19. júní


19. júní - 19.06.1986, Síða 74

19. júní - 19.06.1986, Síða 74
hún engu að síður ánægjulegur við- burður. Hinar ýmsu sýningar voru fjölbreyttar og áhugaverðar, ekki síst fyrir þaö að þær gáfu fjölda ungra og efnilegra listamanna tækifæri til að láta ljós sitt skína. Obundnar af kennisetningum Á sýningunni „Hér og nú“ komu til dæmis fram ungar konur, sem eiga ugglaust eftir að láta ntikiö að sér kveða í náinni framtíð. Eftirtektarvert var einnig, að sérhver þeirra kom fram sem skapandi einstaklingur, óbundinn af kennisetningum og tískubylgjum í myndlistinni. Hinn nýi expressjónismi hefur vissulega sett mark sitt á verk málara á borð viö Erlu Þórarinsdóttur, Björgu Örvar og Arngunni Ýr Gylfa- dóttur, en allar virtust þær gefa sér sjálfstæðar forsendur. Hinn ljóðræni og innilega erótíski teiknistíll Hörpu Björnsdóttur var síðan sér á báti, meðan Guðrún Kristjánsdóttir vann að því að einfalda og fága hefðbundin landslagsmótíf. Sama var uppi á teningnum í verkum þeirra listakvenna, sem not- uðu blandaða tækni. Hulda Hákonar- dóttir hrærist í heimatilbúnum mynd- heimi, þar sem einkalíf hennar og til- finningar ráða ríkjuin, en þó ávallt þannig að áhorfandinn getur sett sig í spor hennar. Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir fjallar sömuleiðis um einkamál, miðlar ekki eins hreint og beint og Hulda, en fer þó ekki undan í flæm- ingi. Pað var líka ánægjulegt að sjá, hvernig nokkrar listakonur hafa tekið keramík og glerlist til endurskoðunar og fikra sig nú í átt til skúlptúrs, sjá verk Brynhildar Þorgeirsdóttur, Guðnýjar Magnúsdóttur, Sóleyjar Eiríksdóttur og Rósu Gísladóttur. En stór galli á listahátíðinni var, að á henni var hvergi grafíkmyndir að finna, en í þeirri grein hafa íslenskar konur verið stórum atkvæðameiri en karlar á síðastliðnum tveimur ára- tugum. Þótt ljósmyndasýning hátíðarinnar mundi sennilega ekki teljast til stórtíð- inda í öðrum löndum, þá verður hún að teljast til viðburða hérá íslandi, þar sem skapandi ljósmyndun hefur lengi verið í lægð. Ljósmyndararnir, hvort sem þeir eru sjálfmenntaðir eða lærðir, voru bæði metnaðarfullir og einlægir, og lausir við sjálfsánægju og kaup- skaparanda margra karlljósmyndara. Aftur hjó ég eftir sjálfstæðum þankagangi margra ljósmyndaranna, hve óbundnir þeir virtust vera af ríkj- andi hefðum. Þarna voru „hrein skot“, mótíf eins og þau koma fyrir í náttúru og borg, klippimyndir, uppstillt mótíf (Nanna Búchert) og stílfærðar stúdíur (Alda Lóa Leifsdóttir). Um sýningu á arkitektúr kvenna tel ég mig ekki geta sagt eins mikiö, bæði sökum þekkingarskorts og hins litla úrtaks kvenarkitekta, sem á sýning- unni var. Þó sýnist mér fáir arkitektar á íslandi standa Högnu Sigurðardóttur á sporði í hugkvæmni ogsmekkvísi, og er ég tæplega einn um þá skoðun. Hafi Listahátíð kvenna sannað nokkurn skapaðan hlut, þá var það að konur eiga ekki lengur að þurfa að efna til sérstakra kvennasýninga. Einn ostur er nauðsyn, tveir eru sjálfsagðir, þrir eru grundvöllur góðrar veislu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.