19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 52
Grein: Sigrún Harðardóttir
Kvennasálfræði
Liður í jafnréttisbaráttu
Síðastliðinn áratug hefur orðið vart
ört vaxandi hreyfingar innan sálfræð-
innar, sem hefur verið kölluð kvenna-
sálfræði. Síðan Freud hóf að mynda
sér skoðanir og kenningar á uppbygg-
ingu sálarlífsins hefur ríkjandi skoðun
verið sú að konur nái ekki siðferðis- og
einstaklingsþroska þeim sem karlar
ná. Kenningar, tilraunir og rammar,
sem fram hafa komið hjá sálfræðing-
um af báðum kynjum, hafa rekist á að
erfiðara er að gera rannsóknir og
kannanir á stelpum en strákum, því að
stelpur skekkja ævinlega myndina.
Þessi vandi hefur verið leystur með
neikvæðum hætti gagnvart kvenkyn-
inu.
I baráttu sinni fyrir jafnrétti lögðu
kvenréttindahreyfingar lengst af
mesta áherslu á að konur væru ekkert
frábrugðnar körlum, og hafa hvatt
konur til þess að taka upp starfsað-
ferðir og hugsunarhátt karla. Nú er að
koma fram það sem Betty Friedan,
fyrrum forvígismaður kvenréttinda-
hreyfingarinnar í Bandaríkjunum,
hefur kallað annað stigið. í því felst
viðurkenning á séreinkennum kvenna
og rétti þeirra til þess að varðveita þau
og hljóta viðurkenningu á þeim.
Hér mun aðallega vitnað í bækur
eftir tvær mikilsmetnar konur og eru
bækur eftir þær lesnar sem námsefni í
sálfræði í Bandaríkjunum.
Annað gildismat
Carol Giiligan er meðal brautryðj-
enda í kvennasálfræði. Hún er kennari
við Harvardháskóla í Bandaríkjunum,
og aðalviðfangsefni hennar innan sál-
fræðinnar er siðfræði.
Þegar hún vann við kannanir á sið-
ferðisgrunni fólks fór hún smám sam-
an að gera sér grein fyrir því að sið-
fræðilegt gildismat kvenna var frá-
brugðið gildismati karla. Yfirmaður
hennar hafði búið sér til ramma utan
um kenningu, en konur féllu ekki inn
í þennan ramma, svo að hann fór að
útiloka kvenfólk í könnunum sínum.
Gilligan fór hinsvegar að reyna að átta
sig á muninum sem á milli væri. Hún
vissi að þetta frávik kvenna frá hinu
eðlilega var álitið vandamál, sem
konur ættu við að etja á þroskaferli
sínum. Hún gerði sér hinsvegar grein
fyrir því að viðmiðunin væri ákvörðuð
af karlmönnum og passaði aðeins fyrir
karlmenn. í bók sinni In a Different
Voice (Harvard University Press,
1982) rekur hún þetta svokallaða
„þroskavandamál" kvenna til vanda-
mála sem Freud átti við með að láta
kvenfólk falla að kenningu sinni um
Ödipusarduldina. Vandamál sem
hann átti við að glíma með kenningu
sína varð að vandamáli í þroska
kvenna. Og það lýsti sér í því hvernig
þær upplifðu samskipti við aðra.
Hún nefnir síðan kenningar Nancy
Chodorow þess efnis að þar sem
stúlkur séu aldar upp af manneskju af
sama kyni þurfi þær ekki að losa sig
við samsömun sína við hana, en dreng-
ir, sem eru það ekki, geri skýran grein-
armun á móður sinni og sjálfum sér.
Þannig verður samúð, skilningur og
samsömun konum eðlilegri, en að-
skilnaðurinn og einstaklingshyggjan
körlum eðlilegri.
Janet Lever heldur svo lengra og
rannsakar muninn á leikjum stráka og
stelpna. Hún dregur hinsvegar af
rannsóknunum þann dóm að sam-
keppnisandi og hæfileiki stráka fram
yfir stelpur til þess að halda áfram
leikjum þótt rifist sé um reglur þeirra
sé hin „rétta hegðun“, en tilhneigingar
stelpna til aö leika sér með fáum vin-
konum og hætta leik þegar upp koma
deilur telur hún „óæskilega hegðun".
Drengir taka reglur fram yfir sam-
skipti, en stúlkur þveröfugt.
Erikson sem sett hefur fram vinsæla
kenningu um þroskastig barna og ung-
52