19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 55

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 55
Sól skein í heiði í Reykja- vík þann 24. október 1975 og það var engu Iíkara en kominn væri annar árstími. Utifundurinn á Lækjartorgi þar sem 25 þúsund manns söfnuðust saman, einkennd- ist af nývöknuðu sjálfs- trausti, vilja og bjartsýni á að nú skyldi rekið smiðs- höggið á jafnrétti kynja á íslandi. Um allt land var svipaða sögu að segja. Að mínu áliti markar þessi dagur viss tfmamót í jafnréttisbaráttu á íslandi. Mjög rnargar konur fengu aukið sjálfstraust við að taka þátt í aðgerðunum. Það er mikilvæg reynsla að finna að maður hefur kjark til að rísa upp og gera eitthvað sem ekki er viður- kennt og ætlast til. Pað eykur þor að finna að hóp- urinn er stór. Ég hef á til- finningunni að margar konur hafi verið upplits- djarfari æ síðan. Ósýnilegur óvinur á undanhaldi Jafnréttisbarátta kynja er háð við ósýnilegan óvin. Það er erfitt að benda á nokkuð áþreifanlegt sem komi í veg fyrir fullt jafn- rétti. Lagaákvæði, réttur til menntunar og starfa, til sömu laun o.s.frv. gefa ekki tilefni lil misréttis. Hinn ósýnilegi óvinur eru hefðir og fordómar, ómeðvituð viðhorf sem hver kynslóð miðlar annarri í hegðun og gerðum og ungviði lærir í frumbernsku áður en reyn- sla og þroski hefur kennt því að velja og hafna og gagnrýna það sem að berst. Með tilliti til þessa tel ég margt hafa gerst á þessu tíu ára tímabili. Árið 1975 var atvinnuþátttaka giftra kvenna 73% og þá fyrst voru samþykkt lög um 3 mánaða fæðingarorlof fyrir allar konur á vinnumark- aði. Árið 1980 kusu íslend- ingar sér forseta. I líflegri kosningabaráttu voru það ekki einungis konur sem beittu fyrir sig rökunt um jafnrétti kynja. Stór hópur karla tók í sama streng í opinberri umræðu. Árið 1985 var atvinnuþátt- taka kvenna tæp 80% og konur að finna í flestum starfsgreinum. Konur eru nú 45% af stúdentum við Háskóla íslands. Andmæl- endur jafnréttismála eru fáir og fara huldu höföi. Fjöldi kvenna í stjórnun- arstörfum hefur stóraukist á síðasta áratug og fræði- menn um stjórnun eru farn- ir að vekja máls á ýmsum eiginleikum í fari kvenna sem geri þærbeturfallnartil þeirra starfa en karla. Náðst hefur umtalsverð- ur árangur við að auka hlut- deild kvenna í sveitarstjórn- armálum og konur láta æ meira að sér kveða í stéttar- félögum og verkalýðssam- tökunr. Launamunur enn sá sami Ein er þó áþreifanleg staðreynd sem okkur verður tíðrætt um. Launamunur karla og kvenna er ekkert minni en hann var fyrir 10 árum og meðal mennta- manna er munurinn meiri en hjá ófaglærðum. Konur flykkjast í hefðbundin kvennastörf þótt sífellt fleiri sæki í aðrar greinar. Það leysir ekki vanda kvennastéttanna svonefndu að allir flýi þær. Þau störf verður að inna af hendi af konum og körlum. Það verður að halda áfram að herja á óvininum ósýnilega og afla þessum störfum meiri viðurkenningar til launa. Mér sýnist þróun undanfarinna ára benda ótvírætt til þess að það muni takast áður en langt um líður. Það er ofur eðlilegt að á útifundinum á Lækjartorgi í lok kvennaáratugar Sam- einuðu þjóðanna einkennd- ist málflutningur ræðu- manna af stöðunni í launa- málum og þörfinni á úrbót- um. Konur eru síður en svo kjarklausar eða vondaufar um að þær geti beitt áhrif- um sínum til framfara. Nú þurfti ekki langt og mark- visst hvatningarstarf til að fá konur til að standa saman um að taka sér frí. Því var fyrst hreyft fyrir alvöru fáum dögum fyrir fundinn. Samt streymdu þúsundirnar að Lækjartorgi þennan dag og stór hluti íslenskra kvenna lagði niður vinnu. í nýju húsi við Arnarhól var sama dag opnuð vegleg sýning, Kvennasmiðjan, sem gaf nokkra mynd af vinnu- framlagi íslenskra kvenna. Það voru launþegar, fyrir- vinnur fjölskyldna, sem mættust á Lækjartorgi 24. október 1985 til að leggja áherslu á bætt kjör. Og það rigndi ekkert á meðan fund- urinn stóð yfir. Á kvennafrídaginn 1985 flykktust konur enn á ný í þúsundatali á útifund á Lækjartorgi. Karlar tóku að sér kvennastörfin þar sem því var viö koniiö. (Ljósm. (tunnur V. Andrésson). 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.