19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 62

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 62
Viðtal: Jónína Margrét Guðnadóttir Elín tekur nú við aftur: „Við í fram- kvæmdahópnum fórum strax í gang með að leggja drög að úttektinni og í nóvember ’84 var búið að ráða rit- stjóra til þess verks, en til að hrinda aðgerðum vegna ársins af stað lögðum við til að settir yrðu á fót starfshópar innan ’85-nefndarinnar er tækju að sér ábyrgð einstakra verkefna. Þannig urðu til fimm hópar; það var göngu- hópur svokallaður og var hugmyndin að hann sæi um einhvers konar boð- göngu um landið allt í tilefni 19. júní, síðan var listahópur er skyldi m.a. sjá um listahátíð kvenna á árinu, þá launa- og atvinnumálahópur, alþjóða- hópur og fræðsluhópur sem m.a. skyldi kanna málefni ársins í fjölmiðl- um. í hverjum þessara hópa voru ákveðnir tenglar í forsvari gagnvart framkvæmdahópnum og héldum við reglulega fundi með þeim lengst af. Annars þróuðust þessir hópar á ýmsa lund eftir því sem á árið leið og verkefni þeirra breyttust. Þannig var til dæmis fallið frá hugmyndinni um göngu vegna 19. júní en sá hópur fékk þess í stað það hlutverk að skipuleggja fundi og hátíðahöld á þeim degi. Launahópurinn átti í byrjun að fjalla um ýmsa þætti atvinnulífsins og standa að launakönnunum, en þegar til kom varð verkefni hans að annast undir- búning Kvennasmiðjunnar. - Og hver voru svo verkefnin sem ráðist var í og hvernig tókst til með þau? Það er Lára sem verður fyrir svörum: „Mig langar nú fyrst að nefna bréf sem undirritað var af öllum full- trúum ’85-nefndar og sent ríkisstjórn íslands þegar í okt. 1984 með áskorun um að láta fullgilda sáttmála S.Þ. um afnám alls misréttis gegn konum. Hann var undirritaður fyrir íslands hönd á kvennaráðstefnunni í Kaup- mannahöfn 1980, en án fullgildingar Alþingis var sáttmálinn ekki skuld- bindandi hér á landi, en góðu heilli var hann fullgiltur í júní á sl. ári. Fall er fararheill Þetta var byrjunin, en á sjálfu árinu 1985 var okkar fyrsta verkefni að gangast fyrir baráttufundi um launamál kvenna á alþjóðadegi kvenna 8. mars. Það blés ekki byrlega með samstöðu í nefndinni vegna þessa fundahalds því að Samtök kvenna á vinnumarkaði ætluðu einnig að standa að fundi þennan dag, þrátt fyrir að þau ættu aðild að ’85-nefndinni. Um skeið stóðu yfir linnulausir samningafundir til að forðast klofning, en niðurstaðan varð samt sú að haldnir voru tveir fundir í nafni kvenna. Okkar fundur var í Háskólabíói og þessi ágreiningur setti óneitanlega svip sinn á fundinn. Margir héldu að með þessu væri samstaða nefndarinnar rofin og klofn- ingurinn riði henni að fullu, en svo varð ekki, sem betur fer. Þarna kom upp fyrsti og eini ágreiningurinn í nefndinni, sem sumpart var af póli- tískum toga, en upp frá þessu var sam- starfið mjög gott og allir voru sammála um að breiða yí'ir ágreininginn. Hér sannaðist svo ótvírætt máltækið að fall er fararheill. Næsta verkefni á dagskrá var í höndum alþjóðahópsins, sem tók að sér að safna fé til að styrkja fræðslu- verkefni í þágu kvenna í þróunar- löndum á vegum World View Inter- national Foundation. Fólst aðstoðin í því að þjálfa innlendar konur í þróun- arlöndunt til Iræðslustarfa meðal kyn- systra sinna og var stefnt að því að safna $5000 hér á landi. Elín Pálma- dóttir, sem var tengill alþjóðahópsins, vann ötullega að þessu verki, en úr hópi okkar tók María Pétursdóttir að sér umsjónina. Hún er sem kunnugt er formaður Kvenfélagasambands íslands og hún sneri sér til kvenfélaganna um allt land. Það tókst að safna tilskilinni upphæð með dyggu starfi margra og í för sinni til Nairobi á Kvennaráðstefnu S.Þ. í júlí afhenti María féð réttum aðilum. Hátíðahöld og gróðursetning Samhliða þessu var svo í gangi undir- búningur að aðgerðum vegna 19. júní en einmitt í fyrra voru þá liðin 70 ár frá því íslenskar konur fengu kosn- ingarétt. Eins og Elín sagði áðan hafði fyrst verið rætt um einhvers konar kvennagöngu af þessu tilefni en það varð svo úr að standa heldur fyrir há- tíðafundum víða um landið og halda aðalhátíðafundinn á Þingvöllum, eins og tíðkast þegar mikið skal við haft. Fundir þessir tókust vel, og á Þing- völlum var hátíðleg stund í Bolabási þar sem voru saman komnar í blíð- skaparveðri konur af öllu Suður- og Suðvesturlandi. ’85-nefndin bauð sér- staklega til þessa fundar Elínu Brus- gaard frá Noregi og ávarpaði hún fundargesti á Þingvöllum. Ekki var látið hér við sitja að gera 19. júní 1985 sem eftirminnilegastan því að auk fundanna var líka hrundið af stað gróðursetningarherferð að undirlagi ’85-nefndarinnar. Hafði María einnig umsjón með þessu verk- efni af okkar háliu og var herlerðin skipulögð með tilstyrk Kvenfélaga- sambandsins. Var markmiðið að gróð- ursetja eitt tré fyrir hverja konu í land- inu og tókst bærilega vel. Einstœð listahátíð Pegar hér er komið samtalinu verður blaðamanni á að spyrja hvort María hafi þá séð um þetta allt saman fyrir framk vœmdahópinn ? „Nei, ekki er það nú alveg svo,“ segir Elín hlæjandi, „en það er svo sannarlega ekkert smáræði sem hún lagði af mörkum. En þær Lára og Sól- veig fengu nú líka stórverkefni í sinn hlut, sem var undirbúningur listahátíð- arinnar, en það var eitt viðamesta verkefnið hjá ’85-nefndinni. Undir- búningur hófst formlega í maí undir framkvæmdastjórn Guðrúnar Erlu Geirsdóttur (Gerlu) en hugmyndin að því að halda svona hátíð var til komin töluvert áður í hópi listakvenna. Lista- hópurinn ásamt þeim Sólveigu og Láru vann svo sleitulaust með Gerlu allt þar til hátíðin hófst með lúðraþyt og söng þann 21. september. Þegar ég lít til baka finnst mér þetta hreint ótrúlega stórbrotið, því að það voru ekki aðeins haldnar Iistsýningar í nánast öllum sýningarsölum höfuð- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.