19. júní - 19.06.1986, Síða 88
Á aðalfundi KRFÍ sem haldinn var 17.
mars sl. kom fram í skýrslu stjórnar sem
fráfarandi formaður félagsins Esther Guð-
mundsdóttir flutti að starfsemi félagsins
hefur verið dálítið frábrugðin þeirri starf-
semi sem fram hefur farið undanfarin ár.
Er það einkum vegna þess að árið 1985 var
lokaár kvennaáratugar Sameinuðu þjóð-
anna og sameinuðust konur á íslandi í
svokallaða ’85-nefnd, ogátti KRFI þar sinn
fulltrúa. ’85-nefndin beitti sér fyrir ýmsum
aðgerðum á árinu sem félagsmenn í KRFÍ
tóku virkan þátt í.
Stjórn félagsins
Stjórn og varastjórn KRFI kom saman að
jafnaði einu sinni í mánuði sl. starfsár en
framkvæmdastjórn, sem í eiga sæti for-
maður, varaformaður, ritari og gjaldkeri
komu saman reglulega þessámilli. Samtals
voru haldnir 19 stjórnarfundir. Skrifstofa
félagsins hefur verið opin mánudaga til
fimmtudaga frá kl. 14-17 nema yfir
hásumarið. Ragnheiður Eggertsdóttir sem
var starfsmaður félagsins í rúm tvö ár lét af
störfum í júní á síðasta ári og við tók Val-
gerður Sigurðardóttir en hún á jafnframt
sæti í stjórn félagsins. Félagsmenn eru nú
um 500 og aðildarfélög 41.
Félagsfundir og annað
Hádegisfundur var haldinn í Litlu-Brekku
miðvikudaginn 19. júní 1985 þar sem
minnst var þess að 70 ár voru liðin frá því
að íslenskar konur fengu kosningarétt og
kjörgengi til Alþingis. Kristín Ástgeirs-
dóttir sagnfræðingur rifjaði þar upp
aðdraganda að því að konur fengu þessi
réttindi. Pá var Auður Auðuns fyrrverandi
dóms- og kirkjumálaráðherra gerð að heið-
ursfélaga KRFÍ. Auður hefur verið braut-
ryðjandi kvenna á sviði stjórnmála, virkur
félagi í KRFI og formaður Menningar- og
minningarsjóðs kvenna um árabil.
Jólafundur var haldinn að Hallvcigar-
stöðum mánudaginn 9. desembersl. Húsa-
kynni KRFÍ voru skreytt og boðið var upp
á jólaglögg og piparkökur. Nemendur úr
Tónlistarskóla Vesturbæjar léku á blokk-
flautu. Lesið var upp úr bókinni Konur -
hvad nú? og hlustað á snældu frá 1975,
útvarpsþátt Valborgar Bentsdóttur.
Afmælisfundur félagsins var haldinn að
Hótel Esju 27. janúar sl. Þar var fjallað um
náms- og starfsval kynjanna. Frummæl-
endur voru Jónína Margrét Guðnadóttir,
cand. mag., Guðrún Þórsdóttir kennari,
Guðrún Hannesdóttir kcnnari og námsráð-
gjafi, Sölvína Konráðs sálfræðingur og
Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmda-
stjóri VSI. Að Ioknum framsöguerindum
voru fyrirspurnir en fundinum lauk með
pallborðsumræðum sem Ásdís J. Rafnar
stýrði, en auk hennar tóku þátt í umræðum
Ásta K. Ragnarsdóttir námsráðgjafi við
H.Í., Bjarni Kristjánsson rektor T. í.,
Gunnar Hansson forstjóri IBM, Kristín
Halldórsdóttir alþingismaðurog Sigþrúður
Ingimundardóttir formaður Hjúkrunar-
félags Islands. Fyrirhugað er að gefa út
erindin sem haldin voru á fundinum í fjöl-
riti.
Hádegisfundur var haldinn í Litlu-
Brekku 12. febrúar 1986. Fjallað var um
fyrirhugaðar svcitarstjórnarkosningar
vorið 1986 og hlut kvenna í þeim. Stutta
framsögu höfðu Kristín Á. Ólafsdóttir,
varaformaður Alþýðubandalagsins, Áslaug
Brynjólfsdóttir, sem sæti á í kjörnefnd
Framsóknarflokksins í Reykjavík og Þór-
unn Gestsdóttir, formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna. Konum frá
öðrum flokkum var jafnframt boðið á
fundinn. Voru líflcgar umræður og mikill
hugur í konum og stóð fundurinn til kl.
14.00.
Þá var haldinn fundur í hádcginu 17.
apríl s.l. á Gauki á Stöng, og var efni hans
getnaðarvarnir, einkum með tilliti til þings-
ályktunartillögu Kvennalistans um að
sjúkrasamlög taki þátt í kostnaði við þær.
Stutt erindi fluttu Kristín Halldórsdóttir
alþm. og Ingimar Sigurðsson deildarstjóri.
10. maí er svo fyrirhugaður almennur
fundur með konum í framboði til sveitar-
stjórna.
KRFÍ tók þátt í jafnréttisdagskrá í
Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar í
september sl. ásamt ráðgjafanefnd Jafn-
réttisráðs, Námsgagnastofnun og l'leiri
aðilum. Fulltrúi KRFÍ í undirbúningshópi
var Jónína Margrét Guðnadóttir. Til-
gangurinn með dagskránni var tvíþættur,
annars vegar að minna á lokaár kvennaára-
tugar S.Þ. og hins vegar að vekja athygli
skólamanna á grein í Jafnréttislögum þar
sem kveðið er á um fræðslu um jafnréttis-
mál. Þarna var kynnt Jafnréttisspil og
námsefni um jafnréttismál sem jafnréttis-
nefndir á höfðuborgarsvæðinu hafa látið
útbúa.
Starfsemin út á við
Skv. nýjum jafnréttislögum sem samþykkt
voru 19. júní 1985 er Jafnréttisráð skipað 7
fulltrúum, og tilnefnir KRFÍ einn fulltrúa.
í nóvember sl. tiinefndi KRFÍ Esther
Guðmundsdóttur til setu í ráðinu til
tveggja ára sem aðalfulltrúa og Arndísi
Steinþórsdóttur varafulltrúa til sama tíma.
Skv. lögum á formaður KRFI sæti í
íslensku UNESCO nefndinni. Var einn
fundur haldinn frá síðasta aðalfundi.
Svo sem kemur fram í inngangi var síð-
astliðið ár um margt frábrugðið fyrri árunr
í starfsemi félagsins. ’85-nefndin stóð fyrir
ýmsum aðgerðum á árinu, en KRFÍ átti
fulltrúa í nefndinni, þær Sólveigu Ólafs-
dóttur, scm sæti átti í framkvæmdahópi
’85-nefndar, og Esther Guðmundsdóttur
til vara.
Fulltrúar KRFl tóku virkan þátt í öllu
starfi ’85-nefndar, en nánar er sagt frá því
á öðrum stað í blaðinu.
Arndís Steinþórsdóttir hefur verið full-
Hallveigarstaðir
KRFÍ á þrjá fulltrúa í hússtjórn Hall-
veigarstaða, formann, varaformann og
einn fulltrúa tilnefndan af stjórn félags-
ins, sem verið hefur Oddrún Kristjáns-
dóttir.
Leigusamningur við Borgardóm
rennur út 1. janúar 1987 en ákvörðun
hefur ekki verið tekin um áframhald-
andi leigu. Fyrirhugaöar eru breytingar
á sal hússins í kjallara, og verður hafist
handa innan tíðar að brjóta veggi og
breyta húsnæðinu, og áætlað að þeim
Ijúki í sumar, þannig að salurinn cigi að
geta nýst vel í félagsstarfi næsta vetur.
trúi KRFI í Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna og Ásthildur Ketilsdóttir
varamaður. Ingibjörg Guðmundsdóttir
hefur nú tekiö að sér fundarstjórn í fram-
kvæmdanefnd í stað Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Á sl. ári voru haldnir 7 fundir á
vegum nefndarinnar víðs vegar um land og
í framhaldi af þeim fundum voru stofnaðir
tenglahópar og er fyrirhugað að fara aðra
slíka fundaherferð bráðlega. Þá tók fram-
kvæmdanefndin þátt í Kvennasmiðjunni.
I síðustu kjarasamningum voru viðræður
við konur í samninganefndum ASÍ og
BSRB og voru kröfur um 7 daga frí vegna
veikinda ungra barna samþykktar í samn-
ingunum. 1 apríl var haldin ráðstefna um
réttindamál kvenna, fjölsótt og velhcppnuö.
KRFÍ hefur átt fulltrúa í Ráðgjafanefnd
Jafnréttisráðs, Oddrúnu Kristjánsdóttur,
sem nú hefur tekið að sér formennsku í
nefndinni, og Esther Guðmundsdóttur til
Lára V. Júlíusdóttir:
'ARFSEMI KRFI
88