19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 14

19. júní - 19.06.1986, Page 14
Heiðar Jónsson. (Ljósm. AFG.) ERUM OLL FALLEG Rannveig Jónsdóttir ræðir við Heiðar Jónsson snyrti Sumir halda að örlög manna séu skráð í stjörnurnar og snemma beygist krók- urinn, segir máltækið. Heiðar Jónsson var ekki hár í loftinu þegar hann var orðinn sérfræðingur í fegurðardrottn- ingum íslands frá upphafi og auk þess margfróður um frægar fegurðardísir í útlöndum. Hann safnaði Vikunni nteð myndum af þessum dísum og mundi brjóst-, mittis- og mjaðmamál þeirra. Áhugi hans á fegurð virtist meðfædd- ur. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti fyrst þennan ljúfa dreng, þá sjö ára gamlan, vestur á Staðastað á heimili fósturforeldra sinna, séra Porgríms Sigurðssonar og Áslaugar Guðmundsdóttur. Heiðar var þá þegar orðinn eftirtektarverður og eftirminnilegur persónuleiki - reyndar ógleymanlegur. Það var gaman að spjalla við hann því hann var svo opinskár og elskulegur og fullur af áhuga á flestu milli himins og jarðar, en þó var hann fyrst og fremst gagn- tekinn af fegurð. Litaskyn hans var óvenju næmt, hafði þroskast snemnta og litina notaði hann á sérstæðan hátt. Snemma fór Heiðar að hafa gaman af að tala um það eftir messu hvernig kirkjugestir höfðu verið klæddir. Hann virtist taka eftir öllu. Heiðar Jónsson er löngu orðinn landskunnur fyrir margvísleg störf sín í sambandi við fegurð, snyrtingu og tísku. Honum hefur tekist það sem svo marga dreymir um, að gera áhugamál sín að atvinnu. í 19. júní hafa oft birst viðtöl við konur sem fyrstar hafa haslað sér völl í atvinnulífinu á hefðbundnum verk- sviðum karla. En ekki er síður for- vitnilegt að ræða við karlmann í svip- aðri aðstöðu og fá að kynnast reynslu hans og viðhorfum. Heiðar, sem hefur af ýmsum ástæð- um neitað blaðaviðtölum mörg undan- farin ár, tekur bón okkar strax vel og segist ætla að gera undantekningu því að sérstöku máli gegni um 19. júrií. Tískan byggist á pólitík Hann hefur stækkað ntikið síðan við hittumst fyrst, en áhugamálin eru enn þau sömu og viðmótið ber öll sömu einkenni Ijúfmennsku og áhuga á öllu mögulegu. Einhvern veginn finnst mér bæði sjálfsagt og eðlilegt að byrja á því að spyrja Heiðar hvaö sé fegurð. Hann hugsar sig um góða stund áður en hann svarar. „Fegurðarhugmyndin er náttúrlega fögur sál í fögrum líkama. En fegurð er stórt hugtak og mannleg fegurð er stílfærð á svo margan máta. Fegurð hefur verið tískufyrirbæri gegnum aldirnar. Núna er fegurðarímyndin að breytast. Frönsk sýningarstúlka, til dæmis, má ekki þyngjast um mörg '4 14

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.