19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 57

19. júní - 19.06.1986, Qupperneq 57
Fyrir tíu árum var umönnun barna mikið áhyggjuefni útivinnandi kvenna og virðist mér lítið hafa breyst í þeim efnum. 7f\ SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR VERSLUNAR- EIGANDI: Einhver önnur aðgerð hefði orðið áhrifaríkari 1975 var ég heimavinnandi með þr jú börn og á kvenna- frídaginn tók ég mér frí frá heimilinu allan daginn og var maðurinn minn heima hjá börnunum. Við héldum hópinn gantlar vinkonur, tókum daginn snemma og tókum þátt í aðgerðum dagsins af lífi og sál. Þetta var stórkostlegur dagur og við vorum fullar af hug og trú á málstaðinn. Tíu árum síðar voru hagir mínir gerbreyttir, ég var orðin atvinnurekandi og gat ekki lokað verslun minni allan daginn. Ég hafði 12 konur í vinnu og eiginlega kom það mér spánskt fyrir sjónir að þær skyldu allar koma til vinnu þennan dag nema ein. Við lokuðunt þó versluninni á meðan úti- fundurinn stóð yfir á Lækj- artorgi og starfsfólkið, langflest konur, ræddi um málefni dagsins og gildi fundarins. Pessar konur höfðu allar verið á fundinum 1975, en nú var eins og þeim þætti þýðingarlaust að vera að endurtaka sama viðburð- inn. Af fjölskylduástæðum var ég ekki viðstödd þennan fund en mér virtist eftir á að allar værum við á einu máli um að einhver önnur að- gerð hefði verið áhrifarík- ari. Okkur fannst ekki ríkja sama stemmning fyrir deg- inum og tíu árum áður. Það sem mér finnst eink- um hafa breyst á þessum árunt er að konur eru meira meðvitaðar um sinn rétt núna, þær fylgjast betur með á vinnustöðum að ekki sé gengið framhjá þeim við stöðuhækkanir og eru á verði gagnvart launum sín- um, ef starfssvið þeirra er aukið. Því miðurfinnst mér þó enn ríkja það viðhorf hjá mörgum konum að starf þeirra sé númer tvö á eftir húsmóðurstarfinu og það er algengt að konur falist eftir starfi þar sem þær geta átt frí á sumrin. Slíkt dytti engum karlntanni í hug. Jákvætt er hins vegar að nú orðið er það almenna regl- an að foreldrar skiptast á að vera heima hjá veikum börnum. MARGRÉT MARGEIRSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI: Enn er langt í land Því miður gat ég ekki tekið þátt í hátíðahöldunum á kvennafrídaginn 1975 þar seni ég var þá við nám í Bretlandi. Ég minnist þess að kvennafrídagsins á ís- landi var getið í fréttatíma breska útvarpsins BBC og að í lok fréttarinnar sagði þulurinn eitthvað á þessa leið: „Ekki veit ég hvað myndi gerast ef allar konur í Bretlandi legðu niður vinnu í heilan dag!“ Árið 1985 tók ég hins vegar þátt í hátíðahöldum á kvennafrídaginn. Af fyrr- greindum ástæðum get ég ekki gert samanburð á kvennafrídögunum, en ég hygg þó að sá fyrri hafi vakið miklu meiri athygli og haft meiri áhrif og sögulegt gildi í jafnréttisbaráttu kvenna. Mér fannst stemmningin ágæt á kvennafrídeginum 1985 og sýningin á störfum kvenna var til fyrirmyndar. Vafalaust eru skiptar skoðanir um hvað hefur áunnist á síðustu 10 árum. Ég hygg að mikilvægasti ávinningurinn sé fólginn í því að konur hafa öðlast meira sjálfstraust og trú á sína eigin hæfileika og þær eru meira meðvitaðar um stöðu sína og rétt. í öðru lagi l'innst ntér viðhorf gagn- vart hefðbundnum störfum kyn janna hafa breyst í rétta átt, þótt aldagömul viðhorf gagnvart konum og hlut- verki þeirra verði ekki upp- rætt á einum áratug. Við eigum enn langt í land til að ná jafnrétti. Það er mikil- vægt að konur verði óragar við að taka að sér stjórnun- arstörf í menningar- og atvinnulífinu og þori Baráttumálin á kröfuspjöldum fyrir 10 áruni. Flcst gætu þau allt eins verið frá síöastliönu hausti. (Ljósm. Sigurjón Jóhannson). 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.