19. júní


19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 14

19. júní - 19.06.1986, Blaðsíða 14
Heiðar Jónsson. (Ljósm. AFG.) ERUM OLL FALLEG Rannveig Jónsdóttir ræðir við Heiðar Jónsson snyrti Sumir halda að örlög manna séu skráð í stjörnurnar og snemma beygist krók- urinn, segir máltækið. Heiðar Jónsson var ekki hár í loftinu þegar hann var orðinn sérfræðingur í fegurðardrottn- ingum íslands frá upphafi og auk þess margfróður um frægar fegurðardísir í útlöndum. Hann safnaði Vikunni nteð myndum af þessum dísum og mundi brjóst-, mittis- og mjaðmamál þeirra. Áhugi hans á fegurð virtist meðfædd- ur. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar ég hitti fyrst þennan ljúfa dreng, þá sjö ára gamlan, vestur á Staðastað á heimili fósturforeldra sinna, séra Porgríms Sigurðssonar og Áslaugar Guðmundsdóttur. Heiðar var þá þegar orðinn eftirtektarverður og eftirminnilegur persónuleiki - reyndar ógleymanlegur. Það var gaman að spjalla við hann því hann var svo opinskár og elskulegur og fullur af áhuga á flestu milli himins og jarðar, en þó var hann fyrst og fremst gagn- tekinn af fegurð. Litaskyn hans var óvenju næmt, hafði þroskast snemnta og litina notaði hann á sérstæðan hátt. Snemma fór Heiðar að hafa gaman af að tala um það eftir messu hvernig kirkjugestir höfðu verið klæddir. Hann virtist taka eftir öllu. Heiðar Jónsson er löngu orðinn landskunnur fyrir margvísleg störf sín í sambandi við fegurð, snyrtingu og tísku. Honum hefur tekist það sem svo marga dreymir um, að gera áhugamál sín að atvinnu. í 19. júní hafa oft birst viðtöl við konur sem fyrstar hafa haslað sér völl í atvinnulífinu á hefðbundnum verk- sviðum karla. En ekki er síður for- vitnilegt að ræða við karlmann í svip- aðri aðstöðu og fá að kynnast reynslu hans og viðhorfum. Heiðar, sem hefur af ýmsum ástæð- um neitað blaðaviðtölum mörg undan- farin ár, tekur bón okkar strax vel og segist ætla að gera undantekningu því að sérstöku máli gegni um 19. júrií. Tískan byggist á pólitík Hann hefur stækkað ntikið síðan við hittumst fyrst, en áhugamálin eru enn þau sömu og viðmótið ber öll sömu einkenni Ijúfmennsku og áhuga á öllu mögulegu. Einhvern veginn finnst mér bæði sjálfsagt og eðlilegt að byrja á því að spyrja Heiðar hvaö sé fegurð. Hann hugsar sig um góða stund áður en hann svarar. „Fegurðarhugmyndin er náttúrlega fögur sál í fögrum líkama. En fegurð er stórt hugtak og mannleg fegurð er stílfærð á svo margan máta. Fegurð hefur verið tískufyrirbæri gegnum aldirnar. Núna er fegurðarímyndin að breytast. Frönsk sýningarstúlka, til dæmis, má ekki þyngjast um mörg '4 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.