19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 88

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 88
Á aðalfundi KRFÍ sem haldinn var 17. mars sl. kom fram í skýrslu stjórnar sem fráfarandi formaður félagsins Esther Guð- mundsdóttir flutti að starfsemi félagsins hefur verið dálítið frábrugðin þeirri starf- semi sem fram hefur farið undanfarin ár. Er það einkum vegna þess að árið 1985 var lokaár kvennaáratugar Sameinuðu þjóð- anna og sameinuðust konur á íslandi í svokallaða ’85-nefnd, ogátti KRFI þar sinn fulltrúa. ’85-nefndin beitti sér fyrir ýmsum aðgerðum á árinu sem félagsmenn í KRFÍ tóku virkan þátt í. Stjórn félagsins Stjórn og varastjórn KRFI kom saman að jafnaði einu sinni í mánuði sl. starfsár en framkvæmdastjórn, sem í eiga sæti for- maður, varaformaður, ritari og gjaldkeri komu saman reglulega þessámilli. Samtals voru haldnir 19 stjórnarfundir. Skrifstofa félagsins hefur verið opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 14-17 nema yfir hásumarið. Ragnheiður Eggertsdóttir sem var starfsmaður félagsins í rúm tvö ár lét af störfum í júní á síðasta ári og við tók Val- gerður Sigurðardóttir en hún á jafnframt sæti í stjórn félagsins. Félagsmenn eru nú um 500 og aðildarfélög 41. Félagsfundir og annað Hádegisfundur var haldinn í Litlu-Brekku miðvikudaginn 19. júní 1985 þar sem minnst var þess að 70 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Kristín Ástgeirs- dóttir sagnfræðingur rifjaði þar upp aðdraganda að því að konur fengu þessi réttindi. Pá var Auður Auðuns fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra gerð að heið- ursfélaga KRFÍ. Auður hefur verið braut- ryðjandi kvenna á sviði stjórnmála, virkur félagi í KRFI og formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna um árabil. Jólafundur var haldinn að Hallvcigar- stöðum mánudaginn 9. desembersl. Húsa- kynni KRFÍ voru skreytt og boðið var upp á jólaglögg og piparkökur. Nemendur úr Tónlistarskóla Vesturbæjar léku á blokk- flautu. Lesið var upp úr bókinni Konur - hvad nú? og hlustað á snældu frá 1975, útvarpsþátt Valborgar Bentsdóttur. Afmælisfundur félagsins var haldinn að Hótel Esju 27. janúar sl. Þar var fjallað um náms- og starfsval kynjanna. Frummæl- endur voru Jónína Margrét Guðnadóttir, cand. mag., Guðrún Þórsdóttir kennari, Guðrún Hannesdóttir kcnnari og námsráð- gjafi, Sölvína Konráðs sálfræðingur og Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda- stjóri VSI. Að Ioknum framsöguerindum voru fyrirspurnir en fundinum lauk með pallborðsumræðum sem Ásdís J. Rafnar stýrði, en auk hennar tóku þátt í umræðum Ásta K. Ragnarsdóttir námsráðgjafi við H.Í., Bjarni Kristjánsson rektor T. í., Gunnar Hansson forstjóri IBM, Kristín Halldórsdóttir alþingismaðurog Sigþrúður Ingimundardóttir formaður Hjúkrunar- félags Islands. Fyrirhugað er að gefa út erindin sem haldin voru á fundinum í fjöl- riti. Hádegisfundur var haldinn í Litlu- Brekku 12. febrúar 1986. Fjallað var um fyrirhugaðar svcitarstjórnarkosningar vorið 1986 og hlut kvenna í þeim. Stutta framsögu höfðu Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins, Áslaug Brynjólfsdóttir, sem sæti á í kjörnefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík og Þór- unn Gestsdóttir, formaður Landssam- bands sjálfstæðiskvenna. Konum frá öðrum flokkum var jafnframt boðið á fundinn. Voru líflcgar umræður og mikill hugur í konum og stóð fundurinn til kl. 14.00. Þá var haldinn fundur í hádcginu 17. apríl s.l. á Gauki á Stöng, og var efni hans getnaðarvarnir, einkum með tilliti til þings- ályktunartillögu Kvennalistans um að sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði við þær. Stutt erindi fluttu Kristín Halldórsdóttir alþm. og Ingimar Sigurðsson deildarstjóri. 10. maí er svo fyrirhugaður almennur fundur með konum í framboði til sveitar- stjórna. KRFÍ tók þátt í jafnréttisdagskrá í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar í september sl. ásamt ráðgjafanefnd Jafn- réttisráðs, Námsgagnastofnun og l'leiri aðilum. Fulltrúi KRFÍ í undirbúningshópi var Jónína Margrét Guðnadóttir. Til- gangurinn með dagskránni var tvíþættur, annars vegar að minna á lokaár kvennaára- tugar S.Þ. og hins vegar að vekja athygli skólamanna á grein í Jafnréttislögum þar sem kveðið er á um fræðslu um jafnréttis- mál. Þarna var kynnt Jafnréttisspil og námsefni um jafnréttismál sem jafnréttis- nefndir á höfðuborgarsvæðinu hafa látið útbúa. Starfsemin út á við Skv. nýjum jafnréttislögum sem samþykkt voru 19. júní 1985 er Jafnréttisráð skipað 7 fulltrúum, og tilnefnir KRFÍ einn fulltrúa. í nóvember sl. tiinefndi KRFÍ Esther Guðmundsdóttur til setu í ráðinu til tveggja ára sem aðalfulltrúa og Arndísi Steinþórsdóttur varafulltrúa til sama tíma. Skv. lögum á formaður KRFI sæti í íslensku UNESCO nefndinni. Var einn fundur haldinn frá síðasta aðalfundi. Svo sem kemur fram í inngangi var síð- astliðið ár um margt frábrugðið fyrri árunr í starfsemi félagsins. ’85-nefndin stóð fyrir ýmsum aðgerðum á árinu, en KRFÍ átti fulltrúa í nefndinni, þær Sólveigu Ólafs- dóttur, scm sæti átti í framkvæmdahópi ’85-nefndar, og Esther Guðmundsdóttur til vara. Fulltrúar KRFl tóku virkan þátt í öllu starfi ’85-nefndar, en nánar er sagt frá því á öðrum stað í blaðinu. Arndís Steinþórsdóttir hefur verið full- Hallveigarstaðir KRFÍ á þrjá fulltrúa í hússtjórn Hall- veigarstaða, formann, varaformann og einn fulltrúa tilnefndan af stjórn félags- ins, sem verið hefur Oddrún Kristjáns- dóttir. Leigusamningur við Borgardóm rennur út 1. janúar 1987 en ákvörðun hefur ekki verið tekin um áframhald- andi leigu. Fyrirhugaöar eru breytingar á sal hússins í kjallara, og verður hafist handa innan tíðar að brjóta veggi og breyta húsnæðinu, og áætlað að þeim Ijúki í sumar, þannig að salurinn cigi að geta nýst vel í félagsstarfi næsta vetur. trúi KRFI í Framkvæmdanefnd um launamál kvenna og Ásthildur Ketilsdóttir varamaður. Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur nú tekiö að sér fundarstjórn í fram- kvæmdanefnd í stað Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Á sl. ári voru haldnir 7 fundir á vegum nefndarinnar víðs vegar um land og í framhaldi af þeim fundum voru stofnaðir tenglahópar og er fyrirhugað að fara aðra slíka fundaherferð bráðlega. Þá tók fram- kvæmdanefndin þátt í Kvennasmiðjunni. I síðustu kjarasamningum voru viðræður við konur í samninganefndum ASÍ og BSRB og voru kröfur um 7 daga frí vegna veikinda ungra barna samþykktar í samn- ingunum. 1 apríl var haldin ráðstefna um réttindamál kvenna, fjölsótt og velhcppnuö. KRFÍ hefur átt fulltrúa í Ráðgjafanefnd Jafnréttisráðs, Oddrúnu Kristjánsdóttur, sem nú hefur tekið að sér formennsku í nefndinni, og Esther Guðmundsdóttur til Lára V. Júlíusdóttir: 'ARFSEMI KRFI 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.