvenmannsverka er getið af þeirri ástæðu einni að karlmaður tók til hendi við þau, og oft kvartar Anna undan því að í sögunum skuli hversdagslegir hlutir koma jafn sjaldan fyrir og raun ber vitni. Er það vitaskuld vegna þess að frásagnarvert er aðeins það sem þykir tíðindum sæta. Þar af leiðir að athafnir og hand- brögð sem gerð eru dag hvern og oft á dag verða útundan og er aðeins getið óvart eða þegar framvinda frásagnar krefst þess. Svipað verður uppi á teningnum þegar hugað er að heimildum síðari alda, til að mynda skjölum 18. og 19. aldar, sem Anna hefur lítið nýtt sér enn sem komið er. Yfirsjónir einar eru tilefni umtals og eru festar á blað, glæpir verða til þess að grennslast er fyrir um atburöi og aðstæður. Þannig má margt sjá um vinnu kvenna í dóma- bókum þegar tekin eru fyrir dulsmál og barnamorð, sem voru tíðasta afbrot kvenna á þessum árum. Oft bar fæð- inguna að þegar kona var við vinnu sína, í fjósi eða eldhúsi, og flestar þeirra kvenna sem fæddu í dulsmáli voru vinnukonur og má því sjá hvernig vinnudegi þeirra var háttað. Þaö er ekki fyrr en allra síðustu ár sem farið er að grafast fyrir um daglegt líf og hversdagsleika kvenna. Full- orðnar konur skrifa endurminningar eða talað er við þær um fyrri tíð. Anna hefur verið dugleg að safna slíku efni og hefur sjálf tekið fjölda kvenna tali um hluti sem sagnfræðingar hafa hingað til sýnt lítinn áhuga, auk þcss sem hún hefur aflað sér fjölda einka- Anna Sigurðardóttir Grein: MárJónsson bréfa. Einkum eru munnlegar heim- ildir, það er að segja samræður við lif- andi fólk, mikils virði og mikilvægt að safna slíku efni á meðan enn eru konur á lífi sem muna og vita. Kvennasögu- safn, sem Anna veitir forstöðu, er upplagt sem miðstöðstarfsafþví tagi. Enn önnur heimild sem Anna notar vel og gerir hrífandi með snjöllum fylgitextum eru Ijósmyndir, á annað hundrað að tölu í bókinni, garnlar og nýjar. Að bera saman drungalegt augnaráð kvenna sem vaska fisk á Bíldudal um aldamót og uppgerðar alvöru húsmæðraskólameyja nokkr- um áratugum síðar segir mikla sögu. Og ljósmyndunum liðsinna rnyndir af stórkostlegum málverkum Sigur- laugar Jónasdóttur: æskuminningarog þjóðlífsmyndir frá Breiðafirði. Því miður eru þær ntyndir smækkaðar og ekki í lit, en það er eðlilegt í bók sem þessari. Ódrepandi áhugi Bók Önnu geislar af fjöri og ber með sér ódrepandi áhuga hennar á efninu, og er það ekki of algengt meðal sagn- fræðinga. Þar að auki skynjar Anna lífið sjálft og leitast við að skilja það, en sér ekki aðeins heimildina sent orð á blaði að færa yfir á annað blað. Dugnaöur Önnu er nteð ólíkindum og allsstaðar er drepið niður fæti. Bókin er þannig byggð að í hverjum kafla (sem eru 23 talsins auk formála) er tekinn fyrir ákveðinn þáttur í vinnu kvenna. Byrjað er á hússtjórnar- og þjónustustörfum, farið yfir í mat- reiðslu og vinnslu og geymslu ein- stakra matvæla, hreinlæti, hannyrðir 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.